Umsögn: Félagafrelsi á vinnumarkaði

Umsögn stjórnar Kjaradeildar VFÍ.

7. des. 2022

Stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn um frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði, 24. mál. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Í umsögninni segir meðal annars: „Við yfirferð einstakra greina frumvarpsins er ljóst að þessa frumvarpssmíð þarf að vanda mun betur ef taka á hana alvarlega. Sé það í raun vilji þingsins að breyta ákvæðum gildandi laga er nauðsynlegt að fara yfir öll ákvæði þeirrar löggjafar sem nú er í gildi, átta sig á mismunandi regluverki sem gildir um launafólk og atvinnurekendur og mismunandi regluverki sem gildir um almenna markaðinn og opinbera geirann. Það sem þessu frumvarpi er ætlað að tryggja er auk þess nú þegar að verulegu leyti tryggt með lögum og í stjórnarskrá. Því ætti ekki að vera þörf á að endurtaka slík ákvæði hér með sérlögum."

Umsögnin.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.


Myndin er frá Degi verkfræðinnar 2022.