Fréttir

11/2/16 : Páskaúthlutun orlofssjóðs

Nú er hægt er að sækja um dvöl í orlofshúsum Orlofssjóðs VFÍ um páska 2016. Um er að ræða viku 12, tímabilið 24. til 31. mars. Eins og áður er páskavikunni úthlutað til félagsmanna sem hafa flesta S punkta. (S = 30 + sjóðsaldur / 1 + fjölda úthlutana síðustu 5 ár). 

Í boði eru orlofshús í Árnesi, tvö hús í Hraunborgum, tvö hús í Klapparholti í Borgarfirði, Húsafell og tvær íbúðir á Akureyri.


Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð en senda skal tölvupóst á netfangið lydiaosk@verktaekni.is þar sem tekin er fram staðsetning, aðeins er hægt að velja eina staðsetningu. Munið að láta fylgja með fullt nafn og kennitölu umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.

 

11/2/16 : Aðalfundur VFÍ 2016

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn í apríl. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. febrúar.

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér í gefandi og skemmtileg störf fyrir félagið.

Lesa meira
 

10/2/16 : Staðan í kjaramálum

Í kjarasamningi við FRV frá í vor var kveðið á um endurskoðun á launalið og samningsbundnum réttindum. Þeim viðræðum var slitið og boðað til almenns félagsfundar sem haldinn var 21. janúar. Þar voru lagðar línur um framhaldið en kjarasamningur gildir til loka febrúar. Viðræður eru hafnar að nýju. Ekki er búið að semja við Samtök Atvinnulífsins en lágmarkshækkanir skv. SA-ASÍ kjarasamningi eru 6,2% frá 1. janúar 2016 og hann gildir til 2019 með viðbótarhækkunum 2017 og 2018. Hann hefur áhrif á heildarhreyfingu launa á almenna markaðanum og þar af leiðandi á markaðslaun verkfræðinga. 

Lesa meira
 

9/2/16 : Nox Medical vill ráða verkfræðinga

Nox Medical leitar meðal annars að verkfræðingum til starfa. Fyrirtækið sérhæfir sig í svefnrannsóknum og selur vörur sínar út um allan heim. Fyrirtækið byggir alfarið á íslensku hugvit. Auglýsing um störf hjá Nox Medical.
 

Eldri fréttir


Á döfinni

Enginn viðburður fannst skráður.


forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
febrúar 2016
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29          
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir