Viðburðir

Fyrirsagnarlisti

02.02.2017, kl. 17:00 - 19:00 Atburðir VFÍ Rósaboð Kvennanefndar VFÍ

Til heiðurs nýjum konum í verkfræði og tæknifræði.

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9. Konum, sem útskrifuðust með próf í verkfræði eða tæknifræði á árinu 2016, verður færð rós í tilefni áfangans. Við bjóðum öllum félagskonum VFÍ að koma og fagna þeim nýútskrifuðu og bjóða þær velkomnar í hópinn með þessum táknræna hætti. Lesa meira

03.02.2017, kl. 12:00 - 13:00 Atburðir VFÍ Kynningarfundur um orlofsmál tæknifræðinga

Kynning á OVFÍ og stöðu orlofsmála.

Boðað er til kynningarfundar um orlofssjóðsmál tæknifræðinga í sameinuðu félagi tæknifræðinga og verkfræðinga (VFÍ). Kynningarbréf var sent út um miðjan janúar en vegna fjölda ábendinga og óska þá verður haldinn kynningarfundur um þessi mál nk. föstudag 3. febrúar kl. 12:00 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Orlofssjóður VFÍ verður kynntur og einnig gefst tækifæri til að fara yfir þau atriði sem komu fram í fyrrnefndu bréfi. Boðið verður upp á samlokur og drykki.

06.02.2017 - 07.02.2017, kl. 9:00 - 16:00 Atburðir VFÍ Trúnaðarmannanámskeið

Dagana 6. og 7. febrúar nk. mun Verkfræðingafélag Íslands halda námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur starfi trúnaðarmannsins, m.a. með hliðsjón af ákvæðum í lögum og kjarasamningum. Þá verður farið yfir hvernig á að bregðast við umkvörtunum og leysa úr ágreiningsmálum. Lesa meira

16.02.2017, kl. 8:30 - 10:00 Atburðir VFÍ Leyfisveitingar framkvæmda - Úrbætur

Morgunverðarfundur - Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.

Framhald málþings um sama efni sem haldið var í nóvember sl. Fjallað verður um leiðir til úrbóta á þeim vandamálum sem blasa við fyrirtækjum og sveitarfélögum. Lesa meira

23.02.2017, kl. 12:00 - 13:00 Atburðir VFÍ Mataræði og fleira áhugavert

Fyrirlestur Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings.

Á Samlokufundi fimmtudaginn 23. febrúar mun Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur fjalla um ýmislegt áhugavert sem varðar heilsu og mataræði, - meðal annars. Pálmi hefur skrifað fjölmargar greinar um áhrif mataræðis og umhverfisþátta á heilsu og líðan. Lesa meiraViðburðir

« feb 2017 »
SMÞMFFL
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28