Fréttir

23/5/16 : Vegir á hálendi Íslands

Morgunverðarfundur á vegum Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 26. maí á Hótel Nordica.

Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði, dagskrá hefst 8:30.  Fundi lýkur kl. 10:00. Flutt verða þrjú erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður.


Fundurinn er öllum opinn og ókeypis aðgangur.

Skráning: Sendið tölvupóst á tilkynningar@verktaekni.is 

Lesa meira
 

18/5/16 : Rýni 2016 - Dubai

Mjög mikill áhugi reyndist vera á Rýnisferðinni til Dubai . Þeir sem sendu inn umsókn fengu staðfestingu í tölvupósti. Unnið er að því að fá fleiri flugsæti og mun niðurstaðan skýrast fljótlega og þá verða sendar út upplýsingar um staðfestingargjaldið og greiðslufrest.


Dagskrá Rýni 2016.

Lesa meira
 

11/5/16 : Tæknidagur 2016

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur Tæknidaginn í tíunda sinn föstudaginn 13. maí. Tæknidagurinn er haldin árlega og er gestum og gangandi boðið að kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í Tækni- og verkfræðideild HR.


Félagsmenn TFÍ og VFÍ eru sérstaklega boðnir velkomnir.


Dagskrá Tæknidagsins 2016.

Lesa meira
 

10/5/16 : Orlofsúthlutun lokið

Orlofsúthlutun OVFÍ  sumar 2016 er lokið. Þeir sem fengu úthlutun í fyrstu umferð höfðu greiðslufrest til miðnættis 5. maí. Frá hádegi 6. maí gátu þeir sem fengu synjun sótt um þær vikur sem ekki gengu út. Gilti þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Þann 10. maí var opnað fyrir allar lausar vikur og gildir sama regla; - Fyrstur bókar, fyrstur fær og verður að greiða um leið og bókað er.

Hver sjóðfélagi getur keypt allt að 10 gistimiða á almanaksári, þ.e.a.s ef hann hefur ekki fengið orlofshús  - Athugið að hótelmiðar fást ekki endurgreiddir. Bókunarvefur OVFÍ.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

21.06.2016 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/paramót í golfi

Skráning hefst mánudaginn 21. mars.

Golfmót á Korpúlfsstöðum, níu holur á Landinu eða Ánni þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 og ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins 9 holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 20 hjón/pör eða 40 þátttakendur. Félagsmenn VFÍ og TFÍ mega taka með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spila með honum, en þeir geta ekki boðið öðrum gestum. Lesa meira

12.08.2016 Sameiginlegir atburðir VerkTækni golfmótið 2016

VerkTækni golfmótið verður nú haldið í nítjánda sinn og fer að þessu sinni fram á golfvellinum að Hellishólum í Fljótshlíðinni, föstudaginn 12. ágúst. Mótið er einungis fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ og TFÍ, maka þeirra og aðra gesti. Keppt er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga. Lesa meira

24.09.2016 - 01.10.2016 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Dubai

Rýnisferðin 2016 verður farin til Dubai dagana 24. september til 1. október. Ferðin er skipulögð af TFÍ en eins og áður eru félagsmenn VFÍ velkomnir. Skráning í ferðina hefst miðvikudaginn 18. maí. Gert er ráð fyrir að hámarki 90 manns í ferðina. Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum TFÍ og VFÍ ásamt mökum. Lesa meira

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
maí 2016
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir