Fréttir

Línur eða strengir? - Samantekt og glærur - 13.12.2013

010Morgunfundur VFÍ og TFÍ um loftlínur og jarðstrengi var mjög vel sóttur. Um 150 manns voru á fundinum og af fjölda fyrirspurna mátti ráða að mörgum er málið hugleikið. Þorri Björn Gunnarsson, jarðtækniverkfræðingur hjá Mannviti fjallaði um framkvæmdakostnað við 220 kV jarðstrengjalagnir. Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Eflu flutti erindi um líftímakostnað 220 kV loftlína og jarðstrengja. Fundarstjóri var Snæbjörn Jónsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís.

Lesa meira

Línur eða strengir? - Morgunfundur - 10.12.2013

Föstudaginn 13. desember kl. 8:30 - 10:00 bjóða VFÍ og TFÍ til morgunfundar um kostnað við lagningu loftlína og jarðstrengja í flutningskerfinu hér á landi. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin.

Lesa meira

Vetrarboð Kvennanefndar - 6.12.2013

IMG_9569Vetrarboð Kvennanefndar VFÍ var haldið fimmtudaginn 5. desember. Þar var samfagnað með þeim konum sem luku verkfræðiprófi á árinu. Boðið var upp á léttar veitingar og stutta kynningu á starfsemi og þjónustu félagsins. Á árinu luku 90 konur BS eða MS prófi í verkfræði.

Lesa meira

Haustferð Austurlandsdeilda - myndir - 28.10.2013

IMG_3836Haustferð Austurlandsdeilda VFÍ og TFÍ var farin 18. október og þótti takast mjög vel. Fiskimjölsverksmiðja Eskju var skoðuð og uppsjávarveiðiskipið Jón Kjartansson. Þaðan var haldið í Randulffssjóhús þar sem var boðið upp á léttar veitingar.

Lesa meira

Verkefnahópar skipaðir - 25.10.2013

Á almennum fundi þar sem farið var yfir samantekt stefnumótunarhóps VFÍ var skipað í þrjá verkefnahópa. Viðfangsefnin eru: tölfræði um verkfræði og verkfræðinga, símenntun og útgáfumál. Einnig verður skipaður hópur um Gerðardóm VFÍ. Starf í hópunum er að byrja og er enn tækifæri fyrir félagsmenn að taka þátt í starfi þeirra.

Lesa meira

Orlofssjóður - breyttar reglur - 9.10.2013

Stjórn Orlofssjóðs VFÍ hefur ákveðið að breyta reglum um bókanir á orlofshúsum. Frá og með 9. október verður hægt að bóka orlofsdvöl fram í maí. Hver sjóðfélagi getur einungis fest sér eina viku að hausti og aðra að vori með löngum fyrirvara. Sérstakar reglur gilda um úthlutanir um páska og í vetrarfríum grunnskólanna. Upplýsingar og staða bókana.  Áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu með tölvupósti.

Umsóknir um orlofsdvöl í vetrarfríum - 13.9.2013

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 19. september vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni tvær: Vika 42, tímabilið 17/10 – 23/10 og vika 43, tímabilið 24/10-30/10.
Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu. Orlofshús félagsins eru í Húsafelli, Hraunborgum og Akureyri. Áhugasamir sendi tölvupóst.

 

Orlofssjóður - vetrarúthlutun - 15.8.2013

IMG_0114Nú er hægt að sækja um dvöl í orlofshúsum VFÍ í vetur. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en áhugasamir geta snúið sér beint til skrifstofunnar með því að senda tölvupóst.Hver sjóðfélagi getur einungis fest sér eina viku að hausti og aðra að vori með löngum fyrirvara. Ef orlofshús er laust með skömmum fyrirvara þá er sjálfsagt að leigja sjóðfélaga þó að hann hafi fest sér aðra viku.

Athugið að vegna mikillar aðsóknar gilda sérstakar úthlutunarreglur um orlofsvikur í vetrarfríum grunnskólanna og páska.Um miðjan desember verður byrjað að taka við bókunum fyrir árið 2014. Nánari upplýsingar og staða bókana.

Brautryðjandi í Fréttablaðinu - 2.7.2013

bilde

Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Sigríði Á. Ásgrímsdóttur. Hún er einn brautryðjendanna sem Kvennanefnd VFÍ heiðraði fyrir að hafa riðið á vaðið í verkfræðinámi. „Sem unglingi gekk mér frekar vel í stærðfræði, eðlisfræði og teikningu og sú hugsun var rík í mér að láta kynferði mitt ekki aftra mér frá því að læra það sem mér dytti í hug. Ég vildi verða sjálfstæð í lífinu og umfram allt forðast að lenda í einhverjum kvennafarvegi," segir Sigríður sem lauk námi í rafmagnsverkfræði árið 1968 fyrst íslenskra kvenna.

Niðurstöður Kjarakönnunar 2013 - 19.6.2013

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2013 liggja fyrir. Þær má nálgast hér.

Taktu þátt í starfi VFÍ - 19.6.2013

Hjá Verkfræðingafélagi Íslands er unnið að mörgum og áhugaverðum verkefnum sem félagsmenn geta tekið þátt í. Nú liggur fyrir verkefnaáætlun sem byggir á stefnu félagsins og þar eru fjölbreytt viðfangsefni sem eiga að styrkja félagsstarfið. Stjórn VFÍ vill gjarnan fá breiðan hóp félagsmanna til liðs við sig til að móta stefnuna og útfæra betur. Verkefnalistann má nálgast hér.

IEEE og merkjafræði - 29.5.2013

166

Í tilefni af veitingu heiðursviðurkenningarinnar Rafmagnsverkfræðingur ársins er staddur hér á landi Dr. Martin Bastiaans formaður svæðis 8 í IEEE. Hann var gestur á  Samlokufundi  og kynnti samtökin og þá þróun sem á sér stað á svæði 8. Að lokinni kynningunni um IEEE flutti Martin tæknilegan fyrirlestur á sérsviði hans sem bar yfirskriftina: Time-frequency signal representations.

Meistaradagur Verkfræðistofnunar - 22.5.2013

Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður á morgun, fimmtudaginn 23. maí, kl. 12-17 í VR-II. Meistaradagurinn hefst á tveimur fyrirlestrum og ávarpi 20 ára verkfræðinga frá HÍ. Síðan taka við kynningar meistaranema. Dagskráin er hér.

Samhliða forritun - glærur - 22.5.2013

Kristleifur Daðason og Ársæll Þór Jóhannsson frá fyrirtækinu Videntifier Technologis voru nýverið fyrirlesarar á Samlokufundi. Þar kynntu þeir fyrirtækið og samhliða forritun fyrir skjákort. Hér má nálgast glærur.

Aðalfundur BVFÍ verður 23. maí - 15.5.2013

Aðalfundur byggingarverkfræðideildar VFÍ, BVFÍ, verður haldinn fimmtudaginn 23.maí í Verkfræðingahúsinu að  Engjateig 9.
Á undan fundinum munu fulltrúar nýs Landspítala kynna fyrirhugaða byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Kynningin hefst klukkan 16.

Lesa meira

Ráðstefna um lífeyriskerfið - 16.4.2013

Lífeyriskerfið - okkar eign og áhætta er yfirskrift hálfsdags ráðstefnu sem verður fimmtudaginn 18. apríl. Að ráðstefnunni standa Rannsóknarsetur HR í áhættustjórnun, Stiki og Landssamtök lífeyrissjóða. Upplýsingar og skráning.

Sumarbæklingur OVFÍ - 27.3.2013

Sumarbæklingur Orlofssjóðs VFÍ er hér á vefnum. Rafrænt umsóknareyðublað er einnig á vefnum og frestur til að skila inn umsóknum er til 14. apríl.

Ársskýrsla VFÍ 2012-2013 - 22.3.2013

Aðalfundur VFÍ var haldinn í gær fimmtudag, 21. mars. Ársskýrslan inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefnda og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.

Lesa meira

Aðalfundur VFÍ verður 21. mars - 20.3.2013

engjateigur

Aðalfundur VFÍ verður haldinn fimmtudaginn 21. mars í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.

Fundurinn hefst kl. 16 á erindi Bjarna Bessasonar, prófessors um bókina Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Bókin er sannkallað stórvirki og gefur einstakt yfirlit yfir þekkingu Íslendinga á þessum þáttum íslenskrar náttúru.

Að erindinu loknu verður kaffihlé og formleg aðalfundarstörf hefjast kl. 17.

Lesa meira

Metaðsókn á fund um myglu - 14.3.2013

041

Það var fullt út úr dyrum á Samlokufundi í hádeginu í dag um mygluvandamál í húsum. Fyrirlesarar voru Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá ÍAV og Bjarte Sæthre, sérfræðingur hjá Mycoteam í Osló. Ríkharður sagði frá sveppafaraldri í nýjum húsum á Austurlandi en fyrirlestur Bjarte fjallaði um rakavandamál og myglusveppi í þökum með þunnu loftunarbili. Á myndinni er Ríkharður Kristjánsson að flytja mál sitt.

Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ - 20.2.2013

Nú gefst kostur á að sækja um dvöl í orlofshúsum OVFÍ um páskana 2013. Orlofshús sem í boði eru: Stórarjóður 14, Húsafelli, Álfasteinssund 17 og 19 í Hraunborgum Grímsnesi. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar.

Leigutíminn er frá 28. mars til og með 3. apríl 2013.  Orlofsleiga er kr. 20.000.-  

Lesa meira

Heiðursveitingar á árshátíð VFÍ - 4.2.2013

02_04_2013Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands sem haldin var 2. febrúar voru fjórir verkfræðingar heiðraðir. Guðmundur G. Þórarinsson var útnefndur heiðursfélagi sem er æðsta viðurkenning félagins. Ólafur Haralds Wallevik, Ragnhildur Geirsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson voru sæmd heiðursmerki félagsins. Á myndinni eru þau fjögur ásamt Kristni Andersen formanni VFÍ og Árna B. Björnssyni, framkvæmdastjóra VFÍ.

Lesa meira

Dagskrá árshátíðar VFÍ - 22.1.2013

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður laugardaginn 2. febrúar í Súlnasal Hótels Sögu. Nú er um að gera að tryggja sér miða með því að hringja á skrifstofuna í síma 535 9300 einnig má senda tölvupóst. Dagskrá árshátíðar VFÍ 2013.

VFÍ er bakhjarl First Lego - 18.1.2013

VFÍ er einn af bakhjörlum First Lego tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanna sem haldin verður laugardaginn 19. janúar í Háskólabíói. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Hátt í 100 krakkar á aldrinum 10-15 ára hafa skráð sig til leiks. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema og í ár er það lausnir fyrir eldri borgara. Keppnin er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Afsláttur af námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ - 18.1.2013

Sem fyrr fá félagsmenn VFÍ og TFÍ afslátt af nokkrum námskeiðum Endurmenntunar HÍ á vormisseri. Upplýsingar um námskeiðin eru hér. Námskeið vor 2013. 

Kjarasamningur samþykktur af báðum aðilum - 15.1.2013

Nýr kjarasamningur við FRV var samþykktur á kynningarfundi  fimmtudaginn 10. janúar. Kári Steinar Karlsson, formaður Kjaradeildar VFÍ,  kynnti samninginn sem var síðan borin undir atkvæði. Nokkrar umræður urðu um þær greinar samningsins sem varða vinnu utan fasts vinnustaðar. Fulltrúaráð FRV samþykkti samninginn þriðjudaginn 15. janúar.

Umsóknir um orlofsdvöl - vetrarfrí - 10.1.2013

Þann 15. janúar 2013 verður vinsælu vetrarfrísvikunni sem er að þessu sinni almanaksvika  átta, frá 21. til 27. febrúar, úthlutað. Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni. OVFÍ hvetur félagsmenn sína til að senda inn umsóknir um dvöl í orlofsbústöðum félagsins í Hraunborgum, Húsafelli og Akureyri.

Rafmagnsverkfræðingur ársins - 3.1.2013

VFÍ og IEEE (Institute of Electrical and Electronics Engineers) munu í aprílmánuði útnefna Rafmagnsverkfræðing ársins. Óskað er eftir tilnefningum en viðurkenninguna hlýtur rafmagnsverkfræðingur sem þykir hafa skarað fram úr í störfum sínum eða hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár, nú í fjórða sinn. Tilnefningar skulu sendar skrifstofu VFÍ eigi síðar en 31. janúar. Nánari upplýsingar eru í skjalinu.