Nýr réttindasamningur við SA
Nýr réttindasamningur við Samtök atvinnulífsins.
Þann 30. apríl 2025 var undirritaður nýr réttindasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Réttindasamningurinn er ótímabundinn en aðilar getað tekið hann upp og gert á honum leiðréttingar eða breytingar eftir því sem ytra samningsumhverfi breytist. Hafist var handa við uppfærslu samningsins í mars síðastliðnum og skrifað undir, sem áður segir, 30. apríl síðastliðinn.
Samningur við SA undirritaður 30. apríl 2025.
Helstu breytingar liggja í grein um þjónustu utan bakvakta með fjarlausnum, aukin orlofsávinnsla frá og með næsta orlofsári, aukin heimild vegna veikinda barna undir 16 ára aldri og viðbót við kafla um trúnaðarmenn.
Samingurinn gildir fyrir félagsmenn VFÍ almennum markaði þó ekki starfsfólk verkfræðistofa. VFÍ gerir kjarasamning við Félag ráðgjafarverkfræðinga sem hafa fært samningsumboðið til SA, samningar við FRV hafa enn ekki náðst.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla