Félagsgjöld

Félagsgjöld

Félagsgjöld í Verkfræðingafélagi Íslands eru með því lægsta sem gerist hjá sambærilegum félögum á Íslandi. Ekki er greitt hlutfall af launum heldur föst upphæð ár hvert.

Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi ár hvert fyrir næsta almanaksár.

Félagsgjald ársins 2017 er kr. 40.800.- (kr. 3400.- á mánuði).

Félagar búsettir erlendis greiða hálft félagsgjald. Ungfélagar, félagar sem eru í fullu námi og heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld. Félagar eldri en 70 ára og félagar 65 ára og eldri sem hættir eru störfum borga 1/10 hluta félagsgjalds.

Senda grein