VFÍ er fag- og kjarafélag verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi.

Þeir sem hafa áður verið skráðir félagar í VFÍ eða TFÍ geta sótt um endurinngöngu. Ekki þarf að senda inn upplýsingar nema viðkomandi hafi bætt við sig námi.

Endurinnganga í VFÍ er einföld í framkvæmd. Það þarf aðeins að fylla út rafrænt eyðublað. Ekki þarf að senda aftur inn upplýsingar um námsferil nema viðkomandi hafi bætt við sig námi frá því hann/hún var félagsmaður í VFÍ. Til dæmis ef viðkomandi var áður BS félagi en hefur nú lokið MS námi.

VFÍ er deildaskipt félag

Félagsmenn eiga ýmist aðild að Kjaradeild (almennir launþegar) eða Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi. 

Innan vébanda VFÍ starfa deildir  svo sem fagdeildir og landshlutadeildir.