Fréttir

Andlát: Søren Langvad - 17.12.2012

thumbs_soeren_langvad_01[1]Søren Langvad fyrrum stjórnarformaður Ístaks og heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands lést laugardaginn 15. desember, 88 ára að aldri. Hann kom að öllum stórum virkjunarframkvæmdum á Íslandi í rúmlega hálfa öld á vegum fjölskyldufyrirtækis síns, Pihl & Søn og Ístaks. Søren Langvad sýndi Verkfræðingafélagi Íslands alla tíð mikinn velvilja. Hann var gerður að heiðursfélaga VFÍ árið 1998. Það er sæmdarheiti sem aðeins hlotnast þeim sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf.

Lesa meira

VFÍ í 100 ár er komin út - 14.12.2012

vfi_bok_nr2Bókin VFÍ í 100 ár – Saga Verkfræðingafélags Íslands er nýkomin úr prentun. Þetta er vænn gripur með fróðlegum texta og fjölda mynda. Þeim sem skráðu sig á heillaóskaskrána er vinsamlega bent á að sækja eintak á skrifstofu félagsins. Bókin er sú sjöunda í ritröð VFÍ sem hófst á 90 ára afmæli félagsins með útgáfu bókarinnar Frumherjar í verkfræði á Íslandi. - Upplýsingar um ritröðina.

Umsóknir um orlofsdvöl - 14.12.2012

Eftir 15. desember verður hægt að sækja um orlofsdvöl í orlofshúsum VFÍ fyrir tímabilið janúar til maí 2013. Vinsælu vetrarfrísvikunni verður þó úthlutað sérstaklega. Það er að þessu sinni almanaksvika átta, frá 21. til 27. febrúar 2013. Sama gildir um páskavikuna, frá 28. mars til 3. apríl. Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni. OVFÍ hvetur félagsmenn sína til að senda inn umsóknir um dvöl í orlofsbústöðum félagsins í Hraunborgum, Húsafelli og Akureyri sem allra fyrst, umsóknir þurfa að berast fyrir 15. janúar 2013.

Markaðslaunatafla 2012 - 6.12.2012

Markaðslaunatafla 2012 er kominn á vefinn. Markaðslaun teljast allar greiðslur sem verkfræðingurinn fær fyrir þann vinnutíma sem almennt telst vera dagvinnutími á hverjum tíma. Til markaðslauna teljast ekki greiðslur fyrir unna yfirvinnu né heldur hvers konar endurgreiðslur á útlögðum kostnaði.

Kristinn gestur í Okkar á milli - 6.12.2012

Kristinn Andersen formaður VFÍ var gestur í þættinum Okkar á milli á Rás 1 í morgun. Hér má hlusta á þáttinn.

Ársfundur Verkfræðistofnunar - 20.11.2012

Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður þriðjudaginn 27. nóvember  kl. 16:00 - 17:30. Fundurinn verður í Öskju, Salur N-132. Sérstakt umræðuefni verður Olíuleit við Ísland: - Fjársjóður eða firring. Lesa meira

Munið líkamsræktarstyrkina - 14.11.2012

Félagar í sjúkra- og styrktarsjóðum VFÍ eru minntir á að styrkur til líkamsræktar er greiddur einu sinni á hverju almanaksári. Þeir sem ekki hafa nýtt sér styrk árið 2012 eru hvattir til að senda inn umsókn fyrir lok nóvember. Rafrænt umsóknareyðublað er á vefnum. Veljið „Kjaramál" á stikunni hér fyrir ofan og síðan ykkar sjóð.

Námskeið: CE-merking véla - 11.11.2012

Staðlaráð Íslands, VFÍ og TFÍ standa fyrir námskeiði um CE-merkingu véla. Um er að ræða tveggja daga námskeið og verður það haldið í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, dagana 20. og 21. nóvember. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki þýðingu CE-merkisins, læri að greina hvort einstakar vélar falli undir vélatilskipun ESB og þekki þau atriði sem huga þarf sérstaklega að við breytingar á vélum sem eiga að vera CE-merktar. Þátttökugjald er kr. 45 þúsund. Skráning er á skrifstofu VFÍ og TFÍ. Upplýsingar.

Vinnustofa: Áhrifaríkari kynningar - 7.11.2012

VFÍ og TFÍ halda í vinnustofu í samvinnu við Dale Carnegie sem fjallar um áhrifaríkar kynningar. Vinnustofan verður þriðjudaginn 13. nóvember kl. 8:30 - 10:00 í húsnæði Dale Carnegie að Ármúla 11, 3. hæð. Skoðaðar verða leiðir til að gera kynningar faglegri, kraftmeiri og áhugaverðari.

Lesa meira

Rannsóknir Vegagerðarinnar - 31.10.2012

Föstudaginn 9. nóvember verður árleg ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar. Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og verður í Hörpu, Kaldalóni.

Lesa meira

Laust á Akureyri í vetrarfríi - 8.10.2012

Íbúð Orlofssjóðs VFÍ (OVFÍ) að Sómatúni 1 á Akureyri er laus til úthlutunar vetrarfrísvikuna 18. til 24. október næstkomandi. Sömu reglur gilda um þessa viku og um páska- og sumarúthlutun, þ.e. miðað er við fjölda stiga.

Lesa meira

Aðalfundur Íshljóðs - 18.9.2012

Boðað er til aðalfundar ÍSHLJÓÐS (hingað til kallað „Faghópur um hljóðhönnun
innan vébanda VFÍ og TFÍ“) fimmtudaginn 27. september 2012 kl. 16-18.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Eflu hf. að Höfðabakka 9, 2. hæð, matsal. Á fundinum verður tekin fyrir tillaga að lögum félagsins. Dagskrá aðalfundar.

Lesa meira

Eftirsótt sérþekking Íslendinga á nýtingu jarðvarma - 17.9.2012

Hlutfall orku- og orkutengdra verkefna í heildarveltu verkfræði- og þjónustufyrirtækja hefur aukist að meðaltali frá árinu 2008. Þessa aukningu má að mestu rekja til eftirspurnar erlendir frá eftir íslenskri sérþekkingu og reynslu. Sjö af átta stærstu verkfræði- og þjónustufyrirtækjum landsins eru nú með starfsemi erlendis, m.a. í Chile, Kenía, Eþíópíu, Nýja-Sjálandi, Grænlandi og Noregi. Verkefnin sem fyrirtækin sinna eru flest á sviði jarðhita, t.a.m. ráðgjafarvinna, úrvinnsla á jarðhitarannsóknum, þjálfun og kennsla.Um 200 starfsmenn íslenskra verkfræðistofa eru nú staðsettir erlendis. Frá þessu er sagt í frétt á vef Íslandsbanka sem hélt morgunverðarfund um íslenska orkumarkaðinn þann 14. september.

Lesa meira

Vinsælar vikur í vetrarfríum - reglur - 11.9.2012

Stjórn Orlofssjóðs VFÍ (OVFÍ) hefur ákveðið að úthluta vinsælu vetrarfrísvikunum sérstaklega, þetta eru vika 42 frá 18. til 24. október og vika 8 frá 21. til 27. febrúar 2013. Sömu reglur gilda um þessar vikur og um páska- og sumarúthlutun, þ.e. miðað er við fjölda stiga. Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni. OVFÍ hvetur félagsmenn sína til að senda inn umsóknir um dvöl í orlofsbústöðum félagsins í Hraunborgum, Húsafelli og Akureyri sem allra fyrst, úthlutað verður í lok september. Umsóknir um dvöl í í orlofshúsum í febrúar þurfa að berast fyrir 15. janúar 2013.

Lesa meira

Líkan af rennslisvirkjum Urriðafossvirkjunar - Opið hús
- 30.8.2012

Landsvirkjun hefur látið gera líkan af flóðgáttum, inntaki og seiðafleytu við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun. Líkanið er byggt í kvarða 1:40 í líkanhúsi Siglingastofnunar og er gert í beinu framhaldi af gerð sambærilegs líkans af flóðgáttum og inntaki fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Verkís er hönnuður mannvirkja Urriðafossvirkjunar og Mannvit hönnuður mannvirkja Hvammsvirkjunar. Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur hafa haft umsjón með gerð líkananna og eru þau meistaraverkefni þriggja meistaranema.
Með líkaninu af virkjum Urriðafossvirkjunar, sem nú er uppsett, er prófuð virkni flóðgátta og seiðafleytu og niðurstöður nýttar við endanlega hönnun.

Opið hús fyrir verður föstudaginn 31. ágúst kl. 14:00 - 16:00 í líkanhúsi Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi. Félagsmenn VFÍ og TFÍ eru velkomnir.

 

Vetrarúthlutun OVFÍ - nýjar reglur - 22.8.2012

Þar sem ásókn í orlofshús og íbúð Orlofssjóðs VFÍ fer vaxandi hafa verið teknar upp nýjar vinnureglur. Hver sjóðfélagi getur einungis fest sér eina viku að hausti og aðra að vori með löngum fyrirvara. Hægt verður að bóka orlofshúsin og íbúðina á Akureyri fyrir 2013 um miðjan desember 2012. Ef orlofshús eða íbúð er laust með skömmum fyrirvara þá er sjálfsagt að leigja sjóðfélaga þó að hann hafi fest sér aðra viku. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða á haustin og veturna en áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu með tölvupósti. Athugið að vegna mikillar aðsóknar gilda sérstakar úthlutunarreglur um orlofsvikur í vetrarfríum grunnskólanna.

Úthlutun úr Rannsóknarnámssjóði 2012 - 4.7.2012

Stjórn Rannsóknarnámssjóðs hefur úthlutað styrkjum til nýrra verkefna fyrir þetta ár. Að þessu sinni var rúmum 94 milljónum króna úthlutað til 17 verkefna. Í boði voru styrkir til bæði meistara- og doktorsverkefna. Frá þessu er greint í frétt á vef Rannís

 

Ný kjarakönnun VFÍ - 18.6.2012

Kjarakönnun VFÍ 2012 er birt hér á vefnum. Þar má einnig nálgast eldri kannanir. Spurt var um árslaun 2011 og febrúarlaun 2012. Könnunin var gerð á rafrænan
hátt og sá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um bæði framkvæmd og úrvinnslu. Svarhlutfall var um 32%.

Tabula Gratulatoria - 25.5.2012

Verkfræðingafélag Íslands átti 100 ára afmæli 19. apríl síðastliðinn. Í tilefni þessara tímamóta kemur út 100 ára saga félagsins. Ritstjóri bókarinnar er Sveinn Þórðarson sagnfræðingur. Vel er vandað til verksins, bókin verður glæsileg og skreytt fjölda mynda. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á Tabula Gratulatoria listann sem mun birtast í bókinni og festa í leiðinni kaup á bókinni fyrir 4.800 krónur en bókin mun kosta 6.800 krónur í almennri sölu.

Lesa meira

Nýr forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs - 23.5.2012

Dr. Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf., tekur við starfi forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 1. júlí nk. Hilmar Bragi hefur í 20 ár verið í forystu rannsókna- og þróunarstarfs Össurar, sem er eitt framsæknasta fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þess má geta að Hilmar var í hópi þeirra einstaklinga sem hlutu Aldarviðurkenningu VFÍ á afmælishátíð félagsins í Hörpu 19. apríl. Frétt á vef HÍ.

Meistaradagur í HÍ - 23.5.2012

Fimmtudaginn 24. maí verður Meistaradagur verkfræðinga og tölvunarfræðinga í Háskóla Íslands. Dagskráin hefst með fyrirlestri Úlfars Linnet: Vindorka á Íslandi: Möguleikar og næstu skef. Úlfar er deildarstjóri rannsóknardeildar Landsvirkjunar. Dagskrá Meistaradagsins. 

Orlofsuppbót - 22.5.2012

Samkvæmt almennum kjarasamningum greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Við útreikning orlofsuppbótar er litið til starfstíma og starfshlutfalls á síðasta orlofsári, þ.e. frá 1. maí 2011 til 30. apríl 2012. Athugið að í kjarasamningi VFÍ við FRV er ekki kveðið á um greiðslu orlofs- eða desemberuppbótar. Upplýsingar um orlofsuppbætur eru hér.

Vel heppnuð Söguganga - 19.5.2012

soguganga_vfiSöguganga VFÍ fór fram í dag í blíðskaparveðri og þótti takast vel. Stefán Pálsson sagnfræðingur fræddi hópinn um merkilega staði í Laugardalnum og nágrenni. Eftir tveggja klukkustunda göngu var boðið upp á hressingu í Verkfræðingahúsi. Ganga um þetta svæði Reykjavíkur er vel við hæfi á 100 ára afmæli VFÍ því það tengist sögu og þróun Reykjavíkur með margvíslegum hætti, ekki hvað síst á sviði verkfræði og tækniþróunar. Hagnýting jarðhita, vegalagning, sundlaugagerð og þróun skipulagsmála er þar allt innan seilingar.

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár - 2.5.2012

Í gær, fimmtudaginn 3. maí, voru tilkynnt um úrslit í samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa og hjólaleið um norðurenda Geirsnefs. Höfundar vinningstillögunnar voru frá Teiknistofunni Tröð, þau Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir arkitektar. „Einfalt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna,“ segir í áliti dómnefndar um verðlaunatillöguna. „Styrkur tillögunnar er tvímælalaust einfalt og sterkt burðarform, sem felur í sér nýstárlega nálgun viðfangsefnisins.“ Dómnefndin reiknar með að mannvirkið geti orðið ákveðið kennileiti og vakið áhuga fólks til útivistar á svæðinu. Þrjár tillögur voru valdar á annað þrep samkeppninnar og verða þær til sýnis í Ráðhúsinu 7. - 14. maí. Sigurður Ragnarsson, byggingarverkfræðingur, var fulltrúi VFÍ í dómnefndinni.

Lesa meira

Björn og Gígja unnu afmælishlaup VFÍ - 19.4.2012

IMG_4335Rúmlega 30 verkfræðingar sprettu úr spori í 5 kílómetra afmælishlaupi VFÍ sem haldið var í samstarfi við Víðavangshlaup ÍR. Björn Margeirsson vann í karlaflokki en Gígja Gunnlaugsdóttir var spretthörðust í hópi kvenna. Þess má geta að 50 ára aldursmunur var á elsta og yngsta þátttakanda í afmælishlaupi VFÍ sem heppnaðist einstaklega vel í fallegu sumarveðri.

Lesa meira

VFÍ er 100 ára! - 18.4.2012

Á Sumardaginn fyrsta, 19. apríl, verður Verkfræðingafélag Íslands 100 ára. Félagsmenn eru hvattir til að fagna þessum tímamótum á afmælishátíð í Hörpu (Silfurberg) kl. 16-18. Boðskort var sent til allra félagsmanna.

Fyrr um daginn verður Afmælishlaup VFÍ í samstarfi við Víðavangshlaup ÍR. Hlaupnir verða 5 km. Upplýsingar eru í frétt hér að neðan en skráning er á hlaup.is

Á hátíðinni verður afhent Aldarviðurkenning VFÍ. Verðlaunin eru veitt í þremur megin flokkum sem hver hefur sína yfirskrift.

Lesa meira

Afmælishlaup VFÍ - 14.4.2012

Á sumardaginn fyrsta 19. apríl, sem jafnframt er 100 ára afmælisdagur VFÍ, verður efnt til Afmælishlaups VFÍ í samstarfi við Víðavangshlaup ÍR. Hlaupnir verða 5 kílómetrar. Hlaupagikkir í hópi félagsmanna eru eindregið hvattir til að taka þátt. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki en sigurvegari í hvorum flokki fær til eignar listmun sem tengist afmælisárinu. Vinsamlega athugið að til að tryggja þátttöku í Afmælishlaupinu þarf að taka fram að viðkomandi sé félagsmaður í VFÍ. Verðlaunaafhending fer fram við Ráðhúsið í Reykjavík strax að hlaupi loknu. Skráning er á hlaup.is  

Lesa meira

Sumarúthlutun OVFÍ 2012 - 3.4.2012

Sumarbæklingur Orlofssjóðs Verkfræðingafélags Íslands er birtur hér á vefnum. Sjóðfélagar vinsamlega athugið að umsóknarfrestur er til 13. apríl. Félagar í Orlofssjóði VFÍ eru þeir félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn. Iðgjöld í sjóðinn eru 0,25% af launum og eru greidd af vinnuveitanda. Í sjóðinn er nú greitt fyrir verkfræðinga hjá ríki og Reykjavíkurborg auk flestra á almennum markaði að undanskildum verkfræðistofum, en þær skila í undantekningartilvikum greiðslum í sjóðinn. Rafrænt umsóknareyðublað. Úthlutunarreglur.

VFÍ 100 ára - Afmælishátíð 19. apríl - 2.4.2012

Nú er runninn upp afmælismánuður VFÍ en félagið verður 100 ára þann 19. apríl. Á afmælisdaginn verður glæsileg hátíð í Hörpu og munu félagsmenn fá boðskort í pósti á næstu dögum. Afmælisins er minnst með ýmsum hætti eins og sjá má á dagskrá afmælisársins.

Verkfræðinemar hlutu Gulleggið 2012 - 2.4.2012

Gull-073Viðskiptahugmynd fimm verkfræðinema varð hlutskörpust í frumkvöðlakeppni Innovit og hreppti þar með Gulleggið 2012. Sigurvegararnir eru öll á lokaári við Háskóla Íslands. Þau eru Ingunn Guðbrandsdóttir, Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn Bergsteinn Magnússon og Vaka Valsdóttir. Sprotafyrirtæki þeirra, RemindMe, vinnur að frumgerð sjálfvirks, læsanlegs lyfjaskammtara sem stuðlar að markvissari lyfjameðferð.

Lesa meira

Aðalfundur - Lagabreytingar samþykktar - 23.3.2012

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn í gær, 22. mars.  Lagabreytingar voru samþykktar samhljóða. Í þeim felst að Kjararáð heitir nú Kjaradeild og skerpt er á hlutverkum Kjaradeildar annars vegar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi hins vegar.  Að þessu sinni var sjálfkjörið í stjórn félagsins. Nýir í stjórn eru Bjarni G. P. Hjarðar og Páll Gíslason. Auk þeirra sitja í stjórn VFÍ: Kristinn Andersen, formaður, Egill Þórðarson, Guðrún Sævarsdóttir og Arnór B. Kristinsson. Ársskýrsla VFÍ starfsárið 2011-12 með ársreikningum félagsins og sjóða í vörslu þess er hér.

Aðalfundur VFÍ 2012 - 19.3.2012

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. mars í  Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundurinn hefst kl. 16 á erindi Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings og útgefanda, sem hann nefnir: Færa þekking og tækni okkur hamingju á nýrri öld? Að erindinu loknu verður kaffihlé og formleg aðalfundarstörf hefjast kl. 17. Á aðalfundinum mun stjórn VFÍ leggja fram lagabreytingartillögur.  Hægt er að nálgast þær hér.

Lesa meira

Stjórn VFÍ ályktar um nýtingu orkuauðlinda - 13.3.2012

Í framhaldi af afmælisráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins hefur stjórn félagsins sent frá sér ályktun þar sem meðal annars er hvatt til þess að haldið verði áfram að nýta orkuauðlindirnar á sem fjölbreyttastan hátt að teknu tilliti til þess að um takmarkaða auðlind er að ræða. Einnig að hámarka verði heildarafrakstur orkuauðlindanna fyrir íslenskt samfélag. Félagið lýsir jafnframt vonbrigðum með þau inngrip sem gerð hafa verið í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða.

Lesa meira

Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs - 28.2.2012

Háskóli Íslands leitar að öflugum stjórnanda og leiðtoga fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum skólans.

Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Umsóknarfrestur er til 4. mars. Nánari upplýsingar eru á vef HÍ.

Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ - 27.2.2012

Nú gefst  kostur á að sækja um dvöl í orlofshúsum OVFÍ um páskana 2012. 

Í boði eru eftirtalin orlofshús: Stórarjóður 14 Húsafelli, Álfasteinssund 17 Hraunborgum Grímsnesi og Álfasteinssund 19 Hraunborgum Grímsnesi. Leigutíminn er frá  5. apríl til og með 11. apríl 2012.  Orlofsleiga er kr. 20.000

Lesa meira

Orlofsíbúð á Akureyri - 23.2.2012

somatun_akureyi

Orlofssjóður VFÍ hefur fest kaup á nýrri orlofsíbúð við Sómatún á Akureyri. Unnið er að frágangi innanhúss og fær sjóðurinn íbúðina afhenta 30. mars. Íbúðin er hin glæsilegasta, vel skipulögð með þremur svefnherbergjum. Ekki verður tekið við bókunum í íbúðina að sinni. Upplýsingar verða sendar með tölvupósti til sjóðfélaga og birtar hér á vefnum. Íbúðin er á efri hæð í fjögurra íbúða húsi sem sést hér á myndinni.

Lausn á myndagátum - 1.2.2012

Í tilefni af afmælisárshátíð VFÍ sem verður haldin á Hótel Sögu næstkomandi laugardag, 4. febrúar, var efnt til samkeppni um lausn á myndagátum. Um margra ára skeið samdi Sigurður Thoroddsen verkfræðingur myndagátur sem innihéldu dagskrá og matseðil hátíðarinnar. – Nú liggja úrslitin fyrir og verðlaunin, tvo miða á árshátíðina, fær Sæmundur E. Þorsteinsson.   

Lesa meira

Viltu vinna miða á árshátíðina? - Myndagátur - 13.1.2012

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 4. febrúar. Hátíðin verður óvenju glæsileg enda 100 ára afmæli félagsins framundan, nánar tiltekið  þann 19. apríl.
VFÍ hefur haldið árshátíð samfellt frá árinu 1945.  Um margra ára skeið samdi Sigurður Thoroddsen verkfræðingur myndagátur sem innihéldu dagskrá og matseðil hátíðarinnar. – Nú gefst félagsmönnum tækifæri á að leggja höfuðið í bleyti og leysa tvær gátur frá gamalli tíð.  Í verðlaun eru tveir miðar á árshátíðina.

 1) Myndagáta frá 1946. 2) Myndagáta árið 1952.  Senda skal úrlausnir í tölvupósti.

Nýr kjarasamningur við FRV samþykktur - 11.1.2012

Nýr kjarasamningur VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Samningurinn hefur því tekið gildi.  Nánari upplýsingar um samninginn eru hér.

Verkfræðingafélag Íslands 100 ára - 3.1.2012

afmaelisnefndÞann 19. apríl næstkomandi verður Verkfræðingafélag Íslands 100 ára. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti. Dagskrá afmælisársins verður birt hér á vefnum innan tíðar. Á afmælisdaginn, sem ber upp á sumardaginn fyrsta, verður glæsileg afmælishátíð í Hörpunni og er öllum félagsmönnum boðið til að fagna þessum merka áfanga. Á myndinni er afmælisnefnd VFÍ ásamt formanni félagsins f.v. Logi Kristjánsson, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Kristinn Andersen, formaður VFÍ, Egill Þórðarson og Hákon Ólafsson.