Orðanefnd RVFÍ

Orðanefnd RVFÍ

Er elsta starfandi orðanefndin á landinu.

Orðanefnd RVFÍ, sem heitir fullu nafni Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðinga­félags Íslands, er langelsta starfandi orðanefnd landsmanna. Hún var stofnuð 16. maí 1941 á fyrsta aðalfundi nýstofnaðrar RVFÍ, og er beinn arftaki Orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands, sem lét að sér kveða á árunum 1919 til 1926 og á ný í nokkur skipti árið 1933, þegar til umræðu voru íðorð í Reglugerð um raforkuvirki.

Orðanefnd RVFÍ var upphaflega skipuð þremur mönnum úr 13 manna félagsdeild rafmagnsverkfræðinga, og fjölgaði þeim lítið fyrstu áratugina. Frá 1948 til 1958 voru þeir fjórir og fimm næstu 10 árin. Árið 1969 var fjölgað í nefndinni upp í átta. Árið 1968 komst fjöldi nefndarmanna upp í 10 og hefur haldist í 9 til 10 síðan. Lengstan starfsaldur átti Jakob Gíslason, einn af hvatamönnun að stofnun nefndarinnar og fyrsti formaður RVFÍ, þegar hann lét af störfum með nefndinni um áramótin 1986/1987 eftir 39 ára starf í henni. Þessum árafjölda hafa nú þegar fjórir nefndarmanna til viðbótar náð. Alls hafa tíu nefndarmenn náð 30 ára starfsaldri eða meira í nefndarstörfum, þar af fimm núverandi nefndarmenn.

Auk nefndarmanna starfar íslenskufræðingur með nefndarmönnum sem ráðgjafi. Nefndin heldur vikulega fundi, og á undanförnum fjórum áratugum hafa fundir verið rúmlega 30 að meðaltali á hverju ári.

Fljótlega eftir að nefndin hóf störf, urðu íðorð úr orðasafni Alþjóða raftækniráðsins, International Electrotechnical Vocabulary, IEV, viðfangsefni nefndarinnar. Alþjóða orðasafnið skiptist í u.þ.b. 80 kafla eftir greinum rafmagnsfræðinnar og efnisþáttum þeirra. ORVFÍ hefur safnað saman og samið íðorð úr 52 köflum safnsins. Að auki hefur nefndin þýtt íðorð í orðasafni Alþjóðlegu ljóstækni­nefndarinnar, CIE, og orðasafni Alþjóða orkuráðsins, WEC.

ORVFÍ hefur gefið út íðorðasafn sitt í 17 orðabókum:

Orðasafn II Rafmagnsfræði. Danskt-íslenzkt bráðabirgða orðasafn.

Prentað sem handrit. Reykjavík

1952
 Raftækni- og ljósorðasafn. Menningarsjóður, Reykjavík 1965
   Raftækni- og ljósorðasafn, 2.bindi. Menningarsjóður, Reykjavík 1973
Raftækniorðasafn

1

Þráðlaus fjarskipti Menningarsjóður, Reykjavík 1988
Raftækniorðasafn

2

Ritsími og talsími Menningarsjóður, Reykjavík 1989
Raftækniorðasafn

3

Vinnsla, flutningur og dreifing raforku Menningarsjóður, Reykjavík 1990
Raftækniorðasafn

4

Rafeindalampar og aflrafeindatækni. Menningarsjóður, Reykjavík 1991
Raftækniorðasafn

5

Rofbúnaður, stýribúnaður og vernd raforkukerfa Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 1996
Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt raftækniorðasafn. Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 1997
Raftækniorðasafn

6

Mælitækni, mælispennar og gjaldskrár raforku. Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 1998
Raftækniorðasafn

7

Strengir, línur, einangrarar og orkumál. Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2000
Raftækniorðasafn

8

Rafvélar, aflspennar, spanöld og aflþéttar Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2001
Raftækniorðasafn

9

Ljóstækni Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2001
Raftækniorðasafn 10 Sjálfvirk stýring og fjarstýring Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2002
Raftækniorðasafn 11 Fjarskiptanet, skiptitækni og merkjagjöf Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2003
Raftækniorðasafn 12 Ljósleiðara- og geimfjarskipti Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2004
Raftækniorðasafn 13 Loftnet og bylgjuútbreiðsla Orðanefnd RVFÍ, Reykjavík 2008

 

Endurskoðað raftækniorðasafn ORVFÍ er nú aðgengilegt notendum vefbókasafns Snöru.

Að auki er íðorðasafn ORVFÍ í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar.

 

Félagar í Orðanefnd RVFÍ eru nú:

Gunnar Ámundason, Gústav Arnar, Hreinn Jónasson, Ívar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Sigurður Briem, Sæmundur Óskarsson, Torfi Þórhallsson og Þorvarður Jónsson.

Jóhannes B. Sigtryggsson er ráðgjafi nefndarinnar um íslenskt mál og situr nefndarfundi.

Upplýsingar um helstu áfanga í starfi ORVFÍ og dæmi um íðorð.

Ávarp Bergs Jónssonar, formanns ORVFÍ, á 70 ára afmæli nefndarinnar.

Senda grein