Fréttir

Raki í byggingum - Glærur og upptaka - 5.12.2016

Það var mikil áhugi á fyrirlestri Björns Marteinssonar um raka í byggingum sem hann flutti á Samokufundi 2. desember. Glærur og upptaka frá fundinum.

Atkvæðagreiðsla hafin - 7.11.2016

Rafræn atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands er hafin og henni lýkur kl. 17 næstkomandi föstudag, 11. nóvember. Félagsvísindastofnun HÍ sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og voru kjörseðlar sendir félagsmönnum í tölvupósti laugardaginn 5. nóvember.


Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, það er einfalt mál. Félagslega mikilvægt er fyrir VFÍ að sem flestir greiði atkvæði og taki afstöðu.

Ályktun vegna ákvörðunar kjararáðs - 3.11.2016

Stjórnir Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem nýkjörið Alþingi er hvatt til þess að endurskoða úrskurð kjararáðs um launa­kjör æðstu emb­ætt­is­manna þjóðar­inn­ar.

Lesa meira

Kjörskrá - Rétt netföng - 2.11.2016

Rafræn atkvæðagreiðsla um sameiningu VFÍ og TFÍ fer fram dagana 5. - 11. nóvember. Mikil vinna hefur verið lögð í að hafa kjörskrá sem réttasta. Meðal annars hefur verið sent bréf og/eða hringt í alla þá sem hafa rangt eða ekki skráð netfang í félagaskrá. Félagsmenn sem hafa ekki fengið tölvupóst frá skrifstofunni með upplýsingum um sameiningarmálin eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofuna með því að senda tölvupóst: lydiaosk@verktaekni.is eða hringja í síma 535 9300. Félagsvísindastofnun HÍ mun sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem hefst sem fyrr segir 5. nóvember.

Kynningarfundur - Spurt og svarað - 1.11.2016

Kynningarfundur fyrir félagsmenn VFÍ vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um sameiningu VFÍ og TFÍ var haldinn 27. október. Gagnleg umræða fór fram og spurningum svarað. Skrifstofan heldur utan um þær spurningar sem hafa borist frá félagsmönnum. Spurningar og svör vegna atkvæðagreiðslu.

Kosið um sameiningu - kynningarefni - 17.10.2016

Stjórnir VFÍ og TFÍ hafa samþykkt að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu félaganna. Atkvæðagreiðslan verður 5. - 11. nóvember. Fram að þeim tíma verða hugmyndir um sameiningu kynntar, m.a. á heimasíðum félaganna og á opnum kynningarfundum 26. og 27. október. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel þau gögn sem liggja fyrir. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst eða leggja fram fyrirspurnir á Facebook síðu VFÍ.

Lesa meira

Samstarfsnefnd VFÍ og TFÍ lýkur störfum - 13.10.2016

Samstarfsnefnd VFÍ – Verkfræðingafélags Íslands og TFÍ – Tæknifræðingafélags Íslands hefur lokið störfum.  Nefndin hefur lagt fyrir stjórnir félaganna tillögur að samrunasamningi og nýjum lögum fyrir sameinað félag tæknifræðinga og verkfræðinga.

Lesa meira

Áhættumat hjá Hjartarannsókn - 27.9.2016

Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ hafa gert samning við Rannsóknarstöð Hjartaverndar um að bjóða sjóðfélögum áhættumat, fræðslu og forvarnaraðgerðir gegn hjartasjúkdómum. Næstkomandi fimmtudag, 29. september kl. 12-13, er sjóðfélögum boðið til kynningarfundar vegna átaksins. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Á fundinum mun Karl Andersen hjartasérfræðingur hjá Hjartavernd kynna átakið og svara spurningum. Áhættumat Hjartarannsóknar.

Líf og starf á Grænlandi - 13.9.2016

Það var vel mætt á Samlokufundinn í hádeginu í dag þar sem Birkir Rútsson, verkfræðingur, sagði frá reynslu sinni af því að búa og starfa á Grænlandi. Hann starfar hjá dönsku verkfræðistofunni Orbicon sem mun opna útibú hér á landi næsta vor og mun Birkir flytja til Íslands af því tilefni. Glærur frá fyrirlestrinum.

Lesa meira

NIL fundur í Reykjavík - 9.9.2016

Dagana 7. - 9. september var haldinn norrænn launafundur verkfræðinga og tæknifræðinga, svokallaður NIL fundur sem haldinn er árlega. VFÍ og TFÍ voru gestgjafar að þessu sinni. Þema fundarins var „vinnumarkaður framtíðarinnar". Fjallað var sérstaklega um framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni.

Lesa meira

Orlofsdvöl í vetrarfríum - 5.9.2016

Nú er hægt að sækja um dvöl í orlofshúsum VFÍ í vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni tvær. Frá 20. – 27. október og 27. október – 3. nóvember 2016.
Frestur til að sækja um orlofsviku er til miðnættis 26. september. Úthlutun fer fram daginn eftir. Frádráttur er 30 punktar fyrir orlofsvikuna.

Sótt er um á orlofsvef félags með því að velja aðra hvora vikuna. Þá kemur upp umsókn þar sem valin er staðsetning og vikan sem óskað er eftir. (Aðeins er hægt að velja einn stað). Athugið að þegar umsókn hefur verið samþykkt, fær félagsmaður staðfestingu senda í stölvupósti. Úthlutað er eftir punktastöðu. 

Metfjöldi umsókna - 1.9.2016

Það stefnir í metfjölda umsókna um félagsaðild að VFÍ þetta árið. Á síðasta stjórnarfundi VFÍ fengu 33 nýir félagsmenn inngöngu í félagið, þar af sex ungfélagar. Á árinu 2015 voru 237 umsóknir samþykktar og að auki gengu 45 ungfélagar til liðs við félagið. Heildarfjöldi umsókna var þá mun meiri en árið á undan og hafa aldrei verið fleiri. - En það stefnir semsagt í að það met verði slegið. (Mynd: Háskólinn í Reykjavík).

Lesa meira

Vetrarleiga OVFÍ - 12.8.2016

Frá og með föstudeginum 12. ágúst kl. 15 verður hægt að bóka orlofsvikur frá 2. september 2016 til 18. maí 2017 á orlofsvef OVFÍ.

Um vetrarleigu gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Eins og áður verður orlofsvikum í vetrar- og páskafríum úthlutað sérstaklega.

Lesa meira

Niðurstöður kjarakönnunar 2016 - 11.8.2016

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ liggja fyrir. Könnunin er einfaldari en áður og var spurt um laun í febrúar 2016. Með því að skoða laun eftir starfsaldri, lífaldri, fagsviði og starfssviði má nálgast þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling.  

Lesa meira

Samið við sveitarfélögin - 27.6.2016

Samið hefur verið við Samninganefnd sveitarfélaga fyrir hönd verkfræðinga, tæknifræðinga og byggingafræðinga. Um er að ræða framlengingu og breytingar á kjarasamningum 2015-2019. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Tæknidagur 2016 - 11.5.2016

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur Tæknidaginn í tíunda sinn föstudaginn 13. maí. Tæknidagurinn er haldin árlega og er gestum og gangandi boðið að kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í Tækni- og verkfræðideild HR.


Félagsmenn TFÍ og VFÍ eru sérstaklega boðnir velkomnir.


Dagskrá Tæknidagsins 2016.

Lesa meira

Orlofsúthlutun lokið - 10.5.2016

Orlofsúthlutun OVFÍ  sumar 2016 er lokið. Þeir sem fengu úthlutun í fyrstu umferð höfðu greiðslufrest til miðnættis 5. maí. Frá hádegi 6. maí gátu þeir sem fengu synjun sótt um þær vikur sem ekki gengu út. Gilti þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Þann 10. maí var opnað fyrir allar lausar vikur og gildir sama regla; - Fyrstur bókar, fyrstur fær og verður að greiða um leið og bókað er.

Hver sjóðfélagi getur keypt allt að 10 gistimiða á almanaksári, þ.e.a.s ef hann hefur ekki fengið orlofshús  - Athugið að hótelmiðar fást ekki endurgreiddir. Bókunarvefur OVFÍ.

Lesa meira

Fengu heiðursviðurkenningu VFÍ - 22.4.2016

Nýverið var Júlíus Sólnes gerður að heiðursfélaga Verkfræðingafélags Íslands, sem er æðsta viðurkenning félagsins. Við sama tækifæri voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins. Þau eru Guðni A. Jóhannesson, Helgi Þór Ingason og Sigrún Pálsdóttir.

Lesa meira

Orlofssjóður - sumarúthlutun - 14.4.2016

Orlofssjóður VFÍ hefur tekið í notkun nýjan bókunarvef fyrir orlofshúsin „Frímann" og verður hann notaður í fyrsta sinn við sumarúthlutun 2016. - Tímabilið 3. júní 2016 til 2. september 2016. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 26. apríl. Nánari upplýsingar voru sendar sjóðfélögum með tölvupósti.

Athugið að punktastaða verður ekki birt fyrr en greiðslusíða opnar 21. apríl.

Nánari upplýsingar.

Lesa meira

Aðalfundur VFÍ - Nýr formaður - 8.4.2016

Aðalfundur VFÍ var haldinn 8. apríl 2016.  Páll Gíslason  er nýr formaður félagsins. Nýr formaður Kjaradeildar VFÍ er Birkir Hrafn Jóakimsson og  Sveinn I. Ólafsson var endurkjörinn formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Afkoma VFÍ á árinu var góð og met var slegið í fjölda umsókna um inngöngu í félagið, voru 107 fleiri en á fyrra ári.


Ársskýrsla VFÍ 2015-2016.

Lesa meira

Aðalfundur VFÍ 2016 - 5.4.2016

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn 8. apríl kl. 16. Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.


Stjórn leggur til breytingu á lögum félagsins. Hún varðar aðild ungfélaga á þann hátt að ekki verði skilyrði að þeir hafi lokið einu ári í námi heldur að þeir stundi nám. Þar með geta nemendur á fyrsta ári orðið ungfélagar.

Lesa meira

Dagur verkfræðinnar 2016 - 25.3.2016

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í annað sinn föstudaginn 1. apríl kl. 13 á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir). Fyrir liggur fjölbreytt og spennandi dagskrá þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í þremur opnum sölum. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.


Dagur verkfræðinnar var fyrst haldinn í apríl 2015 og þótti takast einstaklega vel.


Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.


Skráning á Dag verkfræðinnar.

Lesa meira

Staðan í kjaramálum - 15.3.2016

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við FRV verður haldinn mánudaginn 21. mars kl. 17:20 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. 

Gagnvart Samtökum atvinnulífsins er rétt að líta á lágmarkshækkanir skv. SA-ASÍ kjarasamningi sem eru 6,2% frá 1. janúar 2016 og hann gildir til 2019 með viðbótarhækkunum 2017 og 2018. Jafnframt var samið um hækkanir á framlagi í lífeyrissjóð. Samningurinn hefur áhrif á heildarhreyfingu launa á almenna markaðanum og þar af leiðandi á markaðslaun verkfræðinga. 

Lesa meira

Páskaúthlutun orlofssjóðs - 17.2.2016

Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Allir umsækjendur eiga að hafa fengið svör í tölvupósti. Umsóknarfrestur var til 15. febrúar.

Nox Medical vill ráða verkfræðinga - 9.2.2016

Nox Medical leitar meðal annars að verkfræðingum til starfa. Fyrirtækið sérhæfir sig í svefnrannsóknum og selur vörur sínar út um allan heim. Fyrirtækið byggir alfarið á íslensku hugvit. Auglýsing um störf hjá Nox Medical.

Orlofsíbúð á Akureyri - 29.1.2016

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Orlofssjóður VFÍ tekið á leigu íbúð á Akureyri. Nú eru því tvær íbúðir á Akureyri í boði fyrir sjóðfélaga. Nánari upplýsingar um íbúðina.

Íslenskir verkfræðingar í Danmörku - 27.1.2016

Í tilefni af aldarafmæli Dansk-íslenska félagsins á Íslandi verður málþing í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. febrúar. Yfirskriftin er: Nám og störf Íslenskra verkfræðinga í Danmörku. Allir velkomnir. Dagskráin.

Heimsókn á Keflavíkurflugvöll - 26.1.2016

Föstudaginn 29. janúar mun Byggingarverkfræðingadeild VFÍ (BVFÍ) standa fyrir heimsókn á Keflavíkurflugvöll í boði ISAVIA. Allir félagsmenn VFÍ velkomnir en sætaframboð er takmarkað. Skráning er í ferðina og henni lýkur kl. 12 fimmtudaginn 28. janúar.

Lesa meira

Rósaboð Kvennanefndar VFÍ 2016 - 18.1.2016

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9. Konum sem útskrifuðust með próf í verkfræði á árinu 2015 verður afhent rós og með þeim táknræna hætti boðnar velkomnar í hópinn. Skráning.

Lesa meira

Orlofshús í vetrarfríum - 14.1.2016

Nú er hægt að sækja um orlofshús OVFÍ í vetrarfrísvikunum í febrúar. Til að sækja um á að senda tölvupóst til skrifstofunnar. þar sem tekin er fram ósk um staðsetningu og viku eða tímabil. Einnig þarf að fylgja með fullt nafn og kennitala.

Úthlutað verður 19. janúar 2016. Upplýsingar um orlofshúsin.