Fréttir

24/5/15 : Orlofsuppbót 2015

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins á full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 að greiðast 1. júní næstkomandi. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500.

Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

 

18/5/15 : Mekano er besti nýliðinn

Nýverið voru kynnt íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards. Mekano, fyrirtæki Sigurðar Arnar Hreindal, tæknifræðings og stjórnarmanns í TFÍ var valinn besti nýliðinn. Mekano stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja. Um er að ræða samsett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Markmiðið er að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að hanna fjöltengi í nýstárlegu og stílhreinu útliti.
Íslensku úrslitin.

 

18/5/15 : Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun

Ráðstefna VFÍ, TFÍ og HR fimmtudaginn 21. maí kl. 9-11:30 í HR stofu V101. Gæðastjórnun er ofarlega á baugi í íslenskum mannvirkja- og byggingariðnaði. Sem dæmi má nefna að ítarlegar kröfur um gæðastjórnun við mannvirkjagerð voru nýverið lögleiddar. Mismunandi gæðakerfi og stjórnunaraðferðir eins og straumlínustjórnun geta mögulega lækkað byggingakostnað umtalsvert hér á landi.

Lesa meira
 

6/5/15 : Verkfræðingahús

Nú er búið að merkja hús Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9. Húsið var byggt 1986 og er skuldlaus eign félagsins. Í húsinu er meðal annars sameiginleg skrifstofa VFÍ og TFÍ og glæsileg félagsaðstaða. Hluti hússins er leigður út og er Lífsverk lífeyrissjóður með aðsetur í Verkfræðingahúsi, einnig Verkefnastjórnunarfélagið og Ský, auk annarra.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

28.05.2015, kl. 12:00 - 13:00 Sameiginlegir atburðir BIM og Fjársýsla ríkisins (FSR)

Á Samlokufundi fimmtudaginn 28. maí munu sérfræðingar Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) fjalla um BIM fyrir innviði, stöðuna á innleiðingu í nágrannalöndum, ásamt því að kynna hvernig BIM er notað í dag við hönnun og verklegar framkvæmdir hjá FSR. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13. Að venju fá félagsmenn ókeypis samloku og gos, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

23.06.2015 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/parakeppni í golfi

Hjóna-/parakeppni verkfræðinga og tæknifræðinga. Golfmót á Korpúlfsstöðum - níu holur á Landinu VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða 80 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur getur tekið með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spilað með honum, en ekki er hægt að bjóða öðrum gestum.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
maí 2015
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir