Fréttir

12/1/17 : Fjármögnun tækni- og þekkingarfyrirtækja

Á Samlokufundi, fimmtudaginn 26. janúar, munu stofnendur Crowberry Capital fjalla um fjármögnun þekkingarfyrirtækja á fyrstu stigum. Spáð verður í þróun fjármögnunarumhverfisins á Íslandi og einstaka atvinnugreina. Tölulegar staðreyndir viðraðar um fjárþörf, verðmöt og ávöxtunarkröfur.

Lesa meira
 

10/1/17 : Tilboð á námskeiðum hjá EHÍ

Endurmenntun HÍ býður félagsmönnum VFÍ áhugaverð námskeið á 15% afslætti. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á vef Endurmenntunar HÍ.
 

1/1/17 : Sameining VFÍ og TFÍ um áramót

Um áramótin sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands undir heiti þess fyrrnefnda. Vegna sameiningar sjóða félaganna verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúar.  Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember. Athugið að vef TFÍ verður lokað 2. janúar 2017. Nýr vefur fyrir sameinað félag er í smíðum. Kjaratengdar upplýsingar fyrir tæknifræðinga eru á vef VFÍ. Í því sambandi er rétt að minna á að félögin hafa gert sameiginlega kjarasamninga mörg undanfarin ár.

Lesa meira
 

22/12/16 : Gleðilega hátíð!

Stjórn og starfsfólk Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.


Skrifstofan verður lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar.

Vegna sameiningar sjóða VFÍ og TFÍ verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúarmánuði. Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

24.01.2017, kl. 14:00 - 17:00 Atburðir VFÍ Stærðfræði í takt við tímann

Gagnlegt og skemmtilegt námskeið haldið þriðjudaginn 24. janúar kl. 14-17.

Námskeið fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga haldið í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 þriðjudaginn 24. janúar kl. 14-17. Gagnlegt og skemmtilegt námskeið sem kynnir hina öru þróun sem varð í stærðfræðivinnu með tilkomu upplýsinga- og samskiptabyltingarinnar. Lesa meira

26.01.2017, kl. 12:00 - 13:00 Atburðir VFÍ Fjármögnun tækni- og þekkingarfyrirtækja

Samlokufundur 26. janúar kl. 12 - 13.

Á Samlokufundi, fimmtudaginn 26. janúar, munu stofnendur Crowberry Capital fjalla um fjármögnun þekkingarfyrirtækja á fyrstu stigum. Spáð verður í þróun fjármögnunarumhverfisins á Íslandi og einstaka atvinnugreina. Tölulegar staðreyndir viðraðar um fjárþörf, verðmöt og ávöxtunarkröfur. Lesa meira

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
janúar 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir