Rýniferðin 2026: Írland
26. Rýniferðin verður til Írlands.
RÝNIFERÐIR fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 26. ferðina og að þessu sinni er ferðinni heitið til Írlands dagana 21. - 30. ágúst 2026.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að skipulagningu næstu Rýniferðar VFÍ. Farið verður til Írlands dagana 21.- 30. ágúst þar sem gist verður í Killarney og Dublin.
Eins og mörg undanfarin ár eru það þau Jóhannes Benediktsson, Eva Yngvadóttir og Hreinn Ólafsson sem skipuleggja ferðina, að þessu sinni í samstarfi við írska verkfræðingafélagið.
Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi verði 120 manns.
Tekið verður við skráningum frá og með fimmtudeginum 15. janúar kl. 9:00 á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is
Skráningar fyrir þann tíma eru ekki teknar gildar.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla
