Fréttir

30/10/14 : Rafbílavæðing á Íslandi - ráðstefna

Fimmtudaginn 13. nóvember mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og við hvetjum félagsmenn að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna.

Lesa meira
 

23/10/14 : Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Föstudaginn 31. október næstkomandi verður árleg ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar haldin í þrettánda sinn. Ráðstefnan verður í salnum Kaldalóni í Hörpu. Nánari upplýsingar, með dagskrá ráðstefnunnar, er að finna á vef Vegagerðarinnar.

 

23/10/14 : STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar

Skráning er hafin á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Þátttaka í viðburðinum er endurgjaldslaus og er jafnframt boðið upp á hádegisverð og kaffiveitingar.

Lesa meira
 

20/10/14 : Hádegisfundur - Upptaka

Á hádegisfundi STFÍ kynntu Karl Guðni Garðarsson og Sigurður Örn Hreindal lokaverkefni sín í tæknifræði frá HÍ og Keili. Fyrirlestur Karls fjallar um tilraunir hans til að sýna fram á að grenjandi grenndarlag getur myndast þegar vatn flæðir í gegnum sáldurplötu og inn í lögn sem flytur vatn. Fyrirlestur Sigurðar fjallar um hönnun hans á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Fundurinn var sendur út beint og upptöku má nálgast hér. Athugið að upptakan byrjar á 00:05:40.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

04.11.2014, kl. 9:00 - 17:00 Sameiginlegir atburðir STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar

TFÍ og VFÍ taka þátt í samstarfsverkefni sem stendur að STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Skráning er hafin Lesa meira

07.11.2014 Sameiginlegir atburðir Haustferð Austurlandsdeilda

Norðfjarðargöng - Olíuleit - Hildibrand

Haustferð Austurlandsdeilda TFÍ og VFÍ föstudaginn 7. nóvember. Skoðunarferð í Norðfjarðargöng, fyrirlestar og léttar veitingar á Hildebrand hotel Neskaupstað: olíuleit og Norðfjarðargöng.  Lesa meira

13.11.2014, kl. 13:00 - 17:30 Sameiginlegir atburðir Rafbílavæðing Íslands

Ráðstefna á vegum RVFÍ

Ráðstefna Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ um rafbílavæðingu á Íslandi. Ráðstefnan verður í fundasal Arionbanka Borgartúni. Dagskrá má nálgast í frétt á forsíðu.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
nóvember 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir