Greinar

Um mataræði og fleira áhugavert

Samlokufundur fimmtudaginn 23. febrúar.

Á Samlokufundi fimmtudaginn 23. febrúar mun Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur fjalla um ýmislegt áhugavert sem varðar heilsu og mataræði, meðal annars.


Pálmi hefur skrifað fjölmargar greinar um áhrif mataræðis og umhverfisþátta á heilsu og líðan.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12 - 13.
Félagsmenn fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.
                      

 


Í fyrirlestrinum verður komið víða við:

  • Framfarir í næringarfræði.
  • Hækkun meðalævialdurs á heimsvísu eftir iðnbyltingu.
  • Viðmiðanir (e. benchmarking) íslenska heilbrigðiskerfisins.
  • Hvernig má hafa áhrif gegnum mataræði á stöðuga aukningu krónískra sjúkdóma.
  • Hvernig offita verður til.
  • Orkubúskapur líkamans og prótínið.
  • Bestun þarmaflórunnar og styrking ónæmiskerfisins.
  • Nokkur sláandi dæmi um mataræði sem eru brátt gleymd.
  • Uppskriftir mætra manna að fullgildu blönduðu fæði, breytingar á vali matar í fæði síðustu 50 árin.                      

 

Ekki missa af fróðlegum fyrirlestri!

Senda efni