Fréttir

Gleðileg jól - 21.12.2007

Skrifstofa VFÍ og TFÍ verður lokuð milli jóla og nýárs. Lesa meira

Árshátíð VFÍ - 14.12.2007

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 2. febrúar n.k. Lesa meira

Verkfræðistofan AFL 20 ára - 13.12.2007

Verkfræðistofan AFL fagnaði nýverið 20 ára afmælinu og hélt hóf af því tilefni föstudaginn 16. nóvember sl. og mætti fjöldi gesta. Á sama tíma var því fagnað að síðastliðið sumar hlaut AFL gæðavottun samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2000 staðlinum. Lesa meira

Samstarf VFÍ, SV, TFÍ og KTFÍ - 13.12.2007

Þann 6. desember s.l. undirrituðu formenn VFÍ, TFÍ, SV og KTFÍ nýjan samstarfssamning félaganna um sameiginlegan rekstur skrifstofu. Samningurinn tekur gildi um áramótin. Lesa meira

Orkuskóli tekur til starfa á Bæjarhálsi - 3.12.2007

Í dag, mánudaginn 3. desember, tók til starfa alþjóðlegur orkuskóli á framhaldsstigi háskóla í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Lesa meira

Menntun í umferðar- og skipulagsmálum - 30.11.2007

Háskólinn í Reykjavík vekur athygli á símenntunarnámi fyrir starfandi sérfræðinga á sviði umferðar- og skipulagsmála. Einnig er í boði ný námsbraut í umferð og skipulagi sem meistaranám í byggingarverkfræði. Lesa meira

Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu - 29.11.2007

RANNÍS, í samráði við nefnd á vegum menntamála-, heilbrigðis- og iðnaðarráðuneyta, efnir til morgunverðarfundar þriðjudaginn 4. desember n.k. um nýsköpun í tengslum við heilbrigðisþjónustuna. Lesa meira

Kárahnjúkavirkjun gangsett - 29.11.2007

Kárahnjúkavirkjun verður formlega gangsett á morgun, föstudaginn 30. nóvember. Á vettvangi verða meðal annars fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og fleiri góðir gestir. Lesa meira

Fulltrúaráðsfundur VFÍ - 21.11.2007

Á fulltrúaráðsfundi VFÍ þann 21. nóvember sl. var nýr samstarfssamningur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga kynntur. Viðhorf fundarmanna voru jákvæð og fóru fram gagnlegar umræður um samninginn og þær breytingar sem verða þegar hann tekur gildi um næstu áramót.

Lesa meira

Fyrsta lágþrýstivélin tekin í notkun - 20.11.2007

Orkuveita Reykjavíkur hefur formlega tekið í notkun nýja aflvél í Hellisheiðarvirkjun, sem mun spara fyrirtækinu 700 milljónir króna árlega í raforkukaupum fyrir almennan markað. Um er að ræða lágþrýstivél sem er sú fyrsta sinnar tegundar í nýtingu jarðhita á Íslandi. Lesa meira

Tilkynnt um stuðning Tækniþróunarsjóðs - 20.11.2007

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur boðið verkefnisstjórum 14 verkefna til samninga um stuðning. Alls bárust 39 umsóknir og sótt var um 285 milljónir króna fyrir fyrsta ár. Hægt er að sækja um verkefnisstyrki til allt að þriggja ára. Til ráðstöfunar voru 111 milljónir króna fyrir ný verkefni að þessu sinni. Lesa meira

Vatni úr Hálslóni hleypt á vél 1 - 6.11.2007

Mánudaginn 5. nóvember s.l. hófst raforkuframleiðsla í Kárahnjúkavirkjun með vatni úr Hálslóni. Á næstu vikum verða lokaprófanir á vélum 2-6 í Fljótsdalsstöð og þær teknar í rekstur ein af annarri. Gert er ráð fyrir að þær verði allar rekstrarhæfar áður en nóvember rennur á enda. Lesa meira

Alþjóðlegi skipulagsdagurinn - 6.11.2007

Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins (World Town Planning Day) 8. nóvember n.k. stendur Skipulagsfræðingafélag Íslands (SFFÍ) fyrir morgunfundi þar sem umræðuefnið verður “Breytt skipulag í breyttum heimi”. Lesa meira

Opið hús hjá TFÍ og KTFÍ - 26.10.2007

Stjórn TFÍ hefur ákveðið að hafa reglulega í vetur „Opið hús” þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og hin ýmsu málefni rædd. Fyrsta Opna húsið verður á vegum KTFÍ þann 22. nóvember n.k. kl. 17:00. Lesa meira

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar - 26.10.2007

Föstudaginn 2. nóvember næstkomandi verður árleg ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar haldin á Hótel Nordica í ráðstefnusal á fyrstu hæð. Lesa meira

Vatni hleypt á aðrennslisgöng - 19.10.2007

Þann 17. október s.l. náðist merkur áfangi við gerð Kárahnjúkavirkjunar þegar vatni úr Hálslóni var hleypt á aðrennslisgöng virkjunarinnar. Lesa meira

NORDNET 2007 - 24.9.2007

Verkefnastjórnunarfélag Íslands mun í ár sjá um sameiginlega ráðstefnu norrænu verkefnastjórnunarfélaganna – NORDNET 2007. Lesa meira

Nordnet 2007 - 19.9.2007

Meistaranám við Háskólann í Reykjavík - 8.5.2007

Háskólinn í Reykjavík býður upp á meistaranám í byggingarverkfræði og byggingartæknifræði. Umsækjendur skulu að lágmarki hafa lokið BSc-prófi í tæknifræði eða verkfræði frá viðurkenndum innlendum eða erlendum háskóla með viðunandi árangri. Lesa meira

Sjóvarnir endurbættar - 7.5.2007

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur látið gera úttekt á sjóvörnum við Ánanaust og Eiðsgranda. Lesa meira

Fimm verkfræðingar heiðraðir - 21.3.2007

Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands sem haldin var nýverið var Jóhann Már Maríusson gerður að heiðursfélaga VFÍ auk þess sem fjórir verkfræðingar, þeir Gunnar Torfason, Oddur Borgar Björnsson, Steingrímur Kárason og Sigurjón Þ. Árnason voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Lesa meira

Burðarþolshönnun og niðurbrotsmódel vega - 21.3.2007

Er heiti ráðstefnu sem verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 22. og 23. mars n.k. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru í fremstu röð sérfræðinga í heiminum á sviði vega- og gatnahönnunar og niðurbroti vega. Ráðstefnan er haldin af Vegagerðinni, Norræna vegtæknisambandinu (NVF), Tækninefnd 34 og nefnd um rannsóknir og þróun á sviði vegagerðar á Norðurlöndunum (NordFoU). Lesa meira

Meistaraverkefni - 21.3.2007

Í nýjasta tölublaði Verktækni (2. tbl. 2007) er grein um umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Verkfræðideildar HÍ. Ekki reyndist unnt að birta lista fyrir meistaraverkefni frá deildinni sem fylgdi greininni. Listinn er því birtur hér.

Áætluð meistaraverkefni frá umhverfis- og byggingarverkfræðiskor árið 2007. Fremst er heiti meistaranemans, þá heiti verkefnis, leiðbeinendur og að lokum samstarfs- og/eða styrktaraðilar.

Lesa meira

Gagnasöfn og rafræn tímarit - 21.3.2007

Á Samlokufundi 27. mars n.k. mun Sveinn Ólafsson kynna landsaðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum sem er upplýsingaveita fyrir Ísland. Allir sem tengjast í gegnum íslenska netveitu og eru staddir á landinu, hvort sem það eru Íslendingar eða aðrir, hafa aðgang að þeim gagnasöfnum og rafrænu tímaritum sem samningar um áskrift fyrir allt landið gilda um. Auk þess veitir landsaðgangur upplýsingar um gögnin, lista yfir tímarit í aðgangi, samsteypuleit og upplýsingar um gagnasöfn í opnum aðgangi. Lesa meira

Jóhanna Harpa formaður VFÍ - 21.3.2007

Jóhanna Harpa Árnadóttir, rekstrarverkfræðingur, er nýr formaður VFÍ og tók við embættinu á aðalfundi félagsins í dag 22. mars af Steinari Friðgeirssyni, sem gengt hefur því sl. fjögur ár. Jóhanna er þar með fyrsta konan til að gegna þessu embætti í 95 ára sögu félagsins. Lesa meira