Fréttir

4/5/16 : Takið þátt í kjarakönnuninni

Félagsmenn eru eindregið  hvattir til að taka þátt í kjarakönnuninni sem send var út í vikunni. Könnunin er styttri en áður, það eina sem þarf að hafa við höndina er launaseðill fyrir febrúar 2016 (auðvelt að nálgast í heimabanka). Félagsvísindastofnun HÍ sér um framkvæmd könnunarinnar.

 

29/4/16 : Orlofsúthlutun lokið

Orlofsúthlutun OVFÍ  sumar 2016 er lokið. Þeir sem fengu úthlutun fengu póst þar um á netfangið sem þeir gáfu upp í umsókninni, og þeir hafa greiðslufrest til miðnættis 5. maí.

Einnig var sendur tölvupóstur til þeirra sem ekki fengu úthlutað og þeir geta frá 6. maí til og með 9. maí bókað þær vikur sem ekki gengu út, þ.e. voru ekki greiddar. Gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Úthlutun er ekki staðfest nema greitt sé strax. Þann 10. maí verða allar lausar vikur opnar fyrir alla félagsmenn ef eitthvað verður enn laust og sama regla gildir. - Fyrstur bókar, fyrstur fær.


Hver sjóðfélagi getur keypt allt að 10 gistimiða á almanaksári, þ.e.a.s ef hann hefur ekki fengið orlofshús  - Athugið að hótelmiðar fást ekki endurgreiddir.

Lesa meira
 

25/4/16 : Orlofsuppbót 2016

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins á full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 að greiðast 1. júní næstkomandi. Upphæðin er kr. 44.500.- Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

 

22/4/16 : Fengu heiðursviðurkenningu VFÍ

Nýverið var Júlíus Sólnes gerður að heiðursfélaga Verkfræðingafélags Íslands, sem er æðsta viðurkenning félagsins. Við sama tækifæri voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins. Þau eru Guðni A. Jóhannesson, Helgi Þór Ingason og Sigrún Pálsdóttir.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

21.06.2016 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/paramót í golfi

Skráning hefst mánudaginn 21. mars.

Golfmót á Korpúlfsstöðum, níu holur á Landinu eða Ánni þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 og ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins 9 holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 20 hjón/pör eða 40 þátttakendur. Félagsmenn VFÍ og TFÍ mega taka með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spila með honum, en þeir geta ekki boðið öðrum gestum. Lesa meira

12.08.2016 Sameiginlegir atburðir VerkTækni golfmótið 2016

VerkTækni golfmótið verður nú haldið í nítjánda sinn og fer að þessu sinni fram á golfvellinum að Hellishólum í Fljótshlíðinni, föstudaginn 12. ágúst. Mótið er einungis fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ og TFÍ, maka þeirra og aðra gesti. Keppt er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga. Lesa meira

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
maí 2016
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir