Aðalfundur og ársskýrsla 2021-2022

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 28. apríl 2022.

29. apr. 2022

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2022 var haldinn fimmtudaginn 28. apríl. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um niðurstöður kosninga. Anna Beta Gísladóttir var kosin meðstjórnandi í aðalstjórn og Erlendur Örn Fjeldsted varameðstjórnandi, bæði til tveggja ára. Sjálfkjörið var í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ og stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Ársskýrsla VFÍ 2021-2022.

Stjórnir VFÍ 2022-2023.

Fundargerð aðalfundar 2022.

Ávarp Svönu Helenar Björnsdóttur, formanns VFÍ.


Þakkir fyrir vel unnin störf - Jóhannes Benediktsson

Jóhannes Benediktsson hætti í stjórn VFÍ en hann hefur verið í stjórninni í fimm ár og nálgaðist því hámarks árafjölda í stjórn, sem eru sex ár. Jóhannes var í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands um langt árabil og formaður félagsins. Hann gerði hlé á stjórnarstörfum 2004 en bauð sig fram sem formaður 2015 með það að markmiði að vinna að sameiningu Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands. Sameiningin varð að veruleika 1. desember 2016 og hefur Jóhannes verið varaformaður VFÍ frá aðalfundi 2017.

Auk þess að sitja í stjórn fyrst TFÍ og síðar VFÍ hefur Jóhannes skipulagt tuttugu Rýnisferðir á vegum félagsins. Hann lýsti því yfir í ávarpi á aðalfundinum að hann væri hvergi nærri hættur að starfa fyrir félagið. - Hann er nú þegar farinn að huga að næstu Rýnisferð - 2023.

Með Jóhannesi á myndinni er Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.