VerkTækni golfmótið 2015

Haldið á Grafarholtsvelli föstudaginn 7. ágúst.

18. jún. 2015

Hið árlega golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga fer fram föstudaginn 7. ágúst 2015.

Hámarksfjöldi 70 - Fyrstir koma fyrstir fá.

Skráning: Senda póst á netfangið skrifstofa@verktaekni.is

Skrá skal forgjöf allra þátttakenda.

Ræst verður út  á fyrsta teig kl. 8:00 og síðan á 10 mínútna fresti og verður raðað eftir skráningu hjá skrifstofu félaganna. Mótsstjórn mun endurraða í holl telji hún þörf á því.  Lokadagur skráningar er 4. ágúst.

Mótsgjald er kr. 5.000.- 


Dagskrá í grófum dráttum

8:00   Fyrsta ræsing samkvæmt skráningu hjá skrifstofu VFÍ/TFÍ og síðan á 10 mínútna fresti til 11:10.

18:30   Kvöldverður og verðlaunaafhending í klúbbhúsi GR.

Staðsetning og fyrirkomulag

VerkTækni golfmótið verður nú haldið í átjánda sinn og fer að þessu sinni fram á Grafarholtsvelli, föstudaginn 7. ágúst. Mótið er einungis fyrir félagsmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og gesti.  

Keppt verður í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga:  

Félagsmenn VFÍ og TFÍ

  1. Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.

  2. Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Gesta- og makakeppni

  1. Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.

  2. Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Tilkynnt verður um önnur verðlaun á staðnum, til dæmis nándarverðlaun o.þ.h.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir mótanefnd en hana skipa:

Víðir Bragason vidir.bragason@reykjavik.is
Guðmundur Pálmi Kristinsson
gudmundur.palmi.kristinsson@reykjavik.is
Ingvi Árnason
ingvi.arnason@vegagerdin.is
Kristinn J Kristinsson
krjk@verkis.is
Lára Hannesardóttir
hannesdottir@gmail.com
Helga Friðriksdóttir Helga.Fridriksdottir2@landsbankinn.is

Takið daginn strax frá og skráið ykkur sem fyrst í þetta skemmtilega mót!