Sérðu ekki póstinn? Smelltu hér til að skoða
Verktækni

Fréttabréf VFÍ / TFÍ

3. TLB. 2. ÁRG. 2015

Gleðilega hátíð!

Stjórn og starfsfólk Verkfræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.


Skrifstofan verður lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 4. janúar.


Lesa meira

Dagur verkfræðinnar - Ertu með hugmynd?

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í annað sinn 1. apríl 2016 á Hótel Reykjavík Natura. Félagsmenn eru hvattir til að koma með ábendingar um áhugaverða fyrirlestra og góðar hugmyndir um viðburði á Degi verkfræðinnar.Lesa meira
   

Staða kjarasamninga

Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) frá í vor var kveðið á um endurskoðun á launalið og samningsbundnum réttindum. Þeim viðræðum hefur verið slitið og upplýsingar voru sendar félagsmönnum með tölvupósti 16. desember.

Nokkuð er spurt um stöðuna í viðræðum við hina ýmsu viðsemjendur og má sjá gang mála í yfirliti sem hér fylgir.


Lesa meira

Skoðaðu launaseðilinn

Að gefnu tilefni viljum við hvetja félagsmenn til að lesa vel yfir launaseðla og gæta að hvort lögbundnum iðgjöldum í sjóði sé skilað.


Þetta er sérstaklega mikilvægt gagnvart sjúkrasjóðunum því ef iðgjöld eru ekki greidd tapast afar mikilvæg réttindi.

Framlag vinnuveitanda er lögbundið.


Lesa meira
Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands
Afskráning af póstlista