Fréttir

22/4/14 : Orlofshús í Borgarfirði - laust í maí

Orlofssjóður VFÍ hefur tekið í langtímaleigu orlofshús að Stóruborg 8 í Borgarfirði (Klapparholt). Húsið var í boði við sumarúthlutun en er laust til leigu 1. maí til 6. júní, orlofsvikur 18. - 22. Í maímánuði gilda skilmálar vetrrarleigu og panta má húsið með því að senda póst lydiaosk@verktaekni.is Upplýsingar um lausar orlofsvikur. 

 

22/4/14 : Sumarúthlutun OVFÍ 2014

Frestur til að skila inn umsóknum rann út 6. apríl. Staðfesting var send til þeirra sem fenguð úthlutað í fyrstu umferð. Önnur úthlutun verður um mánaðamótin apríl - maí. Orlofshús sem ekki ganga út í fyrstu tveimur úthlutunum verða auglýst enn síðar og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstu fær. Sumarbæklingur Orlofssjóðs VFÍ.

 

10/4/14 : Orlofsuppbót 2014

Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins á að greiða orlofsuppbót 1. maí 2014 að fjárhæð kr. 39.500.-  og desemberuppbót 1. desember 2014 að fjárhæð kr. 73.600.-


Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

 

10/4/14 : Árleg brúaráðstefna NVF

Árleg brúaráðstefna Norræna vegtæknisambandsins (NVF) verður haldin í Reykjavík dagana 3.- 4. september.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýja tækni og hönnunarkröfur í norrænni brúaverkfræði. Ráðstefnan er samráðsvettvangur fyrir helstu sérfræðinga Norðurlandanna og baltnesku landanna. Nánari upplýsingar.

 

 

Eldri fréttir


Á döfinni

14.09.2014 - 19.09.2014 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Toronto

Rýnisferð til Toronto í Kanada. Skráning hefst 18. mars.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2014
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir