Skrifað undir samning við FRV

Kynningarfundur og rafræn atkvæðagreiðsla.

23. jan. 2026

Fimmtudaginn 22. janúar var skrifað undir kjarasamning milli Verkfræðingafélags Íslands og Félags ráðgjafarverkfræðinga. 

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 26. janúar kl. 11:00 á nýjum samningi í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundinum verður líka streymt og hafa félagsmenn, sem heyra undir samninginn, fengið hlekk í tölvupósti. 

Samtímis hefst atkvæðagreiðsla sem framkvæmd er af hálfu Maskínu og stendur til hádegis fimmtudaginn 29. janúar eða til kl. 12:00.
Rétt er að benda á að Maskína sendir félagsmönnum tölvupóst með hlekk á atkvæðagreiðsluna – ekki VFÍ. 

Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Ef spurningar vakna vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið: kjaramal@verktaekni.is


Sami samningur gildir fyrir Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Kjaradeild Byggingafræðingafélags Íslands og munu félagsmennn þeirra taka þátt í sér atkvæðagreiðslum.