Fullt hús á fyrirlestri um almyrkva á sólu
Styttist í almyrkva á sólu 12. ágúst 2026.
Á fundi Öldungadeildar VFÍ þriðjudaginn 20. janúar hélt Sævar Helgi Bragason, jafnan kallaður Stjörnu-Sævar, erindi um almyrkva á sólu og þá sérstaklega viðbúnað vegna almyrkvans sem mun sjást á vesturhluta landsins 12. ágúst 2026.
Fundurinn var vel sóttur sem endurspeglar þann mikla áhuga sem nú er að myndast á þessum einstaka náttúruviðburði. Þegar styttist í almyrkva á sólu fer undirbúningur og forvitni fólks ört vaxandi, enda er um stórkostlegt og sjaldgæft náttúrufyrirbæri að ræða.
Í erindinu fór Sævar yfir ýmsar áhugaverðar staðreyndir og hagnýtar upplýsingar um almyrkvann og benti meðal annars á vefsíðurnar solmyrkvi2026.is og icelandatnight.is/is.
