Sameiginlegar

Fyrirsagnalisti

22.12.2016 : Gleðilega hátíð!

Stjórn og starfsfólk Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.


Skrifstofan verður lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar.

Vegna sameiningar sjóða VFÍ og TFÍ verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúarmánuði. Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember.

Lesa meira

9.12.2016 : Ný bók í ritröð VFÍ

Nú er komin út áttunda bókin í ritröð VFÍ: Alþjóðaheilbrigðismál - Ísland til áhrifa. Höfundur bókarinnar er Davíð á Gunnarsson verkfræðingur og fyrrum formaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Hann mun kynna bókina á Samlokufundi þriðjudaginn 13. desember kl. 12 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Félagsmönnum VFÍ og TFÍ býðst að kaupa bókina á sérstöku tilboðsverði, kr. 5.500.- almennt verð er kr. 6.500.-  

Lesa meira

2.12.2016 : Samruni á fullveldisdaginn

 

Samrunafundur VFÍ og TFÍ sem haldinn var á Fullveldisdaginn 1. desember var vel sóttur. Lög félagsins voru samþykkt einróma og kosið í stjórnir félagsins. Formaður til næstu tveggja ára er Páll Gíslason, verkfræðingur. Sameinað félag tekur formlega til starfa 1. janúar 2017.

Lesa meira

25.11.2016 : Samrunafundur VFÍ og TFÍ

Sameining Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Niðurstaðan var tilkynnt  11. nóvember. Stofnfundur sameinaðs félags verður fimmtudaginn 1. desember kl. 17 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Á fundinum verður kosið í stjórnir félagsins. – Aðalstjórn VFÍ, Stjórn Kjaradeildar VFÍ og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Lesa meira

24.11.2016 : Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember samkvæmt kjarasamningum. Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og desemberuppbót 2016 samkvæmt þeim samningi er kr. 82.000.- fyrir fullt starf.  Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Lesa meira

23.11.2016 : Endurskoða þarf leyfisferlið

 

Almenn samstaða var um það á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands að taka þurfi núgildandi leyfisferli framkvæmda til endurskoðunar þannig að athugasemda- og kærumál setji ekki verkefni óvænt í uppnám á síðustu metrunum þegar framkvæmdir eru að hefjast, eins og átti sér stað vegna línuframkvæmda á Norðausturlandi. Glærur frá fundinum eru komnar á vefinn. Streymt var frá fundinum og hér er upptakan.

Lesa meira

22.11.2016 : Leyfisferli framkvæmda - Streymi

Streymi frá morgunverðarfundi á vegum Verkfræðingafélags Íslands miðvikudaginn 23. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskráin hefst kl. 8:30. Fundi lýkur kl. 10. Markmið fundarins er að greina kosti og galla núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi.


Lesa meira

21.11.2016 : Samið við SA um  mótframlag í lífeyrissjóð

Verkfræðingafélag Íslands,  Kjarafélag TFÍ, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga hafa gert  samkomulag við Samtök atvinnulífsins um mótframlag í lífeyrissjóð. Samkomulagið gildir frá 1. nóvember 2016.