Kristján Þorvaldsson, B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði, M.Sc. í stefnumiðaðri stjórnun

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Kristján Þorvaldsson.
Fæðingardagur: 8. febrúar 1983.
Vinnustaður: Wow air og USAerospace Partners.
Starf: Framkvæmdastjóri tæknimála (e. Chief Technology Officer). 
Menntun: Lauk stúdentsprófi frá MR 2003, B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði 2006 og M.Sc. gráðu í stefnumiðaðri stjórnun (e. Strategic Management) 2019 frá Háskóla Íslands. Sjá nánar: http://cv.kt.isReynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Hef verið virkur í félagsstörfum nær allan minn náms- og starfsferil. Var í nemendaráði í grunnskóla, bekkjarráði nemenda allan menntaskólaferilinn og sit í nemendaráði stúdenta frá MR 2003. Var lengi í stjórn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness fyrst sem ritari og síðar gjaldkeri. Var stjórnarmaður og síðar formaður Bæjarmálafélags Seltjarnarness. Hef setið í ýmsum ráðum og nefndum á vegum Seltjarnarness meðal annars í skólanefnd og heilbrigðisnefnd. Starfaði sem stundakennari Valhúsaskóla, MR og í HÍ og vann einnig í félagsmiðstöðinni Selinu með námi.

Helstu áherslur vegna framboðs

Mínar helstu áherslur vegna framboðs eru að virkja yngri félaga VFÍ til þátttöku í starfi félagsins. Í ljósi breyttra tíma er ljóst að félagið getur sótt fram á stafræna sviðinu. Mikið og gott starf hefur verið unnið innan félagsins og það eru klárlega tækifæri sem felast í að nýta stafræna miðla, samfélagsmiðla og fjarfundalausnir með enn frekari hætti. Félagið er í raun félagsmenn og því þarf að skapa vettvang þar sem flestir geta lagt hönd á plóg í þágu starfsemi þess. Ég vil einnig efla tengingu félagsins við menntastofnanir sem kenna verkfræðitengdar greinar og tel að félagið get miðlað mikið af þekkingu þeim vettvangi. Félagið er fagfélag og getur verið meira sýnilegt í allri faglegri umræðu. Þar vil ég leggja aukna áherslu. Þar er hægt að nýta tæknina til að koma réttum upplýsingum á framfæri.

Netfang: kristjan@kt.is