Rýniferðin 2026: Írland
26. Rýniferðin verður til Írlands.
RÝNIFERÐIR fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 26. ferðina og að þessu sinni er ferðinni heitið til Írlands dagana 21. - 30. ágúst 2026.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að skipulagningu næstu Rýniferðar VFÍ. Farið verður til Írlands dagana 21.- 30. ágúst þar sem gist verður í Dublin auk annarrar borgar á Írlandi. Flogið verður með Icelandair, morgunflug út og heimflug um hádegi.
Líkt og hin fyrri ár er gert ráð fyrir heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir auk þess sem hluti dagskrár er skipulagður fyrir ferðafélaga félagsmanna VFÍ. Eins og mörg undanfarin ár eru það þau Jóhannes Benediktsson, Eva Yngvadóttir og Hreinn Ólafsson sem skipuleggja ferðina, að þessu sinni í samstarfi við írska verkfræðingafélagið.
Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi verði 120 manns.
Stefnt er að því að skráning hefjist fimmtudaginn 15.
janúar 2026 kl 9.00.
Nánari dagskrá ferðar verður send út í byrjun janúar.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla
