Starfsheitin

Starfsheitin verkfræðingur / tæknifræðingur

Starfsheitin verkfræðingur og tæknifræðingur eru lögvernduð.

Samkvæmt lögum nr. 8 frá 11. mars 1996 hafa þeir einir rétt til að kalla sig verkfræðing eða tæknifræðing sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, enda hafi þeir lokið námi frá fullgildum verkfræði- eða tæknifræðiskóla. Menntamálanefnd VFÍ í setur reglur í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sem auglýsir hvaða nám telst leiða til fullnaðarprófs í verkfræði og tæknifræði.

Þú getur sótt um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur eða tæknifræðingur um leið og þú sækir um inngöngu í Verkfræðingafélagið.
Að fenginni umsögn Menntamálanefndar sækir félagið fyrir þig um starfsheitið til Atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytisins.

Einnig er hægt að sækja um starfsheitið hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Leiðbeiningar vegna starfsheitisins tæknifræðingur. 

Senda grein