Mikilvægur bakhjarl í veikindum og heilsueflingu.

Sjóðfélagar í Sjúkrasjóði VFÍ starfa á almennum markaði. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga. Atvinnurekandi skilar iðgjöldum til VFÍ. Aðild að sjóðnum er háð því að viðkomandi sé félagi í VFÍ.

Tilgangur Sjúkrasjóðsins er að aðstoða sjóðfélaga ef þeir verða frá vinnu í langan tíma vegna veikinda eða slysa.

Bótaréttur er háður greiðslum í sjóðinn. Einnig er greitt úr sjóðnum viðbótarframlag í fæðingarorlofi og ýmsir styrkir svo sem íþróttastyrkir, gleraugnastyrkir o.s.frv. 

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki eru veittir styrkir vegna búnaðar, s.s. líkamsræktartækja, reiðhjóla, skó- og útivistarfatnaðar. Hverja greiðslukvittun má aðeins nota einu sinni, hún þarf að fylgja umsókn og má vera allt að 12 mánaða. Kvittunin þarf að vera útgefin af söluaðila. Á kvittuninni þarf að koma fram nafn og kennitala bæði sjóðfélaga og seljanda. Einnig þarf að koma fram hvað er verið að greiða fyrir.

Stjórn Sjúkrasjóðs VFÍ fundar fyrsta mánudag hvers mánaðar.

Í starfsreglunum er að finna almennar úthlutunarreglur. 

Starfsreglur Sjúkrasjóðs VFÍ

Reglugerð Sjúkrasjóðs VFÍ

Rules of the Sickness Fund of VFÍ. 

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna í valmyndinni. Athugið að stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kalla eftir frumriti af skönnuðum reikningum eða símbréfum. 

Athugið að sækja tímanlega um styrki til líkamsræktar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember ár hvert ef nýta á rétt til skattleysis á árinu. Sjóðurinn fullnýtir heimildir ríkisskattstjóra til skattleysis slíkra styrkja sem er að hámarki kr. 77.000.- á ári miðað við áunnin réttindi.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir.