Sérðu ekki póstinn? Smelltu hér til að skoða
Verktækni

Fréttabréf VFÍ / TFÍ

2. TBl. 1. ÁRG. 2014

Frá aðalfundi VFÍ

Á aðlfundi VFÍ voru lagabreytingar varðandi aðalfundartíma og Vinnudeilusjóð samþykktar einróma. Á fundinum var tilkynnt niðurstaða stjórnarkjörs. Kristinn Andersen var endurkjörinn formaður til tveggja ára.


Lesa meira

Dagur verkfræðinnar

Viltu vera með í að móta „Dag verkfræðinnar“? Ákveðið hefur verið að gera breytingar á tímasetningu og umgjörð árshátíðar VFÍ frá og með næsta ári.


Lesa meira

Af kjaramálum

Samið hefur verið við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) og Samtök atvinnulífsins. Nýr samningur við ríki verður borin undir atkvæði 14. maí. Öðrum samningum er ólokið.


Lesa meira
   

Golfmót í júní

Golfnefnd VFÍ og TFÍ boðar til hjónakeppni þriðjudaginn 24. júní. Skráning hefst 24. maí.


Lesa meira
   

Einangrun útveggja - minnisblað

Sjö sérfræðingar, sem allir hafa mikla reynslu og þekkingu á eðlisfræði bygginga, einangrun, raka og myglu hafa sent frá sér minnisblað.  Þar vara þeir við ákveðinni lausn í einangrun útveggja að innan. 


Lesa meira
   

LEAN fyrirlestur og ráðstefna

Á síðasta Samlokufundi flutti Viktoría Jensdóttir iðnaðarverkfræðingur fyrirlestur um straumlínustjórnun. Hægt er að nálgast upptöku og glærur frá fundinum. Þann 21. maí verður Lean Ísland ráðstefnan og eru VFÍ og TFÍ samstarfsaðilar. Sérstakur fyrirlestur verður á vegum Kvennanefndar VFÍ.


Lesa meira
   

Gott að vita

Blað var brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða nýverið þegar fram fór fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis svo vitað sé hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga.  Var það vel við hæfi á sextugasta aldursári sjóðsins.

4 af hverjum 10 launþegum greiða ekki í viðbótarlífeyrissparnað og verða af 2% mótframlagi atvinnurekanda sem er ígildi 2% launahækkunar.
Lesa meira
Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands
Afskráning af póstlista