Fréttir

22/4/15 : Framlenging á samningi við FRV samþykkt

Framlenging á kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga var samþykkt.

Eftirtalin atriði eru tiltekin í framlengingu samningsins:  

- Gildistími framlengingar er til og með 29. febrúar 2016.

- Laun hækka um 3,5% frá og með 1. apríl 2015.

- Í október 2015 verður launaliður samningsins tekinn til endurskoðunar auk samningsbundinna réttinda, enda er það sameiginlegur vilji samningsaðila að tryggja samkeppnishæf kjör þeirra sem samningurinn nær til. 

 

16/4/15 : Kynning á framlengingu samnings við FRV

Þriðjudaginn 21. apríl 2015 fer fram kynning og greidd atkvæði um framlengingu kjarasamnings Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ við FRV.  

Fundurinn verður að Engjateigi 9, kl. 17:30.

Lesa meira
 

14/4/15 : Aðalfundur VFÍ

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 10. apríl. Á fundinum var tilkynnt um niðurstöður stjórnarkjörs. Ársskýrslan inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefna og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.

Lesa meira
 

13/4/15 : Heiðruð á Degi verkfræðinnar

Á Degi verkfræðinnar 10. apríl voru þrír verkfræðingar sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Þau eru Sigurður Arnalds, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir og Björn Dagbjartsson.

Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki félagsins. Merkið má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða  vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

29.04.2015 Atburðir VFÍ Aðalfundur RVFÍ

Aðalfundur Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn á miðvikudaginn 29. april kl.17:30 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn deildarinnar fyrir 29. april. Samkvæmt lögum RVFÍ fer leynileg kosning til stjórnar fram á aðalfundi. Stjórn skal skipuð fjórum mönnum til eins árs í senn. Lesa meira

23.06.2015 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/parakeppni í golfi

Hjóna-/parakeppni verkfræðinga og tæknifræðinga. Golfmót á Korpúlfsstöðum - níu holur á Landinu VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða 80 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur getur tekið með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spilað með honum, en ekki er hægt að bjóða öðrum gestum.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir