Brot úr sögu VFÍ

Upphaf Íslenskrar verkfræði

Það er undarlegt til þess að hugsa að saga íslenskrar verkfræði skuli ekki spanna nema rétt rúm eitt hundrað ár. Fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen, lauk prófi frá Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn, Den Polytekniske Læreanstalt, í janúar árið 1891.

Lesa meira

Einu sinni var

Það er löngu vitað, að erfitt er að spá um framtíðina. Þar getur vitrustu mönnum skotist. En nú kemur annað til. Íslenskt samfélag breytist svo ört, að með hverju ári verður nýrri kynslóð torveldara að skilja fortíðina og átta sig á aðstæðum, sem voru hér á landi fyrir aðeins um hundrað árum, þegar segja má að iðnbyltingin hafi borist hingað. Það er engu líkara en að Íslandssagan sé að skiptast í tvo aðgreinda hluta.   

Lesa meira