• stuðlaberg

Aðalfundur VFÍ 2018

Mánudaginn 16. apríl kl. 17.

25. mar. 2018

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl. 17 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
  3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
  4. Tillögur félagsstjórnar.
  5. Lýst kosningu stjórnar.
  6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
  7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
  8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
  9. Laun formanns og stjórnarmanna.
  10. Laga- og reglugerðarbreytingar.
  11. Önnur mál.

Eins og kveðið er á um í reglugerðum kjarasjóða verða þær bornar upp til samþykktar á fundinum. Reglugerðir og starfsreglur sjóða eru á síðu hvers sjóðs fyrir sig á vefnum.