Fréttir

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar - 23.10.2014

Föstudaginn 31. október næstkomandi verður árleg ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar haldin í þrettánda sinn. Ráðstefnan verður í salnum Kaldalóni í Hörpu. Nánari upplýsingar, með dagskrá ráðstefnunnar, er að finna á vef Vegagerðarinnar.

Haustferð Norðurlandsdeilda - 14.10.2014

Haustferð Norðurlandsdeilda TFÍ og VFÍ var farin í Skagafjörð 11. október. Um 25 félagsmenn og makar tóku þátt í ferðinni. Nokkur fyrirtæki voru heimsótt og ferðinni lauk með kvöldverði í Hótel Varmahlíð.

Lesa meira

Kafbátar - Upptaka - 26.9.2014

Kafbátar voru umfjöllunarefnið á Samlokufundi Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ (RVFÍ). Stefán Stefánsson frá RUAUV og Þorsteinn Arinbjarnarson frá Teledyne Gavia fluttu erindi um sjálfvirka kafbáta, tæknina á bak við þá og notkun. Fundurinn var sendur út beint og upptöku má nálgast hérÞar er einnig hægt að nálgast upptökur frá fyrri fundum.

Nýtt tölublað Verktækni - skilafrestur - 27.8.2014

Verktækni - Tímarit VFÍ/TFÍ kom út í júlímánuði. Í blaðinu eru meðal annars efnis ritrýndar vísindagreinar og almennar tækni- og vísindagreinar. Ráðgert er að næsta tölublað komi út í nóvember. Skilafrestur ritrýndra greina er til 1. október. Frestur vegna almennra tækni- og vísindagreina rennur út 1. nóvember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið geta sent tölvupóst til ritstjóra. Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst. Upplýsingar um útgáfuna. (Yfirlit yfir ritrýndargreinar og tækni- og vísindagreinar, greinarnar á pdf-formi).

Lesa meira

Orlofssjóður - vetrarleiga - 15.8.2014

IMG_0114Frá og með 18. ágúst verður hægt að bóka orlofsdvöl fram í maí 2015. Hver sjóðfélagi getur einungis fest sér eina viku að hausti og aðra að vori með löngum fyrirvara. Sérstakar reglur gilda um úthlutanir um páska og í vetrarfríum grunnskólanna.

Áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu með tölvupósti. Athugið að vegna mikillar aðsóknar gilda sérstakar úthlutunarreglur um orlofsvikur í vetrarfríum grunnskólanna og um páskana. Nánari upplýsingar.

Niðurstöður kjarakönnunar 2014 - 2.7.2014

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2014 liggja fyrir. Þær má nálgast hér á vefnum. Til að auðvelda félagsmönnum lestur kjarakönnunar er þeim bent á að skoða heildarlaun hvers árgangs í töflu 2 og síðan töflurnar fjórar nr. 24, 26, 28 og 30 sem greindar eru eftir starfsvettvangi. 

Lesa meira

Kjarasamningur við ríkið samþykktur - 15.5.2014

Nýr kjarasamningur við ríkið var samþykktur á kynningar- og kosningafundi 14. maí.   Upplýsingar um helstu atriði samningsins.

Orlofsuppbót 2014 - 1.5.2014

Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins á að greiða orlofsuppbót 1. maí 2014 að fjárhæð kr. 39.500.-  og desemberuppbót 1. desember 2014 að fjárhæð kr. 73.600.-


Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

Orlofshús í Borgarfirði - laust í maí - 22.4.2014

Orlofssjóður VFÍ hefur tekið í langtímaleigu orlofshús að Stóruborg 8 í Borgarfirði (Klapparholt). Húsið var í boði við sumarúthlutun en er laust til leigu 1. maí til 6. júní, orlofsvikur 18. - 22. Í maímánuði gilda skilmálar vetrrarleigu og panta má húsið með því að senda póst lydiaosk@verktaekni.is Upplýsingar um lausar orlofsvikur. 

Sumarúthlutun OVFÍ 2014 - 22.4.2014

Frestur til að skila inn umsóknum rann út 6. apríl. Staðfesting var send til þeirra sem fenguð úthlutað í fyrstu umferð. Önnur úthlutun verður um mánaðamótin apríl - maí. Orlofshús sem ekki ganga út í fyrstu tveimur úthlutunum verða auglýst enn síðar og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstu fær. Sumarbæklingur Orlofssjóðs VFÍ.

Aðalfundur VFÍ 2014 - 20.3.2014

engjateigur

Aðalfundur VFÍ var haldinn fimmtudaginn 27. mars. Lagabreytingar varðandi aðalfundartíma og Vinnudeilusjóð voru samþykktar einróma. Á fundinum var tilkynnt um niðurstöður stjórnarkjörs. Kristinn Andersen var endurkjörinn formaður til tveggja ára. Ársskýrslan inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefnda og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.


Lesa meira

Undirritaðir og samþykktir kjarasamningar - 12.3.2014

Kjarasamningur Kjarafélags TFÍ og Kjaradeildar VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur verið samþykktur. Þá hefur kjarasamningur SA við aðildarfélög ASÍ áhrif á kjör félagsmanna Kjarafélags TFÍ, Kjaradeildar VFÍ, Stéttarfélags tölvunarfræðinga og Stéttarfélags byggingarfræðinga. 

Lesa meira

Verktækni vefrit - 20.2.2014

Út er komið fyrsta tölublaðið af Verktækni á rafrænu formi og er því dreift með tölvupósti til félagsmanna. Vefritinu er ætlað að miðla upplýsingum um hvað eina sem varðar starfsemi félaganna. Gert er ráð fyrir að styttri greinar um faglegt efni fái þar einnig pláss.

Staðan í samningaviðræðum - 10.2.2014

Viðræður eru í gangi við helstu viðsemjendur Kjaradeildar VFÍ. Fréttir af framgangi viðræðna verða birtar hér á vefnum þegar dregur til tíðinda en það er fundað stíft þessa dagana.

Lýsingarhönnun í þéttbýli - 4.2.2014

Vetrarhátíð í Reykjavík verður dagana 6.-15. febrúar. Af því tilefni stendur Ljóstæknifélag Íslands fyrir málþingi föstudaginn 7. febrúar um lýsingarhönnun í þéttbýli. Í tengslum við málþingið verður vörusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur 7. og 8. febrúar. Upplýsingar um málþingið og vörusýninguna.

Aðalfundur 2014 - 30.1.2014

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. febrúar.

Lesa meira

Árshátíð VFÍ - miðapantanir - 24.1.2014

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður laugardaginn 1. febrúar 2014 í Súlnasal Hótels Sögu. Þar koma verkfræðingar saman, fagna liðnu ári og hitta gamla vini og félaga.

Dagskrá árshátíðarinnar verður með hefðbundnu sniði; fordrykkur, borðhald, skemmtiatriði og dansleikur.  Afmælisárgangar úr verkfræðinni eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Nú er um að gera að tryggja sér miða með því að hringja á skrifstofuna í síma 535 9300 eða senda tölvupóst. 

Lesa meira