Áhættumat hjá Hjartarannsókn

27. sep. 2016

Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ hafa gert samning við Rannsóknarstöð Hjartaverndar um að bjóða sjóðfélögum áhættumat, fræðslu og forvarnaraðgerðir gegn hjartasjúkdómum. Næstkomandi fimmtudag, 29. september kl. 12-13, er sjóðfélögum boðið til kynningarfundar vegna átaksins. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Á fundinum mun Karl Andersen hjartasérfræðingur hjá Hjartavernd kynna átakið og svara spurningum. Áhættumat Hjartarannsóknar.