Orlofsdvöl í vetrarfríi - hægt að sækja um
Vetrarfrí grunnskólanna 23. - 30. október.
Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði VFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna í október. Um er að ræða vikuna 23. - 30. október 2025.
Eftir innskráningu á orlofsvefinn er valið „Umsókn um úthlutun" á stikunni. Þegar umsóknarfresti lýkur er úthlutað eftir punktastöðu og ákveðinn frestur gefinn til að ganga frá greiðslu. Eftir að greiðslufrestur er runninn út geta þau sem fengu synjun bókað það sem er laust, þá verður að ganga frá greiðslu um leið og bókað er.
Umsóknarfrestur er til og með 10. september. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar.
Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni).
Vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr úthlutað eftir punktaeign félagsmanna.
Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar.
Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Athugið að einungis er heimilt að vera með gæludýr í fjórum bústöðum í Klapparholti (Stóruborg 8 og 10), Álfasteinssundi 19 Hraunborgum og Stórarjóðri 14 í Húsafelli.
Úthlutanir vegna vetrarfrís í febrúar og páskavikunnar verða auglýstar sérstaklega í upphafi nýs árs.
Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:
https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/
Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.
Ljósmynd: Unsplash/Linda Christiansen.