Útgáfa

Fjölbreytt útgáfustarfsemi

Fjölbreytt útgáfa frá stofnun VFÍ 1912

Verktækni - félagsblað - birtir fréttir af vettvangi félagsins, greinar og umræðu um tæknimál líðandi stundar og ýmislegt annað efni. Á árinu 2013 kom út fyrsta tölublað Verktækni - tímarit VFÍ/TFÍ sem er ætlað að vera vettvangur fyrir tæknigreinar og ritrýndar greinar sem áður birtust í Árbók félaganna. Blaðið var um árabil gefið út í samvinnu við Tæknifræðingafélag Íslands. Ritstjóri er Sigrún S. Hafstein.

Verktækni - vefrit. Fyrsta tölublað kom út í febrúar 2014. Vefritinu er ætlað að miðla upplýsingum til félagsmanna um hvað eina sem varðar starfsemi félaganna. Gert er ráð fyrir að styttri greinar um faglegt efni fái þar einnig pláss.

Árbók - annáll liðins árs - Auk þess að fjalla um störf félaganna á liðnu starfsári gaf Árbókin góða yfirsýn yfir framkvæmdir, þróun og framfarir á sviði tækni og vísinda á hverjum tíma. Árbókin var síðast gefin út í desember 2011.

Orðanefndir VFÍ hafa á undanförnum árum gefið út fjölda tækniorðasafna.

Verkfræðingatal kom síðast út árið 1996 og hefur að geyma upplýsingar um 1900 verkfræðinga. Fyrri útgáfur eru frá 1956, 1966 og 1981.


Athugið að allt útgefið efni VFÍ er aðgengilegt á timarit.is

Senda grein