Fréttir

20/10/14 : Hádegisfundur - Upptaka

Á hádegisfundi STFÍ kynntu Karl Guðni Garðarsson og Sigurður Örn Hreindal lokaverkefni sín í tæknifræði frá HÍ og Keili. Fyrirlestur Karls fjallar um tilraunir hans til að sýna fram á að grenjandi grenndarlag getur myndast þegar vatn flæðir í gegnum sáldurplötu og inn í lögn sem flytur vatn. Fyrirlestur Sigurðar fjallar um hönnun hans á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Fundurinn var sendur út beint og upptöku má nálgast hér. Athugið að upptakan byrjar á 00:05:40.

Lesa meira
 

16/10/14 : Fyrirlestur Donald Sadoway - upptaka

Á afmælishátíð HR í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun Tækniskóla Íslands flutti Donald Sadoway, prófessor við MIT, fræðandi og líflegan fyrirlestur um sjálfbæra framtíð og hlutverk háskóla. Sadoway er auk annars merkilegur frumkvöðull í þróun nýrra rafhlaðna. Fjölmargt fróðlegt er á heimsíðunni hans og og fyrirtækisins AmbriFyrirlestur Donalds Sadoway.

 

15/10/14 : Afmælisgjöf í tækjasjóð

Fimmtudaginn 2. október voru 50 ár liðin frá því að Tækniskóli Íslands var settur í fyrsta sinn. Af því tilefni gáfu TFÍ og VFÍ gjöf í tækjasjóð Tækni- og verkfræðideildar HR. Formenn TFÍ og VFÍ afhentu gjöfina og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Lesa meira
 

14/10/14 : Haustferð Norðurlandsdeilda

Haustferð Norðurlandsdeilda TFÍ og VFÍ var farin í Skagafjörð 11. október. Um 25 félagsmenn og makar tóku þátt í ferðinni. Nokkur fyrirtæki voru heimsótt og ferðinni lauk með kvöldverði í Hótel Varmahlíð.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

21.10.2014, kl. 9:00 - 12:00 Sameiginlegir atburðir Stærðfræði í takt við tímann - á Akureyri

Námskeiðið er haldið á vegum VFÍ og TFÍ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Gagnlegt og skemmtilegt námskeið sem kynnir byltingarkenndar framfarir sem hafa orðið í allri stærðfræðivinnu með tilkomu stærðfræðiforrita. Kennt verður að nota þekkingar- og stærðfræðiforritin Wolfram Alpha og Maple og ýmsar vefsíður til að leysa algeng verkefni. Innifalin í námskeiðsgjaldinu er rafbókin Stærðfræði í takt við tímann og ný íslensk rafbók um efni grunnskólans og fyrstu áfanga framhaldsskóla og íslensk rafbók um stærðfræðiforritið Maple. Lesa meira

07.11.2014 Sameiginlegir atburðir Haustferð Austurlandsdeilda

Norðfjarðargöng - Olíuleit - Hildibrand

Haustferð Austurlandsdeilda TFÍ og VFÍ föstudaginn 7. nóvember. Skoðunarferð í Norðfjarðargöng, fyrirlestar og léttar veitingar á Hildebrand hotel Neskaupstað: olíuleit og Norðfjarðargöng.  Lesa meira

20.11.2014 Sameiginlegir atburðir Hádegisfundur: Vaxa peningar á trjánum?

STFÍ - Félag stjórnenda og sjálfstætt starfandi í TFÍ stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 20. nóvember sem nefnist: „Vaxa peningar á trjánum?“ Fyrirlesari er Frosti Sigurjónsson, þingmaður og frumkvöðull. Lesa meira

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
október 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir