Nýtt nám í iðntæknifræði

13. feb. 2017

Frá og með haustönn 2017 mun Háskóli Íslands í samstarfi við Keili bjóða upp á nýja námslínu í iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað. Á undanförnum árum hefur verið mikill skortur á fólki með tæknitengda háskólamenntun og er námslínunni ætlað að mæta breyttum áherslum í atvinnulífinu og nýjum tækifærum tengdum nýsköpun, þróun og hönnun framleiðsluferla. Upplýsingar um nám í iðntæknifræði.