Orlofsuppbót 2023

Greiðist með maílaunum í júní.

30. maí 2023

Samið er um orlofsuppbót í kjarasamningum. Uppbótin greiðist með maílaunum 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Orlofsuppbót 2023 samkvæmt kjarasamningum VFÍ

Samtök atvinnulífsins (SA) kr. 56.000.-
Ríkið kr. 56.000.-
Reykjavíkurborg kr. 56.000.-
Önnur sveitarfélög kr. 55.700.-
Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) kr. 56.000.-
(Athugið að í kjarasamningi við FRV sem undirritaður var í desember 2023 var í fyrsta sinn samið um desember- og orlofsuppbót).

Upplýsingar um orlofsuppbót hjá öðrum hópum má finna í kjarasamningum þeirra.

Kjarasamningur VFÍ við Samtök atvinnulífsins (SA) er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga. Ítarlegar upplýsingar um orlofuppbót eru á vef SA.