Fréttir

Gagnlegur morgunfundur - 26.11.2008

Miðvikudaginn 26. nóvember var morgunfundur hjá Verkfræðingafélaginu undir yfirskriftinni „Heiti potturinn“. Þar gafst félagsmönnum tækifæri að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og rúnstykki. Ekki var um formlega dagskrá að ræða en Sveinn Ólafsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkís sagði frá erindi því sem hópur verkfræðinga kynnti nýverið fyrir iðnaðarnefnd Alþingis. Minnislistinn verður birtur í næsta tölublaði Verktækni.

Sameining verkfræðistofa - 18.6.2008

Í lok maímánaðar var samþykkt viljayfirlýsing um samruna Verkfræðistofunnar Línuhönnunar, Verkfræðistofu Suðurlands, RTS Verkfræðistofu og Verkfræðistofunnar Afls. Lesa meira

Grunnnámskeið í steypufræðum - 23.4.2008

Steinsteypufélag Íslands heldur námskeið í steypufræðum þriðjudaginn 29. apríl kl. 8:30 til 12:30. Námskeiðið er ætlað öllum sem koma nálægt steypu; framleiðendum, hönnuðum, eftirlitsmönnum auk annarra áhugamanna um steypu. Þetta er tækifæri til að læra eða rifja upp það helsta um steypu á mjög stuttum tíma. Lesa meira

Aðalfundur VFÍ - 1.4.2008

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 26. mars síðastliðinn.

Að þessu sinni var sjálfkjörið í stjórn VFÍ. Hrund Ólöf Andradóttir og Egill Þórðarson eru ný í stjórninni. Auk þeirra sitja í stjórn VFÍ: Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður, Björn Karlsson, varaformaður, Gísli Pálsson, Ásdís Elva Guðmundsdóttir og Magnús Gíslason varameðstjórnandi.

Lesa meira

Vinnustofa í samningatækni - 2.3.2008

Endurmenntun HÍ í samstarfi við MPM meistaranámið við verkfræðideild HÍ býður upp á vinnustofu í samningatækni. Kennari er Florence Kennedy sem er einn af fremstu sérfræðingum Breta á þessu sviði. Vinnustofan er ætluð þeim sem starfa við flókna samninga, útboðs- og tilboðsgerð, fjármálaþjónustu, launaviðræður, deilustjórnun og fleira.
Lesa meira

Samlokufundur verður 24. janúar - 18.1.2008

Sigurjón Þór Árnason, gæða og öryggisstjóri hjá TR kynnir nýútkomna bók sína "How to Achive 27001 Certification, An Example of Applied Compliance Management". Meðhöfundur hans er Keith D. Willett. Lesa meira

Landslagsarkitektúr og skipulagsmál - 11.1.2008

Föstudaginn 18. janúar verður haldin málstofa í Ársal á Hvanneyri um landslagsarkitektúr og skipulagsmál. Málstofan hefst klukkan 13:15 og lýkur um kl. 16:30. Hún er m.a. haldin í tilefni þess að í ár eru liðin 30 ár frá stofnun Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA. Lesa meira

Tafir á uppsetningu nýrra vefja - 9.1.2008

Eins og sagt hefur verið frá, bæði á vefjum félaganna og í Verktækni, þá hefur undanfarna mánuði verið unnið að gerð nýrra vefja fyrir VFÍ og TFÍ. Lesa meira

Nýtt tölublað Verktækni - 8.1.2008

Verktækni kom út í byrjun ársins. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Ebbu Þóru Hvannberg, deildarforseta verkfræðideildar Háskóla Íslands. Lesa meira