Haukur og Hulda unnu golfmótið

Munið að skrá ykkur í VerkTækni golfmótið sem verður í ágúst!

24. jún. 2015

Haukur og Hulda unnu golfmótið. VFÍ og TFÍ héldu golfmót hjóna og para þriðjudaginn 23. júní kl. 13:00. Leikið var með „greensomeˮ fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur á Landinu á Korpúlfsstöðum.  Átján hjón og pör tóku þátt eða 36 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur gat tekið með sér maka, sambýling eða skyldmenni og spilar þá með honum, ekki var hægt að bjóða öðrum gestum.
Mótið var skemmtilegt og  góð þátttaka. Keppnin var mjög jöfn og spennandi. Tvö lið voru jöfn í fyrsta sæti á 32 höggum og giltu því sex síðustu skor á  níu holunum. Einnig voru tvö lið jöfn á 34 höggum.  Veitt voru farandverðlaun fyrir fyrsta sæti í hjóna og parakeppninni, stóra styttan. Einnig námdarverðlaun annars vegar fyrir konur og hins vegar karla á einni  par 3 holu vallarins, 25. braut.

Úrslitin

1. sæti - Haukur Magnússon og Hulda Sigtryggsdóttir á 32 höggum nettó.

2. sæti - Sólrún Lovísa Sveinsdóttir og Ásthildur Gunnarsdóttir á 32 höggum nettó.      

3. sæti - Jón Brynjólfur Ólafsson og  Sigrún Guðmundsdóttir  á 33 höggum nettó.  

4. sæti - Guðni Örn Jónsson og Anna Gunnarsdóttir á 34 höggum nettó.

5. sæti - Víðir Bragason og Sigrún Halldórsdóttir á 34 höggum nettó.     

Nándarverðlaun 

25.braut: Ragnheiður Karlsdóttir    7,45  m

25.braut: Jón Brynjólfur Ólafsson   3,28 m

 

Golfnefndin óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur.