Greinar

Stærðfræði í takt við tímann

Gagnlegt og skemmtilegt námskeið haldið þriðjudaginn 24. janúar kl. 14-17.

Námskeið fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga haldið í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 þriðjudaginn 24. janúar kl. 14-17.

Gagnlegt og skemmtilegt námskeið sem kynnir hina öru þróun sem varð í stærðfræðivinnu með tilkomu upplýsinga- og samskiptabyltingarinnar.

Í lok námskeiðs mun Stefán Kári Stefánsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun fjalla um þróun vindmylla í  heiminum og möguleika hér á landi fyrir vindorku.


Dagskrá:

  • Stærðfræðivinna frá fornöld til upplýsingaaldar og nútíma kennsluaðferðir.
  • Menntaskóla- og háskólastærðfræðin krufin til mergjar með stærðfræðiforritum.
  • Reiknisíður á netinu og stærðfræðileg hönnun.
  • „Vísindin efla alla dáð“ 
    Þróun vindmylla í heiminum og möguleikar á Íslandi fyrir vindorku. 
    Umræður og fyrirspurnir.

Kennari: Viðar Ágústsson eðlisfræðikennari.

Fyrirlesari: Stefán Kári Stefánsson, verkfræðingur.

Námskeiðsgjald: kr. 17.900.- (Innifaldar í verði eru þrjár rafrænar kennslubækur).

Skráning á skrifstofu VFÍ: skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300.


Nánari upplýsingar.


Senda efni