Fréttir

6/7/15 : Sumarlokun skrifstofu

Vinsamlega athugið að skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.


Þeir sem fengu úthlutað í orlofshúsum eiga að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar.


Ef erindi þola ekki bið má hafa samband í síma: 693 6483. 


Með sumarkveðju.

Starfsfólk skrifstofu VFÍ/TFÍ.

 

5/7/15 : Nýtt tölublað Verktækni

Nýtt tölublað Verktækni - Tímarits VFÍ/TFÍ er komið út. Í blaðinu eru meðal annars efnis ritrýndar vísindagreinar og almennar tækni- og vísindagreinar. 


Fyrir útgáfu næsta blaðs er skilafrestur ritrýndra greina til 1. október. Frestur vegna almennra tækni- og vísindagreina rennur út 1. nóvember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið geta sent tölvupóst til ritstjóra. Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst. 


Upplýsingar um útgáfuna.


 

1/7/15 : Fyrirlestur á sviði jarðskjálftaverkfræði

Næstkomandi mánudag, 6. júlí, mun Jae Kwan Kim, prófessor við Seoul National University flytja tvo gestafyrirlestra á sviði jarðskjálftaverkfræði: Seismic hazards and preparedness in Korea og 3-dimensional nonlinear soil structure interaction analysis using perfectly matched discrete layers. Fyrirlestrarnir verða í VR II stofu 157. VFÍ og TFÍ bjóða upp á léttar veitingar milli fyrirlestranna. Nánari upplýsingar.

 

29/6/15 : Niðurstöður Kjarakönnunar 2015

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2015 liggja fyrir. Stefnt er að því að fara yfir könnunina á Samlokufundi í september og meðal annars farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós. 


Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2015.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

07.08.2015 Atburðir VFÍ VerkTækni golfmótið

Lokadagur skráningar er 4. ágúst.

Hið árlega golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga fer fram á Grafarholtsvelli 7. ágúst. Mótið er einungis fyrir félagsmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og gesti. Lesa meira

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
júlí 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir