Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.
Nú gefst kostur á að sækja um dvöl í orlofshúsum OVFÍ um páskana 2018.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar.
Leigutíminn er 29. mars – 5. apríl 2018. Orlofsleiga er kr. 19.000.-
Sem fyrr er úthlutað eftir punktaeign sjóðfélaga.
Punktafrádráttur er eins og að sumri og í vetrarfríum grunnskólanna, þ.e. 36 punktar.
Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun á stikunni efst“).
Vikan kostar 19 þúsund krónur. Athugið
að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara
myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn.
(Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.
Athugið að neðst á þeirri síðu eru
upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.
Íbúð í Reykjavík
Orlofssjóður VFÍ hefur tekið á leigu íbúð við Þverholt í Reykjavík.
Endurbætur fara nú fram og verður auglýst sérstaklega hvenær íbúðin verður tilbúin til útleigu.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla