Fréttir

27/9/16 : Áhættumat hjá Hjartarannsókn

Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ hafa gert samning við Rannsóknarstöð Hjartaverndar um að bjóða sjóðfélögum áhættumat, fræðslu og forvarnaraðgerðir gegn hjartasjúkdómum. Næstkomandi fimmtudag, 29. september kl. 12-13, er sjóðfélögum boðið til kynningarfundar vegna átaksins. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Á fundinum mun Karl Andersen hjartasérfræðingur hjá Hjartavernd kynna átakið og svara spurningum. Áhættumat Hjartarannsóknar.

 

23/9/16 : Repja - möguleikar í orkuskiptum

Gylfi Árnason verkfræðingur flutti fyrirlestur á Samlokufundi um íslenska repju og möguleika á notkun hennar við orkuskipti í samgöngum. Fundurinn var vel sóttur.

Í glærunum eru mjög áhugaverður upplýsingar m.a. um orkunotkun Íslendinga og kostnað við vinnslu og notkun repju.

Lesa meira
 

13/9/16 : Líf og starf á Grænlandi

Það var vel mætt á Samlokufundinn í hádeginu í dag þar sem Birkir Rútsson, verkfræðingur, sagði frá reynslu sinni af því að búa og starfa á Grænlandi. Hann starfar hjá dönsku verkfræðistofunni Orbicon sem mun opna útibú hér á landi næsta vor og mun Birkir flytja til Íslands af því tilefni. Glærur frá fyrirlestrinum.

Lesa meira
 

9/9/16 : NIL fundur í Reykjavík

Dagana 7. - 9. september var haldinn norrænn launafundur verkfræðinga og tæknifræðinga, svokallaður NIL fundur sem haldinn er árlega. VFÍ og TFÍ voru gestgjafar að þessu sinni. Þema fundarins var „vinnumarkaður framtíðarinnar". Fjallað var sérstaklega um framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

29.09.2016 Sameiginlegir atburðir Kynningarfundur: Áhættumat hjá Hjartavernd

Kynningarfundur vegna átaksins: Áhættumat hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar verður haldinn fimmtudaginn 29. september Kl. 12:00. Sjóðfélagar í sjúkra- og styrktarsjóðum VFÍ og TFÍ fá fundarboð með tölvupósti. Boðið verður upp á samlokur og gos.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
september 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir