Fréttir

22/9/15 : Spennandi námskeið hjá EHÍ - tilboð

Endurmenntun Háskóla Íslands býður tvö ný SAP2000 námskeið. Snemmskráning er til 25. september en hún veitir afslátt af námskeiðsgjaldi. Þá veitir EHÍ félagsmönnum TFÍ og VFÍ afslátt af völdum námskeiðum af ýmsu tagi.

 

18/9/15 : Orlofsdvöl í vetrarfríum

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 24. september vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni tvær: Vika 42 (tímabilið 15.–22. október) og vika 43 (tímabilið 22-29. október).  Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu.  Upplýsingar um orlofshúsin. Áhugasamir sendi póst á: lydiaosk@verktaekni.is 

 

14/9/15 : Silfur í loftslagsmálum

Íslenska fyrirtækið Arctus Metals lenti í öðru sæti í Climate Launchpad frumkvöðlakeppninni, sem er stærsta hugmyndasamkeppni heims í tengslum við loftslagsmál. Markmið keppninnar er að efla frumkvöðlastarf sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og dregur úr áhrifum loftslagsbreytinga. Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, kynnti hugmynd fyrirtækisins sem byggir á orkunýtni aðferð til að framleiða ál á umhverfisvænni hátt en hingað til hefur verið gert.

Lesa meira
 

10/9/15 : Löggilding mannvirkjahönnuða - námskeið

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti  verður haldið í nóvember 2015, ef næg þátttaka fæst. Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

Enginn viðburður fannst skráður.


forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
október 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir