Fréttir

23/2/17 : Mataræði og heilsa

Það var mikill áhugi á fyrirlestri Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings um mataræði og heilsufar. Pálmi var gestur á Samlokufundi VFÍ og var salurinn þétt setinn.

 Glærur og upptaka eru komnar á vefinn.

 

16/2/17 : Leyfisferli - Leiðir til úrbóta

Stjórnvöld þurfa að endurskoða leyfisferli framkvæmda og stuðla þannig að skilvirkni og sátt. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands.

Fundurinn var framhald af fundi í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi. Glærur frá fundinum eru komnar á vefinn. Streymt var frá fundinum og hér er upptakan.

Lesa meira
 

15/2/17 : Leyfisferli framkvæmda - Úrbætur

Morgunverðarfundur á vegum Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 16. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskráin hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10.
Streymi frá fundinum.


Fundurinn er framhald af Morgunverðarfundi VFÍ sem haldinn var í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi.

Lesa meira
 

13/2/17 : Nýtt nám í iðntæknifræði

Frá og með haustönn 2017 mun Háskóli Íslands í samstarfi við Keili bjóða upp á nýja námslínu í iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað. Á undanförnum árum hefur verið mikill skortur á fólki með tæknitengda háskólamenntun og er námslínunni ætlað að mæta breyttum áherslum í atvinnulífinu og nýjum tækifærum tengdum nýsköpun, þróun og hönnun framleiðsluferla. Upplýsingar um nám í iðntæknifræði.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

07.04.2017, kl. 13:00 - 17:00 Atburðir VFÍ Dagur verkfræðinnar

Haldinn í þriðja sinn.

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Við leitum til félagsmanna og köllum eftir hugmyndum og tillögum að fyrirlestrum. Einnig viljum við gjarnan fá fleiri félagsmenn í undirbúningsnefndina. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2017 má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is Lesa meira

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
febrúar 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir