Greinar

Samrunafundur VFÍ og TFÍ

Samrunafundur á Fullveldisdaginn 1. desember.

Sameining Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Niðurstaðan var tilkynnt  11. nóvember. Stofnfundur sameinaðs félags verður fimmtudaginn 1. desember kl. 17 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Á fundinum verður kosið í stjórnir félagsins. – Aðalstjórn VFÍ, Stjórn Kjaradeildar VFÍ og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Dagskrá:

 1. Setning.
  Páll Gíslason, formaður VFÍ.

 2. Ávarp.
  Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ.

 3. Lög félagsins
  Lára V. Júlíusdóttir, hrl.

 4. Fjárhagsáætlun 2017 og 2018, ákvörðun félagsgjalda.
  Árni B. Björnsson, framkv.stj.

 5. Kosning stjórnar.

 6. Kosning endurskoðanda og skoðunarmanns.

 7. Kosning í stjórn Kjaradeildar VFÍ.

 8. Kosning í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

 9. Ákvörðun um laun formanns og stjórnarmanna.

 10. Önnur mál.

Í samrunasamningi félaganna segir:

5. gr.

Stofnfundur hins sameiginlega félags verður haldinn í desember 2016.  Hann verður opinn öllum félagsmönnum TFÍ og VFÍ.  Á stofnfundinum verður kosin stjórn hins nýja félags, formaður til tveggja ára óháð félagsaðild og sex meðstjórnendur, sem verða þannig kosnir: þrír meðstjórnendur, einn frá tæknifræðingum og tveir frá verkfræðingum, kosnir til tveggja ára eða til aðalfundar ársins 2019 og þrír meðstjórnendur, einn frá tæknifræðingum og tveir frá verkfræðingum, kosnir til eins árs, eða til aðalfundar ársins 2018.  Jafnframt verði kosnir þrír varameðstjórnendur, einn frá tæknifræðingum og tveir frá verkfræðingum, til tveggja ára.

 

Í lögum félagsins um kjör stjórnar VFÍ á stofnfundi:

Ákvæði til bráðabirgða:Á stofnfundi, haustið 2016, verður sérafbrigði þar sem kosinn verður formaður til tveggja ára (eða til aðalfundar 2019), óháð aðildarfélagi, ásamt þremur meðstjórnendum kosnum til tveggja ára (til aðalfundar 2019), einum frá TFÍ og tveimur frá VFÍ og þremur meðstjórnendum kosnum til eins árs (til aðalfundar 2018), einum frá TFÍ og tveimur frá VFÍ. Þrír varamenn verða kosnir til tveggja ára (til aðalfundar 2019), einn frá TFÍ og tveir frá VFÍ.
Fyrsta stjórn hins nýja félags tekur við undirbúningi að stofnun hins nýja félags á stofnfundi og tekur síðan formlega til starfa um leið og félagið eða hinn 1. janúar 2017.

 

Í lögum félagsins um kjör stjórnar Kjaradeildar VFÍ á stofnfundi:

Ákvæði til bráðabirgða: Í stjórn Kjaradeildar skal fyrst kosið á stofnfundi haustið 2016 þannig að þrír aðalmenn skulu kosnir til tveggja ára (til aðalfundar 2019), tveir aðalmenn til eins árs (til aðalfundar 2018), einn varamaður til tveggja ára (til aðalfundar 2019) og tveir varamenn til eins árs (til aðalfundar 2018). Við fyrstu kosningu í stjórn Kjaradeildar skal þess gætt að stjórnin sé bæði skipuð fulltrúum frá verkfræðingum og tæknifræðingum.

 

Í lögum félagsins um kjör stjórnar Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi á stofnfundi:

Ákvæði til bráðabirgða: Í Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi skal fyrst kosið á stofnfundi haustið 2016 þannig að tveir aðalmenn skulu kosnir til tveggja ára (til aðalfundar 2019), einn aðalmaður til eins árs (til aðalfundar 2018), einn varamaður til eins árs (til aðalfundar 2018). Við fyrstu kosningu í stjórn deildarinnar skal þess gætt að hún sé bæði skipuð fulltrúum frá verkfræðingum og tæknifræðingum.

Senda efni