Orlofsdvöl um páskana - úthlutun lokið

Orlofsúthlutun um páska er lokið.

28. feb. 2024

Úthlutun er lokið. Þau sem fengu úthlutað hafa frest til og með 7. mars til að ganga frá greiðslu. Frá og með föstudeginum 8. mars kl. 9:00 geta þeir sem fengu synjun bókað ef eitthvað hefur ekki verið greitt af því sem var úthlutað. Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.

Niðurstaða úthlutunar

Hér fyrir neðan má sjá punktastöðu þeirra sem fengu úthlutað um páskana.

Punktastaða Orlofshús
106 Klapparholt - Stóraborg 8
105 Klapparholt - Stóraborg 7
119 Hraunborgir, Álfasteinssund 19
85 Árnes
71 Klapparholt - Stóraborg 10
116 Klapparholt - Stóraborg 9
196 Garðabær, Nónhæð 2
142 Húsafell, Stórarjóður 14
130 Hraunborgir, Álfasteinssund 17
141 Akureyri - Sómatún 1
143 Hraunborgir, Álfasteinssund 21

Eftirfarandi birtist til á vefnum þegar umsóknarfrestur var auglýstur. Einnig var sendur tölvupóstur til sjóðfélaga og úthlutunin auglýst á Facebooksíðu VFÍ.


Nú er hægt að sækja um dvöl í orlofshúsum OVFÍ um páskana 2024.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar.

Leigutíminn er 28. mars – 4. apríl. Orlofsleiga er kr. 25.000.- (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar kr. 30.000.-).

Sem fyrr er úthlutað eftir punktaeign sjóðfélaga.

Punktafrádráttur er eins og að sumri og í vetrarfríum grunnskólanna, þ.e. 36 punktar. (Við almenna vetrarleigu er frádrátturinn 3 punktar).

Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun" á stikunni efst).

Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:

https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/

Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.