• Reykjavík Hilton Nordica

Dagur verkfræðinnar 7. apríl 2017

Hilton Reykjavík Nordica kl. 13 -17 

17. mar. 2017

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Á fjórða hundrað manns mættu á Dag verkfræðinnar í fyrra.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskráin á Degi verkfræðinnar 2017

Skráning

Dagur verkfræðinnar 2017

Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 7. apríl kl. 13 - 17

Húsið opnar kl. 12:15 með léttri hressingu.

13:00 Setning: Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands.
13:10 Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

13:20 „Er verkfræðin skapandi grein?“ Ágúst Valfells, prófessor við Tækni- og verkfræðideild HR. 

Salur A Salur B
Hver skilur eiginlega virkjanir? Nýjungar í kynningu á virkjunarkostum
Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.
Byggjum ódýrt íbúðarhúsnæði Haukur Magnússon tæknifræðingur, forstöðumaður tilboðsdeildar hjá ÍAV.
Djúpboranir á Reykjanesi
Ari Stefánsson,  verkefnastjóri borverka hjá HS orku.
Úrelt heilbrigðiskerfi – Hvað geta verkfræðingar gert?
Daníel Ásgeirsson hjarta- og nýrnalæknir.
Kjarnorka – „hulduorka“ sem bíður síns tíma
Sveinn Ólafsson eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun HÍ.

Betri röðun skurðaðgerða
Tómas P. Rúnarsson prófessor í iðnaðarverkfræði við HÍ, formaður IEEE á Íslandi.

Gas í grjót. – Tröllasaga af Hellisheiði
Edda Sif Aradóttir efnaverkfræðingur hjá OR.

Fiskað eftir nýjum miðtaugakerfislyfjum: Skipuleg lyfjaleit með sebrafiskum
Karl Ægir Karlsson doktor í taugavísindum,  prófessor í heilbrigðisverkfræði við HR.

Kl. 15:00 – 15:30 Kaffihlé

Kl. 15:00 – 15:30 Kaffihlé
Íslensk verkfræðiráðgjöf. – Staða og horfur.
Tryggvi Jónsson verkfræðingur, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Vindur í kringum byggingar. CFD loftstreymis-útreikningar.
Hörður Páll Steinarsson verkfræðingur hjá WSP - Parsons Brinckerhoff í London.

Hlutverk verkfræðinnar í sjálfbærri þróun
Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannviti.
Öryggismál hjá Veitum
Hlín Benediktsdóttir verkfræðingur, verkefnisstjóri hjá Veitum.
Lava – Express. Fluglestin milli Keflavíkur og Reykjavíkur
Guðmundur Guðnason byggingarverkfræðingur hjá Eflu.

Viðhaldsstjórnun vélbúnaðar og eigna, frá hönnun til förgunar
Steinar Ísfeld véltæknifræðingur hjá Fjarðaáli.

BIM í samgöngum – vegagerð í Noregi
Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir og Sigurður Andrés Þorvarðarson byggingarverkfræðingar hjá Verkís.

Verkfræðinemar HÍ. Team Spark kappakstursbíllinn.

Tæknifræði- og verkfræðinemar HR. Team Sleipnir kappakstursbíllinn.

Stjórn: Inga Dóra Hrólfsdóttir verkfræðingur, framkv.stj. Veitna ohf. Stjórn: María S. Guðjónsdóttir verkfræðingur, lektor við HR og í stjórn VFÍ.

 

Salur F - G (annarri hæð)

Ný hönnun togara – Engey -
Alfreð Tulinius, skipatæknifræðingur hjá Nautic ehf.

Breytingar á flugvélum. Hönnunardeild Icelandair - DOA (Design Organisation Aprroval).
María Kjartansdóttir Avionics Design Engineer og Stefanía Ástrós Benónýsdóttir Structures/Interior Design Engineer  hjá Icelandair Technical Services.

Hágæðavöruþróun í matvælavinnslu.
FleXicut skurðarvélin og samvinna við viðskiptavininn.
Guðbjörg H. Guðmundsdóttir verkfræðingur, þróunarstjóri  hjá Marel.

Ankeri – Flutningaskip á upplýsingaöld
Kristinn Aspelund, verkfræðingur hjá Ankeri Solutions ehf.

Kl. 15:00 - 15:30 Kaffihlé
Innviðir fyrir rafbíla - hlöður ON
Jón Sigurðsson tæknifræðingur og MSc í framkvæmdastjórnun, viðskiptastjóri hjá ON.
Landeyjahöfn – verkfræðilegt afrek eða mistök?
Sigurður Áss Grétarsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar.
Varnir gegn strandrofi í Vík og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörur
Sigurður Sigurðarson strandverkfræðingur, Siglingasviði Vegagerðarinnar.

Stjórn: Heiða Njóla Guðbrandsdóttir verkfræðingur,  verkefnastjóri hjá ITS, formaður Kvennanefndar VFÍ.


 Léttar veitingar í lok dags.
Hamingjustund á barnum.

Allir velkomnir. – Frítt inn.

Skráning: www.vfi.is og á skrifstofu VFÍ í síma: 535 9300 (skrifstofa@verktaekni.is)