Fréttir

23/8/16 : Rýni 2016 - Fjölmennur kynningarfundur

Það verða 145 þátttakendur í Rýni 2016 til Dubai dagana 24. september til 1 október. Þetta mun verða fjölmennasta Rýnisferðin sem farin hefur verið.


Mánudaginn 22. ágúst var haldinn kynningarfundur fyrir þátttakendur ferðarinnar. Um 100 manns mættu á fundinn þar sem fjölmörgum spurningum var svarað um ferðina. Einnig var hægt að fylgjast með fundinum með fjarfundabúnaði.  

Lesa meira
 

22/8/16 : Verkfræðingar unnu VerkTækni golfmótið

Árlegt golfmót verkfræðinga og tæknifræðinga, VerkTækni golfmótið, var haldið í nítjánda skiptið þann 19. ágúst 2016. Mótið fór fram á Á Hellishólum en þar er glæsilegur 18 holu golfvöllur sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum.

Mótið þótti takast vel. Verkfræðingar fóru með sigur af hólmi í sveitakeppninni.

Lesa meira
 

22/8/16 : Nýtt tölublað Verktækni

Nýtt tölublað Verktækni - Tímarits VFÍ/TFÍ er í prentun og er komið á sinn stað á netinu.  Í blaðinu eru meðal annars efnis ritrýndar vísindagreinar og almennar tækni- og vísindagreinar. 


Þeir sem vilja koma efni í blaðið geta sent tölvupóst

til ritstjóra. Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst. 

 

12/8/16 : Vetrarleiga OVFÍ

Frá og með föstudeginum 12. ágúst kl. 15 verður hægt að bóka orlofsvikur frá 2. september 2016 til 18. maí 2017 á orlofsvef OVFÍ.

Um vetrarleigu gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Eins og áður verður orlofsvikum í vetrar- og páskafríum úthlutað sérstaklega.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

24.09.2016 - 01.10.2016 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Dubai

Rýnisferðin 2016 verður farin til Dubai dagana 24. september til 1. október. Ferðin er skipulögð af TFÍ en eins og áður eru félagsmenn VFÍ velkomnir. Skráning í ferðina hefst miðvikudaginn 18. maí. Gert er ráð fyrir að hámarki 90 manns í ferðina. Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum TFÍ og VFÍ ásamt mökum. Lesa meira

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
ágúst 2016
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir