Leyfisferli framkvæmda - Úrbætur

Morgunverðarfundur fimmtudaginn 16. febrúar.

15. feb. 2017


Morgunverðarfundur á vegum Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 16. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskráin hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10.

Fundurinn er framhald af Morgunverðarfundi VFÍ sem haldinn var í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi.

 

Á fundinum á fimmtudaginn verður umræðunni haldið áfram. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að standa að opinberum framkvæmdum svo vel sé án þess að kostnaður verður óheyrilegur og tafir miklar? Þarf að gera breytingar á reglum eða löggjöf?

Dagskrá

  • Ávarp: Sveinn I. Ólafsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.
  • Leyfisferli framkvæmda - samantekt frá morgunverðarfundi í nóvember 2016.
    Gylfi Árnason verkfræðingur.
  • Hvað virkar vel og hvað má bæta?
    Ásdís Hlökk Theodórsdóttir  forstjóri Skipulagsstofnunar.
  • Samningar við landeigendur - nokkur sjónarmið.
    Einar Farestveit lögfræðingur.
  • Panelumræður.


Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur, framkvæmdastjóri Stika.


Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Ókeypis aðgangur.

Streymt verður frá fundinum og verður hlekkur birtur á vef VFÍ og á Facebook síðu félagsins.

Upplýsingar og upptaka frá morgunverðarfundi í nóvember.


Frá Þeistareykjum. Ljósm. Hreinn Hjartarson.