Guðrún A. Sævarsdóttir, efnisverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Gudrun-Saevarsdottir

Nafn: Guðrún A. Sævarsdóttir.
Fæðingardagur: 3. ágúst 1971.
Vinnustaður: Háskólinn í Reykjavík.
Starf: Dósent við Tækni- og verkfræðideild HR.
Menntun: Doktorspróf í efnisverkfræði frá Norges Tekniske og Naturvitenskapelige Universitet 2002.


Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Er formaður starfshóps um mótun orkustefnu fyrir Ísland og sit í verkefnisstjórn um Rammaáætlun. Sat áður í stjórn VFÍ sem og í siðareglunefnd VFÍ, vann að endurskoðun siðareglna félagsins. Sit í Merkisnefnd VFÍ. Var ritari Eðlisfræðifélags Íslands og hef sinnt ýmum trúnaðar- og félagsstörfum auk þess sem hér er talið upp.

Var forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá 2012 – 2018.

Helstu áherslur vegna framboðs

Samfélagið okkar tekur sífelldum breytingum eftir því sem tækninni fleygir fram og mikilvægt er að menntun í tæknigreinum þróist í takt við tímann. Ég vil halda til haga mikilvægi þróunar verkfræði- og tæknifræðináms sem og rannsókna í verkfræði fyrir framtíð faggreinanna bæði á Íslandi og alþjóðlega. Því er mikilvægt að VFÍ sé í góðum tengslum við þá skóla sem mennta verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi og við hæfi að í stjórn sé fulltrúi háskólaumhverfisins.

Netfang: gudrunsa@ru.is