• Vfi-23-11-20-00032-Resize

Teningurinn viðurkenning Verkfræðingafélagsins fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd var afhentur á Degi verkfræðinnar 17. nóvember 2023.

Össur hlaut Teninginn, viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, þegar hann var afhentur á Degi verkfræðinnar sem var á Hilton Reykjavík Nordica 17. nóvember. Össur hlaut Teninginn fyrir hönnun og þróun á AeroFit, byltingarkennda lausn á sviði stoðtækja.

Með þessari nýsköpun kynnir Össur til leiks stoðtæki sem leyfir gegnumflæði lofts og raka. Með klínískum prófunum hefur verið sýnt fram á að AeroFit kerfið dregur úr rakasöfnun sem er eitt stærsta vandamál stoðtækjanotenda í dag. AeroFit samanstendur af harðri trefjahulsu og mjúkri sílikonhulsu sem festir gervifótinn við einstaklinginn. Mjúka sílikonhulsan er framleidd með þrívíddarprentun.

Dagur verkfræðinnar var sem fyrr mjög vel sóttur. Á myndunum sem hér fylgja má sjá Svöna Helen Björnsdóttur formann VFÍ ásamt verkefnateymi Össurar sem á heiðurinn af AeroFit kerfinu. - Og Christophe Lecomte sem tók við Teningnum fyrir hönd Össurar og flutti þakkarávarp.

Umsögn dómnefndar.

Um Teninginn.