Skrifað undir samning við FRV
Kynningarfundur og rafræn atkvæðagreiðsla.
Fimmtudaginn 22. janúar var skrifað undir kjarasamning milli Verkfræðingafélags Íslands og Félags ráðgjafarverkfræðinga.
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 26. janúar kl. 11:00 á nýjum samningi í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundinum verður líka streymt og hafa félagsmenn, sem heyra undir samninginn, fengið hlekk í tölvupósti.
Samtímis hefst atkvæðagreiðsla sem framkvæmd er af hálfu Maskínu og stendur til hádegis fimmtudaginn 29. janúar eða til kl. 12:00.
Rétt er að benda á að Maskína sendir félagsmönnum tölvupóst með hlekk á atkvæðagreiðsluna – ekki VFÍ.
Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).
Ef spurningar vakna vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið: kjaramal@verktaekni.is
Sami samningur gildir fyrir Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Kjaradeild Byggingafræðingafélags Íslands og munu félagsmennn þeirra taka þátt í sér atkvæðagreiðslum.
