Orlofsdvöl í vetrarfríi - úthlutun lokið

13. jan. 2022

Úthlutun Orlofssjóðs VFÍ vegna vetrarfrís grunnskólanna í febrúar er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið upplýsingar í tölvupósti. Frestur til að greiða úthlutun er til hádegis mánudaginn 24. janúar. Frá og með þriðjudeginum 25. janúar kl. 9:00 geta þau sem fengu synjun bókað ef eitthvað er laust. Þá gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.

Úthlutað var eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fékk umbeðna viku.