Fréttir

20/1/15 : Kannanir vegna kjaraviðræðna

Til að fá upplýsingar um vilja félagsmanna í kjaraviðræðum eru þeim sendar kannanirnar með tölvupósti. Er mikilvægt að sem flestir taki þátt, kannanirnar eru stuttar og hnitmiðaðar. Notað er forritið QuestionPro og nafnleynd er tryggð. Notkun forritsins er gjaldfrjáls fyrir félagasamtök og aðra sem ekki starfa í hagnaðarskyni.

 

7/1/15 : Tillögur vekja athygli fjölmiðla

Tillögur að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands sem fulltrúar VFÍ afhentu ráðherrum 30. desember vekja athygli. Kristinn Andersen formaður VFÍ hefur verið í viðtölum í ljósvakamiðlum og prent- og netmiðlar hafa einnig kveikt á málinu, enda áhugavert.

Lesa meira
 

6/1/15 : Orlofsdvöl í vetrarfríum

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 12. janúar vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni fjórar: Vika 6 (tímabilið 5.–12. febrúar), vika 7 (tímabilið 12-19.febrúar) vika 8 (tímabilið 19.-26. febrúar) og vika 9 (26. febrúar - 5. mars).
Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu. Orlofshús félagsins eru í Húsafelli, Klapparholti, Hraunborgum og Akureyri. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið lydiaosk@verktaekni.is 

 

 

30/12/14 : Ráðherrum afhentar tillögur að  stefnumótun í rafbílavæðingu

Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands afhentu í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttir iðnaðarráðherra tillögur að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaráætlun og greinargerð.
Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

28.01.2015, kl. 17:00 - 19:00 Atburðir VFÍ Vetrarboð Kvennanefndar VFÍ

Konur í VFÍ koma saman til þess að fagna þeim konum sem luku prófi í verkfræði á árinu 2014. Boðið verður upp á léttar veitingar, skemmtun og stutta kynningu á hvernig félagsaðild að Verkfræðingafélagi Íslands getur nýst verkfræðingum. Vetrarboðið verður haldið í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, miðvikudaginn 28. janúar 2015 og hefst kl. 17.00. Vinsamlega boðið mætingu með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@verktaekni.is eigi síðar en föstudaginn 23. janúar.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
janúar 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir