Þjónustusamningur við skrifstofu VFÍ.

Skrifstofa VFÍ veitir félagsmönnum í Stéttarfélagi tölvunarfræðinga (ST) þjónustu enda greiði þeir félagsgjald til VFÍ.

Námskeið í launaviðtölum verður þriðjudaginn 9. apríl kl. 13 - 16 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.

Námskeiðið er fyrir félagsmenn Stéttarfélags tölvunarfræðinga einvörðungu. Vinsamlega skráið ykkur með því að senda tölvupóst á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is

Um námskeiðið

Þriðjudaginn 9. apríl verður haldið námskeið í launaviðtölum. Námskeiðið er ókeypis. Það verður haldið í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 13-16.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið.

Góð aðsókn hefur verið á námskeið í launaviðtölum. Leiðbeinandi er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi.

Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kynnt verða ýmis hagnýt ráð varðandi samningatækni sem geta hjálpað félagsmönnum að ná enn betri árangri í launaviðtölum.

Starfsmaður hefur samningsbundinn rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og mögulega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar.

Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.

Launaviðtalið þarf því ekki eingöngu að snúast um launin. Sumir kjósa að semja um önnur starfskjör eins og sveigjanlegan vinnutíma, fleiri orlofsdaga, námsstyrk, ferðastyrk, bifreiðastyrk o.fl.

Geirlaug Jóhannsdóttir er ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi og vinnur þar við ráðningar og mannauðsráðgjöf. Hún lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 með áherslu á mannauðsstjórnun og er með BS gráðu í rekstrarfræðum. Geirlaug starfaði áður við kennslu við Háskólann á Bifröst og var um árabil forstöðumaður símenntunar skólans. Þar áður starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi. Geirlaug hefur reynslu af sveitarstjórnarstörfum og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum.

Námskeiðið er ókeypis. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Mikilvægt að tilkynna um forföll á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300.


Þjónustusamningur við VFÍ

Félagsmenn ST hafa fulla aðild að orlofs- og sjúkrasjóðum VFÍ svo framarlega að iðgjöld séu greidd. Einnig eiga þeir vísan aðgang að þjónustu skrifstofunnar á sviði kjaramála.

Kjarakönnun 2023

Aðgangur að kjarakönnun tölvunarfræðinga er gegnum "Mínar síður" á vef VFÍ. Innskráning er með rafrænum skilríkjum og valið "Skráarsvæði" á stikunni. Þar eru ýmis skjöl, meðal annars kjarakönnunin.

Skrifstofa VFÍ veitir félagsmönnum ráðgjöf og vinnur að gerð kjarasamninga fyrir hönd félaganna.

Fyrirspurnir um kjaramál: kjaramal@verktaekni.is

Félagsgjald í Stéttarfélag tölvunarfræðinga fyrir árið 2024 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði). 

Athugið að Stéttarfélag tölvunarfræðinga (ST) og Félag tölvunarfræðinga (FT) eru aðskilin félög en hafa svipuð skilyrði varðandi inngöngu. FT er fagfélag og sinnir ekki kjaramálum.

Hvaða gögn eiga að fylgja umsókn?

Umsækjendur að stéttarfélagi tölvunarfræðinga sem lokið hafa námi við íslenska háskóla þurfa einungis að skila inn vottorði um útskrift. Umsækjendur sem numið hafa við erlenda háskóla senda inn prófskírteini og lýsingu á námsleiðum ásamt einingafjölda.  

Sækja um aðild að ST.

Upplýsingar um starfsheitið tölvunarfræðingur.

Lög Stéttarfélags tölvunarfræðinga.

Stjórn Stéttarfélags tölvunarfræðinga

Jónas Friðrik Steinsson, formaður  jonas@steinsson.org
Björn Ingi Stefánsson, meðstjórnandi bjorn_ingi@simnet.is  
Björn Heimir Björnsson, meðstjórnandi  bjorn.bjornsson@gmail.com  
Einar Indriðason, varamaður einar.indrida@gmail.com

Kjarasamningar

Kjarasamningar við ríkið

Kjarasamningur við ríkið 2023. Niðurstaða atkvæðagreiðslu.

Kjarasamningur við ríkið 2020. (Breytingar á eldri samningi frá 2015).
Tvískipt yfirvinna - skýringar.
Launatöflur - gilda frá 1. apríl 2022.

Kjarasamningur við ríkið 2015.
Breytingar í nóvember 2015.
Rammasamkomulag 2015.
Kjarasamningur við ríkið september 2014.

Kjarasamningar við Reykjavíkurborg

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg 2023.
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg 2020.
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg 2016.
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg 2014.

Kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins (SA)

Kjarasamningur SA við ST o.fl. gildir frá 8. júlí 2021.

Aðlögun að vinnutímaákvæðum, 5. mars 2021.

Stofnanasamningar

Staðlað form stofnanasamnings.
Leiðbeiningar vegna staðlaðs form stofnanasamnings.

Hagstofan - nóvember 2023
Rannís - apríl 2023
Skatturinn - febrúar 2022 - Bráðabirgðasamkomulag janúar 2024
Lyfjastofnun - nóvember 2020
Tryggingastofnun - apríl 2018
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - júní 2020
Rannís - júlí 2020