Greinar

Lokaútkall - Hjóna/parakeppni í golfi á morgun

Golfmót á Korpúlfsstöðum, 9 holur á Sjónum, Landinu eða Ánni föstudaginn 23. september kl. 15:00 og ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins 9 holur.

VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga föstudaginn  23. september kl. 15:00 og ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið verður með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins 9 holur.  Hámarksfjöldi í mótinu verða um 20 hjón/pör eða  40 þátttakendur. 

Verkfræðingur og tæknifræðingur taka með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spila með honum, en þeir geta ekki boðið öðrum gestum.   Báðir liðsmenn slá upphafshögg, velja betra höggið og slá síðan til skiptis. (Sá sem ekki á höggið slær næst).  Forgjöf er samanlögð forgjöf liðs, 60% af lægri og 40% af hærri forgjöf. 

Verðlaun fyrir fyrsta sæti er farandbikar. Einnig verða veitt verðlaun fyrir næstur holu (par 3), karla og kvenna. Dregið verður úr skorkortum.

Skráning í mótið: skrifstofa@verktaekni.is  (Fyrir miðnætti fimmtudaginn 22. september).
Skrá skal forgjöf beggja liðsmanna. Fyrstir koma fyrstir fá.

Innifalið í mótsgjaldi er súpa að hætti Harðar. Mótsgjald er 1500 kr. á mann eða 3000 kr. á hjón.

Golfnefnd verkfræðinga og tæknifræðinga

Senda efni