• Picture1_1730449084572

Upplýsingar um Rýniferðina 2025

Ferðaupplýsingar og upptaka frá kynningarfundi.

2. des. 2024

Þann 4. desember var eftirfarandi tölvupóstur var sendur til allra sem skráðu sig í ferðina:

Þessi póstur er sendur á alla þá sem sendu inn skráningu í gær í Rýniferðina til Japans næsta haust.
Þar sem töluvert fleiri en 200 skráningar bárust í gærdag er verið að skoða á hvaða hátt við getum komið fleiri til Japans en áætlað hafði verið.
Unnið verður hratt í  málinu og getum við vonandi sent út nýjar upplýsingar til ykkar allra um helgina.

Að lokum viljum við þakka ykkur öllum fyrir góðar innsendar upplýsingar.

Kveðja,
Jóhannes, Eva og Hreinn.


SKRÁNING HEFST ÞRIÐJUDAGINN 3. DESEMBER KL. 9:00. SKRÁNINGAR FYRIR ÞANN TÍMA ERU EKKI TEKNAR GILDAR.

Senda skal tölvupóst á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is 

Munið að skrá: Fullt nafn, ásamt ferðafélaga (eins og í vegabréfi), kennitölu, netfang og símanúmer.

Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.


RÝNIFERÐIR fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 25. ferðina og að þessu sinni er ferðinni heitið til Japan dagana 28./29. ágúst - 13./14. september.

Gert er ráð fyrir allt að 200 þátttakendum í ferðina sem er fyrir félagsmenn VFÍ og maka þeirra eða annan ferðafélaga.

Fararstjórn: Jóhannes Benediktsson, Eva Yngvadóttir og Hreinn Ólafsson.

Upplýsingar um Rýniferðina 2025.

Upptaka frá kynningarfundi

KYNNINGARFUNDUR var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember. Streymt var frá fundinum og má horfa á upptöku hér fyrir neðan.

Rýniferðin 2025 - kynningarfundur.