Upplýsingar um Rýniferðina 2025
Ferðaupplýsingar, upptökur frá kynningarfundum, glærur.
Það verða 270 ferðalangar sem halda til Japan í Rýniferðinni 2025. Hér hefur verið safnað saman upplýsingum sem koma þátttakendum að gagni.
GLÆRUR FRÁ KYNNINGARFUNDI 20. MAÍ 2025.
Athugið upptakan hér fyrir neðan er óklippt; fundur byrjar á ca. 25:35.
UPPTAKA FRÁ KYNNINGARFUNDI 20. MAÍ 2025
Eldri upplýsingar
RÝNIFERÐIR fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 25. ferðina og að þessu sinni er ferðinni heitið til Japan dagana 28./29. ágúst - 13./14. september.
Fararstjórn: Jóhannes Benediktsson, Eva Yngvadóttir og Hreinn Ólafsson.
Upptaka frá kynningarfundi
KYNNINGARFUNDUR var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember. Streymt var frá fundinum og má horfa á upptöku hér fyrir neðan.