Fréttir

Verkið verður keypt en dyggðin ekki - 20.12.2010

Var yfirskrift ráðstefnu VFÍ sem haldin var í Norræna húsinu 17. nóvember. Viðfangsefnið var verkfræði og siðferðileg álitamál. Félagið fékk til liðs við sig öflugan hóp frummælenda og má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur heiðursfélaga VFÍ. Mjög góð mæting var á ráðstefnuna. Upptaka frá ráðstefnunni er hér.  Drög að nýjum siðareglum VFÍ.

Eldgos og hamfarir á Samlokufundi - 9.12.2010

samlokufundur

Ari Trausti Guðmundsson og Erlendur Birgisson voru gestir á Samlokufundi í dag, fimmtudaginn 9. desember. Ari kynnti bók sína: Eyjafjallajökull— stórbrotin náttúra sem er ein mest selda bók ársins, nú þegar hafa selst 12 þúsund eintök.  Bókin fjallar um ýmislegt tengt eldvirkni á Íslandi og um Kötlu en þó aðallega um báða fasa gossins í Eyjafjallajökli.  Erlendur kynnti bókina: Hamfarir á Haítí sem er gefin út til styrktar Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Bókin fjallar um ferð íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haítí í janúar sl.  Í bókinni segir frá björgunarleiðangrinum í máli og myndum. 

Árbók VFÍ og TFÍ 2010 er komin út - 7.12.2010

Árbók Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands 2010 er komin út. Ritstjóri Árbókarinnar er Ragnar Ragnarsson, verkfræðingur. Árbókin hefur verið send til allra félagsmanna en er til sölu á skrifstofu félaganna og kostar kr. 4.000.-

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga - 29.11.2010

Auður Finnbogadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga.

Í frétt á vef sjóðsins kemur fram að hún hefur um 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, þ.á.m. reynslu af eignastýringu.  Hún var framkvæmdastjóri MP verðbréfa frá stofnun til ársins 2003.  Á árunum  2003-2009 starfaði hún sjálfstætt við ráðgjöf tengda fjármálum og eignastýringu og rak eigið fjármálafyrirtæki, A Verðbréf hf., á árunum 2006-2008.  Einnig lagði hún stund á framhaldsnám og sinnti stjórnarstörfum á þessum tíma.   

Lesa meira

Afmælishátíð TFÍ 20. - 22. október - 19.10.2010

Tæknifræðingafélag Íslands fagnar 50 ára afmælinu í Háskólanum í Reykjavík dagana 20. - 22. október. Hátíðinni lýkur með móttöku fyrir félagsmenn og aðra boðsgesti í Nauthól. Allir eru velkomnir og er dagskrá Afmælisdaganna hér.

Áhugaverðustu sprotafyrirtækin - 6.10.2010

Eyþór Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Klaks, hefur tekið saman lista yfir áhugaverðustu sprotafyrirtækin. Eru þau 140 talsins. Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins var stofnað af Nýherja árið 2000 og fyrir þremur árum gerðist Háskólinn í Reykjavík samstarfs- og eignaraðili.

Fjölmennur fundur í Lífeyrissjóði verkfræðinga - 27.9.2010

Það var fullt út úr dyrum á aukaaðalfundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga sem var haldinn í dag. 357 sjóðfélagar mættu á fundinn. Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar um 5% skerðingu lífeyrisréttinda. Tólf buðu sig fram til setu í stjórn. Elísabet Árnadóttir og Þráinn Valur Hreggviðsson voru kosin til tveggja ára og Þrándur Ólafsson og Agni Ásgeirsson til eins árs. Varamenn eru: Jón Lárus Stefánsson, Ásdís Kristinsdóttir og Halldór Árnason.

Lesa meira

Nýjar siðareglur - 27.9.2010

Í nýjasta tölublaði Verktækni eru birt drög að nýjum siðareglum Verkfræðingafélags Íslands. Vinna við endurskoðun eldri reglna hófst fyrir réttu ári. Greinargerð nefndar sem gerði drögin má lesa hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin og koma ábendingum á framfæri fyrir 13. október með því að senda tölvupóst.

Fjórir hætta í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga - 22.9.2010

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fundurinn verður mánudaginn 27. september kl. 17:15 á Grand Hótel. Á vef sjóðsins kemur fram að á fundinum verður kosið um fjóra stjórnarmenn. Þar kemur einnig fram að Ingólfur Guðmundsson, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra í febrúar sl., hefur látið af störfum eftir að Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann teldist ekki hæfur til að gegna starfinu. VFÍ barst nýverið greinargerð um stöðu sjóðsins og aðgerðir stjórnarinnar frá Þorbergi S. Leifssyni og má lesa hana hér.

Námssjóður J.C. Möller - umsóknir - 22.9.2010

Verkfræðingafélag Íslands hefur umsjón með Námssjóði J.C. Möllers frá 6. október 1938. Úthlutað er styrkjum til efnilegra íslenskra stúdenta, sem stunda nám, eða ætla sér að stunda nám í tækniháskóla á Norðurlöndum. Umsóknarfrestur er til 30. september.

Lesa meira

Fagstéttir, hrunið og framtíðin - 1.9.2010

Á Samlokufundi fimmtudaginn 30. september munu Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur fjalla um fagstéttir, hrunið og framtíðina. Munu þeir ræða stöðu fagstétta með sérstöku tilliti til sjálfstætt starfandi sérfræðinga.  Ljóst er að fagstéttir hafa ekki það traust meðal almennings sem þær almennt höfðu áður. Hvaða áhrif hafði hrunið á þá þróun og hvað geta fagstéttir gert til þess að endurheimta þennan mikilvæga þátt í viðgangi sínum og hlutverki? eru meðal spurninga sem leitast verður við að svara. Fundurinn er í boði Félags stjórnenda og sjálfstætt starfandi tæknifræðinga (STFÍ) og eru allir félagsmenn TFÍ, SV og VFÍ velkomnir á fundinn.

 

Viðburðir framundan - 25.8.2010

Norrænn fundur um þróun og rannsóknir á sviði mannvirkjagerðar og mannvirkjarekstrar verður föstudaginn 3. september kl. 14-16 á Grand Hótel.
Fundurinn fer fram á ensku, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ráðstefnan  Driving Sustainability  verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en hún höfðar til þeirra sem taka þátt í og vilja fylgjast með þróun orku- og samgöngumála. Félagsmönnum VFÍ býðst 25% afsláttur af ráðstefnugjaldi til og með 30. ágúst eða miðinn á kr. 56.900.-

Verkfræðingar unnu golfmótið - 10.8.2010

Árlegt golfmót verkfræðinga og tæknifræðinga var haldið í fjórtánda sinn þann 6. ágúst. Mótið fór fram á golfvelli Golfklúbbs Hellu að Strönd á Rangárvöllum í góðu veðri. Verkfræðingar fóru með sigur af hólmi í sveitakeppninni, þriðja árið í röð.

VerkTækni golfmótið verður 6. ágúst - 30.6.2010

Árlegt golfmót verkfræðinga og tæknifræðinga, VerkTækni Opið, verður haldið á Strandarvelli við Hellu föstudaginn 6. ágúst. Nánari upplýsingar.

Sjóðfélagafundur Lífsverk - 11.6.2010

Sjóðfélagafundur var hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga 26. maí. Fundargerðin er birt á vefsíðu sjóðsins. Á fundinn mættu um 100 manns. Fjallað var um afskriftir á árunum 2008 - 2010, eignasafn sjóðsins, tryggingafræðilega stöðu og fjárfestingarstefnu. Þá urðu umræður um stöðu stjórnarmanna í kjölfar þess að vantrausttillaga á stjórn sjóðsins var samþykkt á aðalfundi sem haldinn var 22. apríl.

Sumarstarf fyrir byggingarverkfræðinema - 4.6.2010

Byggingarverkfræðideild Verkfræðingafélags Íslands (BVFÍ) og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (málræktarsvið) auglýsa eftir styrkþega til þess að vinna að þróunarverkefni um íðorðagerð í byggingarverkfræði í sumar. Nánari upplýsingar.

Fyrirlestrar um vatnsveitumál - 20.5.2010

Áhugaverðir fyrirlestrar um vatnsveitumál á vegum Vatnsveitu og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) og Háskóla Íslands verða fimmtudaginn 27. maí kl. 16-18 í VR-II stofu 158. Lesa meira

BVFÍ í Landeyjahöfn - 10.5.2010

bvfi_landeyjahofn1Um 20 félagsmenn tóku þátt í vettvangsferð BVFÍ í Landeyjahöfn laugardaginn 8. maí. Hópurinn naut leiðsagnar sérfræðinga Siglingastofnunar og þáði hádegisverð hjá Suðurverki sem er verktaki framkvæmdarinnar. Í leiðinni var aðalfundur BVFÍ haldinn í vinnubúðum Suðurverks. Sem nýir meðlimir í stjórn voru kjörin þau Ingibjörg Guðmundsdóttir og Smári Ólafsson í stað Þeirra Péturs Bjarnasonar og Skúla Þórðarsonar sem lokið hafa tveggja ára setu í stjórn. Þau mynda nýja stjórn ásamt þeim Böðvari Tómassyni og Herði Bjarnasyni sem sitja sitt annað starfsár, en Böðvar verður jafnframt formaður nýrrar stjórnar. (Mynd: Skúli Þórðarson).

Lesa meira

Aðalfundur BVFÍ - Landeyjarhöfn - 30.4.2010

Aðalfundur Byggingarverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, BVFÍ, verður haldinn laugardaginn, 8. maí n.k. um kl. 14.00. Fundurinn verður samhliða vettvangsferð félagsmanna í Landeyjarhöfn í Bakkafjöru. Framkvæmdir við höfnina, grjótnám, vegagerð og hugsanlega ummerki gossins verða skoðuð með sérfræðingum á staðnum. Nánari dagskrá ferðarinnar verður auglýst á næstu dögum, en gert er ráð fyrir að rúta fari frá Verkfræðingahúsinu við Engjateigi 9 kl. 9.00 og komi til baka um kl. 18.00. Athugið að á aðalfundinum verða teknar fyrir lagabreytingar.

Vantraust á stjórn Lífsverk - 20.4.2010

Síðdegis í dag, 20. apríl, var haldinn aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Þar bar helst til tíðinda að í lok fundar var samþykkt vantrausttillaga á stjórn sjóðsins og hún hvött til að segja af sér. Áður hafði verið samþykkt tillaga stjórnar um 10% skerðingu réttinda sjóðfélaga. Tryggingafræðileg staða er neikvæð um 14,8% en samþykktir kveða á um að skerða beri réttindi ef hún er neikvæð um meira en 10%. Þess ber að geta að réttindi sjóðfélaga í Lífsverk voru einnig skert um 10% í fyrra. Nánar í frétt á vefsíðu Lífsverk.

Stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur - 15.4.2010

fru_vigdisVigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands stendur á tímamótum á árinu 2010 því að auk stórafmælis hennar 15. apríl nk. verða liðin 30 ár frá þeim sögulega atburði þegar Íslendingar, fyrstir þjóða, kusu konu til forseta í lýðræðislegri kosningu hinn 29. júní 1980.

Í tilefni af stórafmæli Vigdísar hinn 15. apríl efnir Háskóli Íslands, ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg í samvinnu við samtök sem tengjast hugðarefnum og starfsvettvangi Vigdísar til hátíðardagskrár í Háskólabíói á afmælisdaginn kl. 16.30-18.00 sem ber yfirskriftina: Þú siglir alltaf til sama lands. Verkfræðingafélag Íslands hefur tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar en Vigdís er heiðursfélagi VFÍ og hefur ávallt sýnt félaginu mikla velvild. Faðir hennar, Finnbogi Rútur Þorvaldsson, var prófessor í verkfræði við HÍ. Hann sat í stjórn VFÍ 1926-33 og var formaður félagsins 1938-40 og 1948-50. Bróðir Vigdísar, Þorvaldur, var við nám í verkfræði er hann lést í ágústmánuði 1952. Félagsmenn eru hvattir til að heiðra Vigdísi á afmælisdaginn og mæta á afmælishátíðina. Dagskrá afmælishátíðar.

Brunavarnaþing verður 16. apríl - 14.4.2010

Brunavarnaþing 2010 verður haldið föstudaginn 16. apríl í bíósal Hótels Loftleiða. Húsið opnar kl. 8 með skráningu og kaffi og kl. 8:30 hefst formleg dagskrá. Yfirskrift þingsins er burðarvirki og brunavarnir. Nánari upplýsingar eru í skjalinu.

Rýni 2010 - 13.4.2010

Frá árinu 1998 hefur Tæknifræðingafélag Íslands skipulagt árlegar námsferðir á erlenda grund fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga. Ferðir þessar hafa verið afar vinsælar og stundum færri komist að en viljað. Í ár er ferðinni heitið til Þýskalands, nánar tiltekið til Dresden, þar sem gist verður í fimm nætur. Gert er ráð fyrir allt að 60 þátttakendum í ferðina.

Lesa meira

Lausar stöður við Háskólann í Reykjavík - 13.4.2010

Tækni- og verkfræðideild HR auglýsir fjórar stöður lausar til umsóknar, tvær á byggingarsviði og tvær á véla- og rafmagnssviði.  Nánari upplýsingar. 

 

Aðalfundur VFÍ 2010 - 23.3.2010

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 17. mars s.l. Að þessu sinni var sjálfkjörið í stjórn félagsins. Ný í stjórn eru Jakob Ágústsson, vélaverkfræðingur og Guðrún Sævarsdóttir, efnaverkfræðingur. Auk þeirra sitja í stjórn VFÍ: Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður, Egill Þórðarson, Magnús Gíslason, Ragnar K. Pálsson og Sveinbjörg Sveinsdóttir. Ársskýrsla VFÍ með ársreikningum fyrir starfsárið 2009-2010. Vinsamlega athugið að í umfjöllun um Siðanefnd VFÍ féll niður nafn eins nefndarmanns, Steinars Friðgeirssonar, beðist er velvirðingar á því.

Aðalfundur VFÍ verður 17. mars - 12.3.2010

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn næsta miðvikudag, 17. mars í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundurinn hefst með erindi kl. 16:00.—Pálína Gísladóttir, byggingarverkfræðingur mun kynna 3D/BIM verkefni Mannvits á undanförnum árum m.a. Hörpu, HR og Verne. Að loknu erindinu verða umræður um þróun BIM og möguleika í framtíðinni. Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast að loknu kaffihléi kl. 17:00.

Lesa meira

Vel heppnaður vinnufundur - 10.3.2010

IMG_3548Föstudaginn 5. mars var vinnufundur um siðareglur VFÍ. Var hann með „þjóðfundarformi” og þótti takast afar vel. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr félagaskrá VFÍ og skrá Iðnaðarráðuneytis yfir þá sem hafa fengið leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Einnig gátu áhugasamir skráð sig til þátttöku. Niðurstöður fundarins verða efniviður nefndar sem mun gera nýjar siðareglur fyrir félagið og er ráðgert að leggja þær fram á aðalfundi 2011 til samþykktar.

Vinnufundur um siðareglur VFÍ - 24.2.2010

Vinnufundur um siðareglur Verkfræðingafélags Íslands verður föstudaginn 5. mars kl. 13-16. Fundurinn verður með „þjóðfundarformi". Þátttakendur voru valdir af handahófi úr félagaskrá VFÍ og einnig skrá iðnaðarráðuneytis yfir þá einstaklinga sem hafa hlotið leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Þeir verkfræðingar sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum, en lentu ekki í úrtakinu, eru eindregið hvattir til að hafa samband við Árna B. Björnsson, framkv.stj. VFÍ.

Þrjú sæmd heiðursmerki VFÍ - 8.2.2010

IMG_3473Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands, sem haldin var 6. febrúar sl., voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins. - Áslaug Haraldsdóttir verkfræðingur, Logi Elfar Kristjánsson verkfræðingur og Páll Theódórsson eðlisfræðingur. Á myndinni eru Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður VFÍ, Logi Kristjánsson, Páll Theódórsson og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri félagsins. Áslaug Haraldsdóttir er búsett í Bandaríkjunum og var ekki viðstödd afhendinguna. Móttaka henni til heiðurs verður á vormánuðum og fær hún þá heiðursmerkið afhent ásamt viðurkenningarskjali.

Árshátíð VFÍ verður 6. febrúar - 26.1.2010

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 6. febrúar 2010. - Fordrykkur, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og hljómsveit leikur fyrir dansi. Miðapantanir á skrifstofu VFÍ í síma: 535 9300 eða með tölvupósti. Upplýsingar um matseðil og dagskrá.

Laust starf hjá Matís - 11.1.2010

Matís vill ráða verkfræðing eða tæknifræðing til starfa í Vestmannaeyjum. Starfið felst m.a. í því að efla starfsemi Matís á sviði vinnslutækni og þróa ný atvinnutækifæri. Nánari upplýsingar.