Heiðursfélagar og heiðursmerki. 

VFÍ veitir árlega viðurkenningar fyrir vel unnin störf og lofsvert framtak í þágu stéttarinnar.

Heiðursfélagi er æðsta viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands. Sigurður J. Thoroddsen var fyrsti heiðurfélaginn árið 1943. Síðan þá hafa 26 einstaklingar verið gerðir að heiðursfélaga. Fyrsti heiðursfélagi TFÍ var Jón Sveinsson sem hlaut þá viðurkenningu 1996. Alls hlutu níu tæknifræðingar þetta sæmdarheiti.

Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tæknifræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar.

Gullmerki TFÍ var veitt í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði tæknifræði, stjórnunar eða vísinda, fyrir framtak sem eflt hefur tæknifræðingastéttina í heild eða fyrir félagsstörf í þágu hennar.