Ný umsögn: Áform um atvinnustefnu til 2035
Áhersla á menntun og tæknigreinar.
Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur skilað inn umsögn um áform ríkisstjórnarinnar um atvinnustefnu Íslands til 2035 (mál nr. S-144/2025).
VFÍ fagnar tækifærinu til að leggja fram tillögur og bendir á að ein mikilvægasta undirstaða samkeppnishæfs og sjálfbærs atvinnulífs sé öflugur mannauður í verkfræði og öðrum tæknigreinum.
Helstu áherslur félagsins eru:
- 
Menntun sem grunnur verðmætasköpunar: Háskólamenntun, sérstaklega í tæknigreinum, er forsenda nýsköpunar og framleiðni. 
- 
Raungreinar og tæknilæsi: Efla þarf stærðfræði, raungreinar og upplýsingatækni á öllum skólastigum og byggja upp tæknilæsi sem almenna hæfni í samfélaginu. 
- 
Háskólar og atvinnulíf: Auka opinberan stuðning við háskólanám í tæknigreinum og efla tengsl háskóla og atvinnulífs. 
- 
Virðing fyrir menntun: Laun og starfsþróun þurfa að endurspegla gildi háskólamenntunar í tækni- og raunvísindum. 
- 
Atvinnusköpun: Byggja á störfum í þekkingariðnaði, grænum lausnum og nýsköpun fremur en láglaunastörfum sem skapa álag á innviði. 
- 
Langtímasýn: Ísland þarf skýra stefnu um atvinnulíf framtíðarinnar sem byggir á rannsóknum, tækni og sjálfbærni. 
- 
Útflutningsgreinar framtíðarinnar: Orkutækni og grænar lausnir, hugbúnaðar- og upplýsingatækni, líftækni, matvæla- og heilbrigðistækni, auk rannsókna og verkfræðiráðgjafar. 
 VFÍ telur að með markvissri stefnumótun í mennta- og atvinnumálum sé hægt að tryggja að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavísu og eftirsóknarvert samfélag fyrir vel menntað fólk.
 Umsögnin
 Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.
