Fréttir

26/2/15 : Orlofssjóður - páskaúthlutun

Hægt er að sækja um dvöl í orlofshúsum Orlofssjóðs VFÍ um páska 2015 sem er vika 14 tímabilið 2. til 9. apríl 2015. Í boði eru orlofshús í Árnesi, Hrísum í Eyjarfirði, tvö hús í Hraunborgum, Klapparholt í Borgarfirði, Húsafell og íbúð á Akureyri. Sendur var tölvupóstur til sjóðfélaga. Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð en senda skal tölvupóst á lydiaosk@verktaekni.is  Aðeins er hægt að velja eina staðsetningu. Munið að láta fylgja með fullt nafn og kennitölu umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 2. mars nk.

 

23/2/15 : geoSilica Iceland - upptaka

Fida Abu Libdeh annar stofnenda geoSilica Iceland ehf. var fyrirlesari á hádegisfundi STFÍ. Fyrirtækið var stofnað af tveimur nýútskrifuðum tæknifræðingum árið 2012. GeoSilica sérhæfir sig í vinnslu á hágæða jarðhitakísli í heilsuvörur m.a. til manneldis. Fyrirtækið er að þróa framleiðslulínu byggða á örsíunartækni (e. ultrafiltration) til þess að auka styrk og hreinsa jarðhitakísl í skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar. Upptaka frá fundinum.

 

12/2/15 : Kannanir vegna kjaraviðræðna

Til að fá upplýsingar um vilja félagsmanna í kjaraviðræðum eru þeim sendar kannanirnar með tölvupósti. Er mikilvægt að sem flestir taki þátt, kannanirnar eru stuttar og hnitmiðaðar. Notað er forritið QuestionPro og nafnleynd er tryggð. Notkun forritsins er gjaldfrjáls fyrir félagasamtök og aðra sem ekki starfa í hagnaðarskyni.

 

12/2/15 : 90 konur á fundi um launaviðtöl

Það var fullt hús á fundi Kvennanefndar VFÍ um launaviðtöl. Á fundinn var boðið konum í VFÍ og TFÍ og mættu um 90 konur og hlýddu á erindi Þrúðar G. Haraldsdóttur, sviðsstjóra kjaramála. Launaviðtalið - glærurUpptaka frá fundinum.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

10.04.2015 Atburðir VFÍ Dagur verkfræðinnar og aðalfundur VFÍ

Dagur verkfræðinnar á Hotel Nordica. Þann dag verður einnig aðalfundur VFÍ.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
febrúar 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir