Fréttir

Gleðilega hátíð - 22.12.2011

Utilegumadurinn[2]Starfsfólk skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.

 

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

 

Vinsamlega athugið að skrifstofa félaganna verður lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs.

Orlofssjóður VFÍ - hótelmiðar - 8.12.2011

Hótelmiðar á höfuðborgarhótelin Icelandair Hótel Reykjavík Natura og Icelandair Hótel í Keflavík standa sjóðfélögum í Orlofssjóði VFÍ til boða eins og liðna vetur. Nú verða einnig  í boði hótelmiðar á landsbyggðinni á eftirfarandi hótelum: Icelandair Hótel Akureyri, Hótel Hérað, Hótel Klaustur, Hótel Flúðir og Hótel Hamar. Hér á vefnum eru nánari upplýsingar.

Fundur á Austurlandi - 2.12.2011

austurland_des_11

Á Fullveldisdaginn var kynningarfundur á Austurlandi fyrir félagsmenn VFÍ og TFÍ. Mikill áhugi er eystra á að blása lífi í starfsemi austurlandsdeildanna. Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi félaganna og Ragna Haraldsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ, kynnti möguleika sem bjóðast til endurmenntunar, þ.á.m. skipulag námskeiða og aukið framboð fjarnámskeiða.

Á fundinum kom fram að nú starfa á annað hundrað verkfræðingar og tæknifræðingar á Austurlandi, er það mikil aukning frá því sem var áður en Fjarðaál kom til sögunnar.

100 ára afmæli - tilnefningar til heiðursverðlauna - 28.11.2011

Verkfræðingafélag Íslands verður 100 ára á komandi ári. Af því tilefni hefur stjórn félagsins ákveðið að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur við tæknilegar uppfinningar eða nýsköpunarverkefni, sem hafa haft þjóðhagslegt eða alþjóðlegt mikilvægi og byggja á þekkingu í raunvísindum og tækni.

Lesa meira

Desemberuppbót - 24.11.2011

Upplýsingar um desemberuppbót eru hér. Athugið að mismunandi er eftir kjarasamningum hvort uppbótin er greidd og einnig hvaða upphæð er um að ræða. Velja verður kjarasamning sem við á af stikunni til vinstri. Þá eru hér á vefnum upplýsingar fyrir launagreiðendur.

ORVFÍ hlýtur viðurkenningu - 14.11.2011

orvfi_nov_2011Á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar var Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ afhent viðurkenning fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Orðanefnd RVFÍ hefur starfað að íðorðasmíð í sjötíu ár og er elsta orðanefnd landsins. Nefndin hefur gefið út 17 orðabækur.

Sigurður Briem, formaður ORVFÍ, veitti viðtöku viðurkenningarskjali fyrir hönd orðanefndarinnar.

Lesa meira

Verkfræði, hönnun og nýsköpun á mannamáli - 26.10.2011

Dr_Henry_Petroski.jpgDr. Henry Petroski er öndvegisfyrirlesari Verkfræði- og náttúruvísindasviðs á aldarafmæli Háskóla Íslands. Hann er prófessor í byggingarverkfræði og sagnfræði við Duke-háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Dr. Petroski flytur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands laugardaginn 29. október næstkomandi kl. 14:00. Hann er margverðlaunaður fyrir rannsóknir sínar og skrif. Árið 2006 hlaut hann til dæmis hin svokölluðu Washington-verðlaun sem eru meðal elstu og virtustu verðlauna í verkfræði í Bandaríkjunum. Verðlaunin hlaut dr. Petrosky fyrir að gera heim verkfræðinnnar aðgengilegan almenningi.

Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2011 - 21.10.2011

Þema vikunnar er öryggi við viðhaldsvinnu og er sérstaklega horft til viðhalds véla og tækja.

Lesa meira

Samkeppni um göngu- og hjólreiðabrýr - 10.10.2011

Verkfræðingafélag Íslands  auglýsir eftir áhugasömum félagsmönnum til setu í dómnefnd vegna samkeppni um göngu– og hjólreiðabrýr yfir Elliðaár. Nánari upplýsingar.

Vefur sameinaðs félags - 8.9.2011

Sameining Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga, undir heiti þess fyrrnefnda, tók formlega gildi 1. júlí síðastliðinn. Léninu sv.is hefur verið lokað þar sem vefur hins sameinaða félags er kominn í loftið. Til að nálgast upplýsingar er varða kaup og kjör á vinnumarkaði, t.d. orlofssjóð, sjúkrasjóð, kjarakannanir o.fl. eru valin „kjaramál" á stikunni hér fyrir ofan. Félagsmenn mega gjarnan senda ábendingar um það sem þeir telja að megi betur fara á hér vefnum.

Tæknifræðingar sigruðu á golfmótinu - 25.8.2011

 Árlegt golfmót verkfræðinga og tæknifræðinga var haldið í fimmtánda sinn þann 19. ágúst sl. Mótið fór fram á Hamarsvelli, Golfklúbbs Borgarness í frábæru veðri. Tæknifræðingar fóru með sigur af hólmi í sveitakeppninni og stöðuðu þar með þriggja ára sigurgöngu verkfræðinga.

Lesa meira

Kjarakönnun 2011 og Markaðslaunatafla 2011 - 24.8.2011

Niðurstöður Kjarakönnunar VFÍ (SV) og TFÍ  2011 eru birtar á heimasíðum félaganna. Í könnuninni var spurt um laun á árinu 2010 og mánaðarlaun í febrúar 2011. Einnig er komin ný markaðslaunatafla fyrir 2011 á vefina.

Danfoss vill ráða verkfræðinga - 19.8.2011

Danfoss vill ráða í tvær stöður verkfræðinga hjá fyrirtækinu. Nánari lýsingu á störfunum má finna hér

Lesa meira

Ráðstefna tileinkuð Ólafi Wallevik - 9.8.2011

Að þessu sinni er ráðstefnan "Our World in Concrete and Structures",  sem haldin verður í Singapúr, tileinkuð Prófessor Ólafi H. Wallevik, forstöðumanni grunnrannsókna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ólafur var á dögunum sæmdur æðstu heiðursverðlaunum Norræna steinsteypusambandsins.  

Lesa meira

Skrifstofan lokuð í júlí - 1.7.2011

Athugið að skrifstofa félaganna verður lokuð vegna sumarleyfa í júlímánuði. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 2. ágúst. Þann 1. júlí tók sameinað félag SV og VFÍ til starfa. Enn um sinn verða upplýsingar um kjaramál verkfræðinga á vef SV. Endurbættur vefur VFÍ fer í loftið innan tíðar.

Einhugur á stofnfundi - 31.5.2011

IMG_4101Mikill einhugur ríkti á stofnfundi sameinaðs félags verkfræðinga sem haldinn var síðdegis í dag, 31. maí. Þar með var lokið sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga. Lög félagsins voru samþykkt samhljóða og fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Kristinn Andersen, rafmagnsverkfræðingur, var kosinn formaður og tekur hann við embættinu 1. júlí þegar sameinað félag tekur formlega til starfa.  Á myndinni er Kristinn ásamt Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, fráfarandi formanni VFÍ, sem voru þökkuð vel unnin störf en hún hefur gegnt formannsembættinu síðastliðin fjögur ár. Kári Steinar Karlsson, fráfarandi formaður SV, var kosinn formaður Kjararáðs VFÍ. 

Stofnfundur sameinaðs félags - 27.5.2011

Sameining Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna (85,5% í VFÍ og 86,7% í SV) í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk  24. mars. Stofnfundur sameinaðs félags verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9,  þriðjudaginn 31. maí kl. 17. Hér er að finna fundargögn og upplýsingar um fundinn.

Lesa meira

Biðlisti í Rýnisferð - 2.5.2011

Eins og áður þá reyndist mikill áhugi á Rýnisferðinni 2011 sem farin verður til Póllands 22. - 27 ágúst næstkomandi. Yfir 75 manns skráðu sig i ferðina á fyrstu þremur dögunum og fleiri bættust við næstu daga þar á eftir. Gert er ráð fyrir 60 þátttakendum í ferðinni og eru því nokkrir á biðlista. Almennur kynningarfundur um ferðina verður haldinn 11. maí kl 20 á Engjateig 9 þar sem farið verðu nánar yfir dagskrána, kostnað og önnur atriði.

 

Aðalfundur VFÍ - 1.4.2011

Aðalfundur VFÍ var haldinn fimmtudaginn 31. mars. Tillaga að nýjum siðareglum félagsins var samþykkt einróma. Vegna sameiningar VFÍ og SV var borin fram tillaga um að stjórn félagsins sitji til 1. júlí þegar sameinað félag tekur til starfa. Var það samþykkt samhljóða. Stofnfundur sameinaðs félags verður haldinn í lok maí. Fundarboð verður sent félagsmönnum með tölvupósti. Ársskýrsla VFÍ með ársreikningum fyrir starfsárið 2010 - 2011 er hér.

Sameining VFÍ og SV samþykkt - 30.3.2011

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga liggja nú fyrir. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í VFÍ var sameiningin samþykkt með 85,5% atkvæða en 86,7% í SV. Stofnfundur sameinaðs félags verður haldinn í maí.

Tillaga að nýjum Siðareglum VFÍ - 17.3.2011

Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands þann 31. mars nk.  verður borin upp tillaga að nýjum Siðareglum félagsins. Vinna við endurskoðun eldri reglna hófst á haustmánuðum 2009 með málþingi um siðferðislegar skyldur verkfræðinga. Í marsmánuði 2010 var vinnufundur með þjóðfundarformi og í nóvember var haldin ráðstefnan: Verkið verður keypt en dyggðin ekki. Nefnd sem vann að endurskoðun siðareglanna naut m.a. liðsinnis fræðimanna á sviði siðfræði og fulltrúar háskólanna hafa lagt málinu lið frá upphafi.

Kynningarfundur vegna atkvæðagreiðslu - 11.3.2011

Fimmtudaginn 10. mars var haldinn kynningarfundur vegna atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir um sameiningu VFÍ og SV. Rúmlega 40 manns mættu á fundinn. Fundurinn hófst á því að Logi Kristjánsson kynnti starf sameiningarnefndarinnar, tillögur sem hún lagði fram og helstu forsendur og markmið með sameiningunni. Því næst tóku formenn félaganna til máls, þau Jóhanna Harpa Árrnadóttir, formaður VFÍ og Kári Steinar Karlsson, formaður SV. Í máli þeirra kom fram að stjórnir beggja félaga eru einhuga í afstöðu sinni og styðja sameininguna.  

Lesa meira

Kosið um sameiningu VFÍ og SV - 9.3.2011

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga. Kjörgögn og stofnsamningur hafa verið send félagsmönnum. Kosning fer fram í báðum félögum samtímis og stendur til 24. mars 2011. Skal kjörseðill settur í póst í síðasta lagi þann dag. Gætið þess að skrifa greinilega nafn og heimilisfang á bakhlið umslagsins sem merkt er „Sendandi” og senda til VFÍ. Nánari upplýsingar er varða tillögur nefndarinnar eru hér.

Lesa meira

Þrír verkfræðingar heiðraðir - 8.2.2011

arshatid

Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands sem haldin var 5. febrúar voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins. Þau er: Bernhard Örn Pálsson, efnaverkfræðingur, Ingunn Sæmundsdóttir byggingarverkfræðingur og Páll Ólafsson, byggingarverkfræðingur. Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem hljóta heiðursmerki félagsins. Umsagnir nefndarinnar má lesa hér. Á myndinni eru Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður VFÍ, Ingunn Sæmundsdóttir, Páll Ólafsson og Árni B. Björnsson, framkv.stj. VFÍ. Bernhard er búsettur erlendis og mun taka á móti viðurkenningunni í apríl nk.

Kjarasamningur samþykktur - 4.2.2011

Samningur Stéttarfélags verkfræðinga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga var samþykktur á kynningarfundi sem haldinn var fimmtudaginn 3. febrúar. Fulltrúaráð FRV hefur einnig samþykkt samninginn. Meginatriði hans eru að laun hækka frá og með 1. febrúar 2011 um 2,4 % og frá og með 1. júlí 2011 um 2,5 %.
Samningurinn er til eins árs eða frá 1. janúar til 31. desember 2011.

Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga - 4.2.2011

Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga boðar til sjóðfélagafundar mánudaginn 14. febrúar kl. 17. Efni fundarins er kynning á niðurstöðu athugunar óháðra aðila sem ráðnir voru af stjórn til þess að fara yfir ýmsa þætti í starfsemi sjóðsins á árunum 2007-2009. 

Fundurinn verður haldinn í salnum Gullteigi á Grand Hótel.

Árshátíð VFÍ - 26.1.2011

Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður haldin laugardaginn 5. febrúar í Súlnasal Hótels Sögu. Heiðursgestur verður Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar.

Lesa meira

Styrkur til bókaútgáfu - 17.1.2011

Kvennanefnd VFÍ hlaut 500 þúsund króna styrk úr Menningarsjóði Hlaðvarpans til að rita sögu íslenskra kvenna í verkfræði. Nýverið gerði Kvennanefndin samning við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing um ritun bókarinnar. Tímabært er að huga að varðveislu heimilda um þær konur sem urðu fyrstar til að leggja fagið fyrir sig. Lítið er til af rituðum heimildum um frumkvöðlana í hópi þeirra og mikilvægt að afla upplýsinga hjá þeim konum sem ruddu brautina og enn eru á lífi. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið: Þær brutu blað - konur í verkfræði.