• Esja

Kosið í stjórn VFÍ - Kynning á frambjóðendum

Í aðdraganda aðalfundar verður kosið í stjórnir Verkfræðingafélags Íslands. Kosningin er rafræn og fer fram dagana 7. - 19. apríl.

4. apr. 2022

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2022 verður haldinn 28. apríl kl. 17:00 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Mögulegt verður að tengjast í fjarfundi og verða upplýsingar sendar félagsmönnum fyrir fundinn.

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins. Kosningin er rafræn og fer fram dagana 7. - 19. apríl. Þeir sem ekki hafa skráð netfang geta kosið á skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, á skrifstofutíma. Fimm buðu sig fram til aðalstjórnar en kosið verður um meðstjórnanda og varameðstjórnanda. Sjálfkjörið verður í stjórn Kjaradeildar VFÍ og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Fyrirtækið Maskína mun sjá um framkvæmd kosningarinnar.

Kosning til aðalstjórnar VFÍ

Kosið er um meðstjórnanda og varameðstjórnanda. - Báða til tveggja ára. (Niðurröðun ræðst af atkvæðamagni). 

Anna Beta Gísladóttir
Alexander Jóhönnuson
Ásdís Sigurðardóttir
Bæring Árni Logason
Erlendur Örn Fjeldsted

Auk þeirra sem nú verða kosin í aðalstjórn VFÍ munu sitja í stjórninni: Svana Helen Björnsdóttir formaður, Guðrún Sævarsdóttir, Margrét Elín Sigurðardóttir formaður Kjaradeildar VFÍ, Páll Á. Jónsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi og Þröstur Guðmundsson varameðstjórnandi.

Kosning til stjórnar Kjaradeildar VFÍ. (Sjálfkjörið).

Kosning til stjórnar Stjórnenda og sjálfstætt starfandi (Sjálfkjörið).

Stjórnir VFÍ

Aðalstjórn VFÍ. Stýrir málefnum félagsins, sér til þess að skipulag og starfsemi sé í góðu horfi og í samræmi við lög félagsins.

Stjórn Kjaradeildar. Deild launþega í VFÍ fer með yfirstjórn kjaramála, m.a. gerð kjarasamninga og gerð reglna fyrir kjarasjóði.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Sinnir málefnum stjórnenda og sjálfstætt starfandi og þeirra sem kjósa að standa utan Kjaradeildar. Meginverkefnið er að stuðla að virkri samfélagsumræðu á áhugasviðum félagsmanna. Deildin sinnir ekki kjaramálum. 

Upplýsingar um núverandi stjórnir.