Dagur verkfræðinnar - 10. apríl

Ráðstefna - Aðalfundur - Kvöldverður

8. apr. 2015

Nú er komið að því! – Læknar eiga Læknadaga, lögfræðingar Lagadag og framvegis munu verkfræðingar eiga Dag verkfræðinnar. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni  meðal íslenskra verkfræðinga.

  • Dagskráin hefst kl. 13 á Hilton Nordica með spennandi og fjölbreyttri dagskrá, þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í tveimur opnum sölum.

  • Aðalfundur VFÍ mun í framhaldi af fyrirlestrunum hefjast kl. 17 í Verkfræðingahúsi við Engjateig,  steinsnar frá Hilton Nordica.

  • Hátíðarkvöldverður á Hilton Nordica, húsið opnar kl. 19:45 með fordrykk.
    - Matseðill að hætti VOX. - Heiðursveitingar. - Skemmtiatriði

Allir eru velkomnir, verkfræðingar og aðrir gestir. Aðgangur er ókeypis á ráðstefnuna.

Kvöldverðurinn er á 9.500 krónur en boðið er upp á fordrykkinn.

Það er von okkar að sem flestir grípi þetta tækifæri til að sækja faglega fyrirlestra og kynningar og efla um leið tengslanet á þessum fyrsta Degi verkfræðinnar.

Undirbúningsnefnd og stjórn Verkfræðingafélags Íslands.

Nánari upplýsingar, dagskrá ráðstefnunnar.


Athugið að síðasti skráningardagur er miðvikudagur 8. apríl.


Skráning á ráðstefnuna og/eða í kvöldverðinn.