Rætt um stöðu STEM greina á Alþingi
Slæm staða hérlendis. - Efla þarf STEM á öllum skólastigum.
Nýverið voru umræður á Alþingi um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, raunvísinda og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Framsögumaður var Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar. Til svara var Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni.
Horfa má á umræðuna hér fyrir neðan og byrjar hún á mín. 48:17.
Punktar úr umræðunni
- Átak sem efnt var til árið 2023 hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Nemendum í STEM greinum á háskólastigi hefur fækkað, voru rúmlega 5.000 haustið 2023 en haustið 2025 voru þeir um 4.700. Frummmælandi spurði hvort og þá hvernig ráðherra ætli að bregðast við. Til dæmis hvort veita ætti áfram sérstakt framlag til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, einnig hvort taka eigi upp ívilnanir hjá LÍN.
- Staðan á grunn- og framhaldsskólastigi gagnvart STEM greinum er ekki góð. Til dæmis er námsskrá ekki samræmd á náttúrufræðibrautum framhaldsskóla og dæmi um að námsbrautir uppfylli ekki grunnkröfur varðandi háskólanám í STEM.
- Hlutfall STEM menntaðra á íslenskum vinnumarkaði er lægra en víðast annars staðar.
- Ráðherra tók undir mikilvægi STEM greina í nýsköpun og verðmætasköpun en benti einnig á að ástæða væri til að hafa áhyggjur af fækkun nemenda í heilbrigðisgreinum.
- Varðandi viðbrögð við ástandinu nefndi ráðherra að í ár veitti ráðuneytið styrk til nemenda í STEM greinum, til að koma til móts við kostnað vegna námsráðgjafar og stuðning við fyrsta árs nema. Markmiðið væri að minnka brottfall, sem væri of mikið.
- Erfitt væri að finna leiðir til hvetja háskóla til að leggja meiri áherslu á STEM greinar. Helst væri hægt að skapa hvata með endurskoðun á reiknilíkani háskóla.
- Varðandi ívilnanir til nemenda í einstökum greinum væri flókið að finna leiðir þar sem meðalhófs væri gætt.
- Ráðherra lagði áherslu á mikilvægt væri að efla áhuga á vísindum og tækni strax í grunnskóla. Tryggja verði að á öllum skólastigum starfi sér sérhæfðir kennarar í þessum greinum en á það hafi verulega skort. Hann nefndi í því sambandi ákveðið hafi verið að ráðast í sértækar úttekt á kennaranáminu.
Fyrir forvitna þá er framsögumaðurinn Ingvar Þóroddsson með BS-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði HÍ 2021 og MS-próf í iðnaðarverkfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley 2023. Hann var stærðfræði- og eðlisfræðikennari við Menntaskólann á Akureyri 2024.
