Dómur um greiðslu orlofsfjár af yfirvinnulaunum
Mikilvægt að lesa dóminn og ráðningarsamning.
Verkfræðingafélagið vill vekja athygli félagsmanna á niðurstöðu Landsréttar í máli sem snerist um greiðslu orlofsfjár af yfirvinnulaunum. Landsréttur staðfesti 19. júní síðastliðinn dóm héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu ríkisstarfsmanns um að ríkinu hefði borið að greiða honum orlof af yfirvinnulaunum hans. Í dómi héraðsdóms kom meðal annars fram að fyrir lægi í málinu að ekki hefði verið samið sérstaklega um það við starfsmanninn að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu.
Félagsmenn VFÍ sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélagi eru hvattir til að lesa dóminn og skoða ráðningarsamning sinn. Hafa síðan samband við félagið (kjaramal@verktaekni.is) ef þeir telja sig ekki hafa fengið réttilega greitt orlofsfé af yfirvinnu.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla